Innlent

„Einhver vitleysingur“ að kveikja sinuelda í borginni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Fréttastofu barst meðal annars þessi mynd af sinueldi í Síðumúla. Við eldinn stendur lögreglumaður. 
Fréttastofu barst meðal annars þessi mynd af sinueldi í Síðumúla. Við eldinn stendur lögreglumaður.  aðsend

Slökkvilið vinnur nú að því að ráða niðurlögum minniháttar sinuelda í Reykjavík. Kveikt hefur verið í á að minnsta kosti þremur stöðum í borginni.

Stefán Kristinsson varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis segir í samtali við fréttastofu að kveikt hafi verið í á þremur stöðum. „Það var einhver vitleysingur að kveikja sinuelda. Það er í Síðumúla og Mörkinni og við Sprengisand.“

Eldarnir hafi þó allir verið minniháttar

„En það þurfti að sinna þessu, þetta er ekki það sem við þurfum á að halda,“ segir hann. Tveir dælubílar voru kallaðir til.

Stefán kveðst ekki hafa upplýsingar um hvort lögregla hafi haft hendur í hári þeirra sem stóðu að brunanum.

Slökkvilið að störfum í Síðumúla.aðsend

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×