„Þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel“ Ólafur Björn Sverrisson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 14. júlí 2023 21:28 Frá slökkvistörfum á Reykjanesskaga. vísir/arnar Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan dag meðal annars með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að styrkja Björgunarsveitina í Grindavik um tíu milljónir króna og verið er að athuga gerð á nýju bílastæði sem myndi stytta göngu að gosstöðvunum verulega. „Ég er ágætlega sáttur,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík spurður út í hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Frétt Stöðvar 2: Rok hefur verið á svæðinu sem gerir slökkvistörf erfiðari. „Þetta er alls ekki þægilegt, þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel. Við höfum fundið ákveðna taktík við þetta.“ Einar Sveinn segir slökkvilið hafa fundið ákveðna taktík í baráttunni við eldana.vísir/arnar Einar telur að slökkvilið verðið komið langt með að ná tökum á eldunum í kvöld. „Við förum langleiðina með markmið okkar í dag en við náum ekki að slökkva þetta í dag,“ segir Einar Sveinn. Slökkvilið hefur einnig notið aðstoðar þyrsu Landhelgisgæslunnar við slökkvistörf. Þar er notast við skjólur sem rúma um tvö tonn af vatni. Slökkvistarf Landhelgisgæslunnar gekk vel að sögn stýrimannsvísir/Steingrímur Dúi vísir/Steingrímur Dúi Styrkur til brunavarna Í vikunni hvatti Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar stjórnvöld til að stíga strax inn í og styrkja björgunarsveitir sem vinna að öryggi og aðbúnaði á svæðinu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti um 10 milljóna króna styrk til björgunarsveitarinnar Þorbjarnar til tækjakaupa til brunavarna. „Það er ánægjulegt að segja frá því að núna erum við á sama stað og við vorum eftir þrjár eða fjórar vikur þegar fyrst gaus á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Hún segir brýnast nú að tryggja aðgengi. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring.“ Eldgos og jarðhræringar Slökkvilið Landhelgisgæslan Gróðureldar á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Ég er ágætlega sáttur,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík spurður út í hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Frétt Stöðvar 2: Rok hefur verið á svæðinu sem gerir slökkvistörf erfiðari. „Þetta er alls ekki þægilegt, þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel. Við höfum fundið ákveðna taktík við þetta.“ Einar Sveinn segir slökkvilið hafa fundið ákveðna taktík í baráttunni við eldana.vísir/arnar Einar telur að slökkvilið verðið komið langt með að ná tökum á eldunum í kvöld. „Við förum langleiðina með markmið okkar í dag en við náum ekki að slökkva þetta í dag,“ segir Einar Sveinn. Slökkvilið hefur einnig notið aðstoðar þyrsu Landhelgisgæslunnar við slökkvistörf. Þar er notast við skjólur sem rúma um tvö tonn af vatni. Slökkvistarf Landhelgisgæslunnar gekk vel að sögn stýrimannsvísir/Steingrímur Dúi vísir/Steingrímur Dúi Styrkur til brunavarna Í vikunni hvatti Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar stjórnvöld til að stíga strax inn í og styrkja björgunarsveitir sem vinna að öryggi og aðbúnaði á svæðinu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti um 10 milljóna króna styrk til björgunarsveitarinnar Þorbjarnar til tækjakaupa til brunavarna. „Það er ánægjulegt að segja frá því að núna erum við á sama stað og við vorum eftir þrjár eða fjórar vikur þegar fyrst gaus á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Hún segir brýnast nú að tryggja aðgengi. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring.“
Eldgos og jarðhræringar Slökkvilið Landhelgisgæslan Gróðureldar á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira