Gróðureldar á Íslandi

Fréttamynd

„Rosa fínt“ ef fólk hætti að kveikja í sinu

Eldur var í sinu á þremur stöðum við vegkant á Vesturlandi, í nágrenni við Brúarfoss og Fíflholt á Mýrum. Slökkvilið frá Borgarnesi brást við kallinu og slökkti eldinn greiðlega en að öllum líkindum var um íkveikju að ræða. Eldarnir voru með nánast nákvæmlega kílómeters millibili.

Innlent
Fréttamynd

Gróðureldar villa um fyrir Veður­stofunni

„Það sést ekki mikið. Það er erfitt að sjá á þessum vefmyndavélum hvar hrauntungan er. Maður sér reyk hér og þar en síðan er auðvitað mikið um gróðureld sem felur hvað er að gerast.“

Innlent
Fréttamynd

Sinubruni í Staðarsveit á Snæ­fells­nesi

Eldur kviknaði í sinu í nágrenni eyðibýlisins Haga í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Slökkviliðsmenn frá Snæfellsbæ og Grundafirði eru komnir á vettvang og slökkvilið Stykkishólms er á leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Sinubruni við Hellisskóg á Sel­fossi

Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út vegna sinubruna við Hellisskóg á Selfossi um klukkan 13 í dag. Hellisskógur er skógræktarsvæði rétt fyrir utan Selfoss. Búið er að slökkva brunann en eldsupptök má rekja til flugelda sem barn lék sér með á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Sinu­eldur í Munaðar­nes­landi

Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi.

Innlent
Fréttamynd

Sinubruni í búgarðabyggðinni

Eldur kviknaði í sinu í búgarðabyggðinni svokölluðu milli Selfoss og Eyrarbakka í dag. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu eru á vettvangi og hafa náð tökum á eldinum.

Innlent
Fréttamynd

Senni­lega þeir einu sem vilja rigningu um páskana

Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana.

Innlent
Fréttamynd

Náðu tökum á gróður­eldum við gos­stöðvar í gær

Slökkviliðsmenn náðu að slökkva í gróðureldum sem blossuðu upp við gosstöðvarnar í gær. Slökkvilið frá Grindavík, Suðurnesjum og Árnessýslu voru við störf og verður áfram viðvera í dag. Mjög þurrt er á svæðinu og engin rigning í kortunum. 

Innlent
Fréttamynd

„Sagan enda­lausa“ í bar­áttunni við gróður­eldana

Enn standa slökkviliðsmenn í stríði við gróðurelda sem kviknað hafa í kringum gosstöðvarnar við litla Hrút. Slökkviliðsstjóri segist hræddur um að ástandið verði eins þar til það tekur að rigna, mikilvægt sé að eldunum sé haldið niðri á meðan þurrt er. 

Innlent
Fréttamynd

Mesti mosabruni frá upphafi skráninga

Enn hefur ekki tekist að ráða niðurlögum gróðurelda, sem geisað hafa á Reykjanesi frá upphafi eldgoss þar fyrir rúmri viku síðan. Fram kemur í grein sem birtist á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands í gær að um mesta mosabruna sé að ræða frá því að skráningar á gróðureldum hófust hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel“

Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan dag meðal annars með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að styrkja Björgunarsveitina í Grindavik um tíu milljónir króna og verið er að athuga gerð á nýju bílastæði sem myndi stytta göngu að gosstöðvunum verulega.

Innlent
Fréttamynd

Tvö tonn af vatni í senn

Slökkvistarf Landhelgisgæslunnar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga hefur gengið vel að sögn stýrimanns. Notast er við skjólur sem rúma um tvö tonn af vatni. 

Innlent
Fréttamynd

Nota þyrlu til að slökkva gróður­elda við gosið

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum.

Innlent
Fréttamynd

Sinubruni á Akureyri var ekki til mikilla vandræða

Sinubruni kom upp í brekkunni fyrir ofan Skautahöllina á Akureyri í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri segir að tekið hafi um hálftíma að ráða niðurlögum eldsins. Um sé að ræða fyrsta sinubrunann fyrir norðan í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Litlu mátti muna að sinubruni læstist í skemmu

Brunavörnum Múlaþings gekk vel að ráða niðurlögum sinuelds sem kviknaði á túni við bæinn Dali í Hjalt­astaðaþing­há nú síðdegis. Eldurinn logaði alveg við verkfærageymslu á túninu en náði ekki að læsa sér í geymsluna.

Innlent
Fréttamynd

Að­gerðum lokið í Straums­vík

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk í gærkvöld störfum á vettvangi í Straumsvík þar sem mikill sinubruni kviknaði í fyrradag. Varðstjóri segir að áfram sé þó fylgst grannt með svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hefði verið betra að fá þyrluna

Slökkvilið fylgist enn vel með vettvangi mikils sinubruna í Straumsvík sem kviknaði í gær. Erfitt hefur verið að eiga við brunann að sögn varðstjóra, enda svæðið þungt yfirferðar. Eina þyrla Landhelgisgæslunnar sem nothæf er til slökkvistarfa var ekki tiltæk til aðstoðar í gær.

Innlent