Karólína Lea um Glódísi: Liðfélagarnir í Bayern eru í áfalli hvað hún er góð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 08:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir bregða á leik í myndatöku fyrir Meistaradeildina. Getty/Christian Hofer Karólína Lea Vilhjálmsdóttir talar vel um liðsfélaga sinn Glódísi Perlu Viggósdóttur en þær eru saman í bæði Bayern München og íslenska A-landsliðinu. Karólína Lea missti af fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla og um leið mjög mikilvægum leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni HM. Karólína fór yfir stöðuna á sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á dögunum. Þessi erfiðu meiðsli hafa reynt mikið á hina 21 árs gömul Karólínu Leu og þá er gott að vera með eina Mömmu Gló hjá sér eins og Glódís Perla Viggósdóttir er jafnan kölluð innan fjölskyldunnar og hjá fleirum líka. Andlega hliðin alltaf mjög góð af því að þær eru hjá mér Svava Kristín vildi fá að vita hvernig væri fyrir Karólínu að eiga eina Glódísi að. „Það er alveg geggjað. Að hafa Glóu og Cessu (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) þarna þýðir að mér líður ekki eins og ég sé í einhverju ströggli þannig séð. Andlega hliðin er alltaf mjög góð út af því að þær eru hjá mér. Við erum bara fjölskylda þarna í Þýskalandi og það er alltaf mjög gaman hjá okkur. Mamma Gló sér vel um mig,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir brosandi. Klippa: Karólína Lea um Glódísi Perlu og Cecilíu Rán Það er kannski erfitt að hugsa það til enda ef að Karólína hefði verið eini Íslendingurinn í Bayern-liðinu. „Ég get alveg sagt það að ég veit ekki hvort ég væri enn þá í Þýskalandi ef ég væri bara ein. Maður getur ekki sagt það en þær hafa gert þennan tíma mun betri og stundum líður manni eins og maður sé bara á Íslandi. Þær eru búnar að vera æðislegar,“ sagði Karólína Lea. Hvernig myndi hin unga Karólína lýsa reynsluboltanum Glódísi Perlu sem leikmanni og leiðtoga inn á vellinum? Allt annað lið þegar vantar hana „Hún er bara engri lík. Það er erfitt að lýsa henni því hún hefur einhvern veginn allt sem góður leikmaður þarf að hafa. Hún er með kraft, er algjör leiðtogi og maður sér það þegar það vantar hana á vellinum þá er þetta bara allt annað lið, bæði í landsliðinu og í Bayern úti,“ sagði Karólína. „Hún er búin að stimpla sig inn svakalega úti, komin inn í fyrirliðateymið og er algjör lykilmanneskja. Hún er með sendingar og er með allt þannig að ég get ekki hrósað henni meira,“ sagði Karólína. Íslendingar hafa auðvitað miklar mætur á henni en eru Þjóðverjarnir sama sinnis. „Já en það var ekki fyrr en núna þegar nýi þjálfari kom að allir föttuðu hvað hún væri magnaður leikmaður. Það er svo gaman að horfa upp á það hvernig þær eru í áfalli hvað hún er góð. Hún er alltaf mætt í alla bolta er bara veggur sem bjargar öllu á síðustu stundu. Þær dýrka hana líka,“ sagði Karólína. 150 prósent viss Cecilía Rán Rúnarsdóttir er mjög efnilegur markmaður en hefur verið mjög óheppnin með meiðsli. Er hún að fara að verða sá markmaður sem okkur vantar? „Já ég er 150 prósent viss. Hún hefur náttúrulega verið rosalega óheppin með meiðsli og ég veit hvað er í gangi með puttana hjá henni. Ég held að þetta sé komið núna og við getum andað léttar,“ sagði Karólína Lea. „Ég held að þetta hafi verið hundrað prósent rétt skref hjá henni að fara í Bayern, æfa með þessum stelpum og hjá þessum þjálfurum. Hún er svo rosalega ung og þarf bara að vera þolinmóð og bíða eftir sínu