Fótbolti

„Kaíró vinstri, inn á milli eitt og tvö og svo bara upp í skeytin“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Andrés og Bjarni Mark eru að undirbúa sig undir landsleiki í janúar.
Ólafur Andrés og Bjarni Mark eru að undirbúa sig undir landsleiki í janúar. Sanjin Strukic/Getty Images/Start

Bjarni Mark Antonsson Duffield og Ólafur Andrés Guðmundsson eru greinilega undirbúa sig nú fyrir komandi landsliðsverkefni. Bjarni Mark er í A-landsliðshóp Íslands í fótbolta á meðan Ólafur Andrés er á leiðinni á HM í handbolta.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landslið karla í fótbolta, ákvað að taka Bjarna Mark inn í hópinn sem mætir Svíþjóð og Eistlandi á Algarve í janúar. Hinn 27 ára gamli Bjarni Mark spilar með Start í norsku B-deildinni en hefur einnig leikið með Brage og Kristianstad í Svíþjóð. Hann á að baki tvo A-landsleiki, vináttuleiki gegn Kanada og El Salvador árið 2020.

Hinn 32 ára gamli Ólafur Andrés er töluvert reyndari með landsliði Íslands heldur en Bjarni Mark. Þessi öfluga skytta hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2010 og verið hluti af íslenska landsliðinu frá þeim tíma. Hann leikur nú með GC Amicitia Zürich í Sviss.

Ólafur Andrés er giftur systur Bjarna Marks og virðast þeir því hafa verið saman á Siglufirði yfir hátíðarnar ef marka má myndband sem Bjarni Mark setti á Twitter-síðu sína í gær, föstudag.

„Kaíró vinstri inn á milli eitt og tvö og svo bara upp í skeytin. Undirbúningur í fullum gangi á Sigló,“ skrifar Bjarni Mark við myndbandið.

Nú er vona að undirbúningurinn hafi skilað sínu og þeir tveir – ásamt liðsfélögum sínum í fótbolta- og handboltalandsliðinu – blómstri í komandi verkefnum.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×