Innlent

Sinueldur við urðunarstaðinn á Álfs­nesi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Eldurinn virðist hafa breitt þó nokkuð úr sér en innivarðstjóri gat ekki tjáð sig um umfang hans sökum fjarskiptavandræða við slökkviliðsmenn á vettvangi.
Eldurinn virðist hafa breitt þó nokkuð úr sér en innivarðstjóri gat ekki tjáð sig um umfang hans sökum fjarskiptavandræða við slökkviliðsmenn á vettvangi.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr átta vegna sinuelds við urðunarsvæðið á Álfsnesi. Slökkviliðið náði tökum á eldinum á tíunda tímanum.

Að sögn innivarðstjóra voru þrír bílar, tveir úr Reykjavík og einn frá Kjalarnesi, sendir á vettvang og komu fimmtán slökkviliðsmenn að verkefninu.

Slökkviliðsmaður sagði í samtali við Rúv upp úr 21 að búið væri að slökkva stærstan hluta sinueldana þó einhver glóð geti áfram lifað. Unnið væri að því að finna hana og slökkva í.

Slökkviliðsmenn voru nýmættir á svæðið þegar fréttastofa hafði samband en vegna roks er erfitt að eiga fjarskipti á svæðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×