tækifæri. Ég er hundrað prósent viss um að hún verður okkar framtíðarmarkmaður og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því,“ sagði Karólína Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Karólína Lea missti af fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla og um leið mjög mikilvægum leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni HM. Karólína fór yfir stöðuna á sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á dögunum. Þessi erfiðu meiðsli hafa reynt mikið á hina 21 árs gömul Karólínu Leu og þá er gott að vera með eina Mömmu Gló hjá sér eins og Glódís Perla Viggósdóttir er jafnan kölluð innan fjölskyldunnar og hjá fleirum líka. Andlega hliðin alltaf mjög góð af því að þær eru hjá mér Svava Kristín vildi fá að vita hvernig væri fyrir Karólínu að eiga eina Glódísi að. „Það er alveg geggjað. Að hafa Glóu og Cessu (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) þarna þýðir að mér líður ekki eins og ég sé í einhverju ströggli þannig séð. Andlega hliðin er alltaf mjög góð út af því að þær eru hjá mér. Við erum bara fjölskylda þarna í Þýskalandi og það er alltaf mjög gaman hjá okkur. Mamma Gló sér vel um mig,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir brosandi. Klippa: Karólína Lea um Glódísi Perlu og Cecilíu Rán Það er kannski erfitt að hugsa það til enda ef að Karólína hefði verið eini Íslendingurinn í Bayern-liðinu. „Ég get alveg sagt það að ég veit ekki hvort ég væri enn þá í Þýskalandi ef ég væri bara ein. Maður getur ekki sagt það en þær hafa gert þennan tíma mun betri og stundum líður manni eins og maður sé bara á Íslandi. Þær eru búnar að vera æðislegar,“ sagði Karólína Lea. Hvernig myndi hin unga Karólína lýsa reynsluboltanum Glódísi Perlu sem leikmanni og leiðtoga inn á vellinum? Allt annað lið þegar vantar hana „Hún er bara engri lík. Það er erfitt að lýsa henni því hún hefur einhvern veginn allt sem góður leikmaður þarf að hafa. Hún er með kraft, er algjör leiðtogi og maður sér það þegar það vantar hana á vellinum þá er þetta bara allt annað lið, bæði í landsliðinu og í Bayern úti,“ sagði Karólína. „Hún er búin að stimpla sig inn svakalega úti, komin inn í fyrirliðateymið og er algjör lykilmanneskja. Hún er með sendingar og er með allt þannig að ég get ekki hrósað henni meira,“ sagði Karólína. Íslendingar hafa auðvitað miklar mætur á henni en eru Þjóðverjarnir sama sinnis. „Já en það var ekki fyrr en núna þegar nýi þjálfari kom að allir föttuðu hvað hún væri magnaður leikmaður. Það er svo gaman að horfa upp á það hvernig þær eru í áfalli hvað hún er góð. Hún er alltaf mætt í alla bolta er bara veggur sem bjargar öllu á síðustu stundu. Þær dýrka hana líka,“ sagði Karólína. 150 prósent viss Cecilía Rán Rúnarsdóttir er mjög efnilegur markmaður en hefur verið mjög óheppnin með meiðsli. Er hún að fara að verða sá markmaður sem okkur vantar? „Já ég er 150 prósent viss. Hún hefur náttúrulega verið rosalega óheppin með meiðsli og ég veit hvað er í gangi með puttana hjá henni. Ég held að þetta sé komið núna og við getum andað léttar,“ sagði Karólína Lea. „Ég held að þetta hafi verið hundrað prósent rétt skref hjá henni að fara í Bayern, æfa með þessum stelpum og hjá þessum þjálfurum. Hún er svo rosalega ung og þarf bara að vera þolinmóð og bíða eftir sínu tækifæri. Ég er hundrað prósent viss um að hún verður okkar framtíðarmarkmaður og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því,“ sagði Karólína
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti