Innlent

Sinueldur í Reykja­nes­bæ

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Brunavarnir Suðurnesja segja að eldurinn sé minniháttar og að vel gangi að ná tökum á honum.
Brunavarnir Suðurnesja segja að eldurinn sé minniháttar og að vel gangi að ná tökum á honum. Lögreglan á Suðurnesjum

Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum.

Ómar Ingimarsson hjá Brunavörnum Suðurnesja staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir brunann vera minniháttar og að slökkviliðsmennirnir á vettvangi hafi ekki beðið um frekari aðstoð.

„Til upplýsinga þá eru viðbragðsaðilar að kljást við sinubruna í Grænásbrekkunni, íbúar í grennd hvattir til að loka gluggum,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×