Ein og hálf milljón manns vildu miða á fyrsta leik heimsmeistaranna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2023 16:00 Lionel Messi er að fara að spila sinn fyrsta landsleik sem heimsmeistari Getty/ Chris Brunskill Skiljanlega er gríðarlega mikill áhugi á heimsmeistaraliði Argentínumanna enda fór öll argentínska þjóðin á annan endann þegar Argentína vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil í 36 ár í desember síðastliðnum. Það var því vitað að það yrði áhugi á fyrsta leik argentínska landsliðsins eftir HM en enginn bjóst kannski við því sem varð svo raunin. Thought Argentina s World Cup fever might have died down?Tickets just gone on sale for this month s friendly against Panama. Only a million or so in the queue pic.twitter.com/2CpyHQNyZD— GOLAZO (@golazoargentino) March 16, 2023 Alls reyndu nefnilega ein og hálf milljón manns að ná sér miða á fyrsta leik heimsmeistaranna. Leikurinn er á móti Panama og fer fram á Monumental leikvanginum í Buenos Aires, stærstu borg Argentínu. Leikvangurinn tekur 83 þúsund manns og það þurftu því ansi margir frá að hverfa án miða. Aðeins 63 þúsund miðar fóru í sölu. Miðaverðið á leikinn er á bilinu tólf þúsund til 49 þúsund argentínskra pesóa eða frá rúmlega átta þúsund til 34 þúsund í íslenskum krónum. Það er frekar hátt miðaverð en það kom ekki í veg fyrir áhuga svo margra. Argentina vs Panama1 First game at home for World Cup champions 1.5 million apply for 63,000 ticketshttps://t.co/tqtAq7wdFw— Firstpost Sports (@FirstpostSports) March 17, 2023 Það voru ekki bara stuðningsmenn argentínska landsliðsins sem vildu komast á völlinn. „Við vildum svo geta tekið á móti öllum en við þyrftum tvo River [Monumental] velli bara til að koma fjölmiðlamönnunum fyrir. Brjálæðið í Argentínu er algjört,“ sagði Claudio Tapia, forseti argentínska knattspyrnusambandsins. Lionel Messi ætlaði að hætta að spila með argentínska landsliðinu eftir HM en strax eftir að hann varð orðinn heimsmeistari í fyrsta sinn þá tilkynnti það að hann myndi spila áfram. Messi verður því þarna að spila sinn fyrsta landsleik sem heimsmeistari og hvaða Argentínumaður vildi ekki vera vitna af því og monta sig síðan af því um ókomna tíð. Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Það var því vitað að það yrði áhugi á fyrsta leik argentínska landsliðsins eftir HM en enginn bjóst kannski við því sem varð svo raunin. Thought Argentina s World Cup fever might have died down?Tickets just gone on sale for this month s friendly against Panama. Only a million or so in the queue pic.twitter.com/2CpyHQNyZD— GOLAZO (@golazoargentino) March 16, 2023 Alls reyndu nefnilega ein og hálf milljón manns að ná sér miða á fyrsta leik heimsmeistaranna. Leikurinn er á móti Panama og fer fram á Monumental leikvanginum í Buenos Aires, stærstu borg Argentínu. Leikvangurinn tekur 83 þúsund manns og það þurftu því ansi margir frá að hverfa án miða. Aðeins 63 þúsund miðar fóru í sölu. Miðaverðið á leikinn er á bilinu tólf þúsund til 49 þúsund argentínskra pesóa eða frá rúmlega átta þúsund til 34 þúsund í íslenskum krónum. Það er frekar hátt miðaverð en það kom ekki í veg fyrir áhuga svo margra. Argentina vs Panama1 First game at home for World Cup champions 1.5 million apply for 63,000 ticketshttps://t.co/tqtAq7wdFw— Firstpost Sports (@FirstpostSports) March 17, 2023 Það voru ekki bara stuðningsmenn argentínska landsliðsins sem vildu komast á völlinn. „Við vildum svo geta tekið á móti öllum en við þyrftum tvo River [Monumental] velli bara til að koma fjölmiðlamönnunum fyrir. Brjálæðið í Argentínu er algjört,“ sagði Claudio Tapia, forseti argentínska knattspyrnusambandsins. Lionel Messi ætlaði að hætta að spila með argentínska landsliðinu eftir HM en strax eftir að hann varð orðinn heimsmeistari í fyrsta sinn þá tilkynnti það að hann myndi spila áfram. Messi verður því þarna að spila sinn fyrsta landsleik sem heimsmeistari og hvaða Argentínumaður vildi ekki vera vitna af því og monta sig síðan af því um ókomna tíð.
Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira