Martröð Jóns Guðna ætlar engan enda að taka Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2023 15:00 Jón Guðni Fjóluson missir af tveimur heilum leiktíðum vegna meiðsla. @Hammarbyfotboll Frá því skömmu eftir að Jón Guðni Fjóluson stóð í miðri vörn Íslands í leik gegn Þýskalandi, í undankeppni HM haustið 2021, hefur hann nánast ekkert getað spilað fótbolta og biðin hefur enn lengst. Jón Guðni sleit krossband í hné þetta sama haust en hafði í hyggju að snúa aftur til keppni á komandi leiktíð með liði sínu Hammarby í Svíþjóð. Ekkert verður hins vegar af því þar sem að Jón Guðni lenti í bakslagi og neyðist til að fara í nýja aðgerð. Eftir að hafa misst af öllu keppnistímabilinu í fyrra missir Jón Guðni því einnig af tímabilinu í ár, og samningur hans við Hammarby rennur út í lok ársins. „Þetta eru leiðinlegar fréttir. Við styðjum hann. Hann er stórkostlegur leiðtogi og manneskja,“ segir Marti Cifuentes, þjálfari Hammarby, við Fotbollskanalen. Jón Guðni Fjóluson í leik gegn Þýskalandi haustið 2021 en þá var hann orðinn byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu.Getty/Alex Grimm „Þó að síðasta ár hafi verið virkilega erfitt fyrir hann þá var hann alltaf til staðar. Nú verðum við að styðja við hann og vona það besta. Því þetta er virkilega erfitt bakslag,“ segir Cifuentes. Hann segir þó ekki mikinn bilbug að finna á hinum 33 ára Jóni Guðna, sem verið hefur atvinnumaður síðustu tólf ár en var áður hjá Fram. Leikurinn gegn Þýskalandi haustið 2021 var hans átjándi A-landsleikur. „Hann er ótrúlega sterkur andlega. Það var næstum því eins og að við værum í meira áfalli og leiðari en hann, þegar við ræddum við hann. Ég hef verið í sambandi við hann og hann er mjög jákvæður. Hann er tilbúinn að berjast,“ segir þjálfarinn sem segir að Jóni Guðna standi til boða að taka að sér annað hlutverk en að vera leikmaður. Hann geti stutt við yngri leikmenn og sé mjög áhugasamur um þjálfarahlutverkið. Sænski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Sjá meira
Jón Guðni sleit krossband í hné þetta sama haust en hafði í hyggju að snúa aftur til keppni á komandi leiktíð með liði sínu Hammarby í Svíþjóð. Ekkert verður hins vegar af því þar sem að Jón Guðni lenti í bakslagi og neyðist til að fara í nýja aðgerð. Eftir að hafa misst af öllu keppnistímabilinu í fyrra missir Jón Guðni því einnig af tímabilinu í ár, og samningur hans við Hammarby rennur út í lok ársins. „Þetta eru leiðinlegar fréttir. Við styðjum hann. Hann er stórkostlegur leiðtogi og manneskja,“ segir Marti Cifuentes, þjálfari Hammarby, við Fotbollskanalen. Jón Guðni Fjóluson í leik gegn Þýskalandi haustið 2021 en þá var hann orðinn byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu.Getty/Alex Grimm „Þó að síðasta ár hafi verið virkilega erfitt fyrir hann þá var hann alltaf til staðar. Nú verðum við að styðja við hann og vona það besta. Því þetta er virkilega erfitt bakslag,“ segir Cifuentes. Hann segir þó ekki mikinn bilbug að finna á hinum 33 ára Jóni Guðna, sem verið hefur atvinnumaður síðustu tólf ár en var áður hjá Fram. Leikurinn gegn Þýskalandi haustið 2021 var hans átjándi A-landsleikur. „Hann er ótrúlega sterkur andlega. Það var næstum því eins og að við værum í meira áfalli og leiðari en hann, þegar við ræddum við hann. Ég hef verið í sambandi við hann og hann er mjög jákvæður. Hann er tilbúinn að berjast,“ segir þjálfarinn sem segir að Jóni Guðna standi til boða að taka að sér annað hlutverk en að vera leikmaður. Hann geti stutt við yngri leikmenn og sé mjög áhugasamur um þjálfarahlutverkið.
Sænski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Sjá meira