Fótbolti

Alfons á leið í hollensku úrvalsdeildina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfons Sampsted er á leið til Hollands.
Alfons Sampsted er á leið til Hollands. vísir/Diego

Landsliðsbakvörðurinn Alfons Sampsted er að ganga í raðir hollenska félagsins Twente. Alfons hefur undanfarin þrjú ár leikið með Bodø/​Glimt í Nor­egi.

Frá þessu er greint á hollenska miðlinum Voetbal International, en þar kemur fram að Alfons sé á leið í læknisskðun. Alfons er samningsbundinn Bodø/​Glimt fram að áramótum, en hann mun ekki endurnýja samninginn við norska félagið. Með Bodø/​Glimt varð Alfons norskur meistari í tvígang.

Alfons mun skrifa undir langtímasamning við Twente og verður gjaldgengur með hollenska félaginu frá og með 1. janúar.

Twente situr í fimmta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 27 stig eftir 14 leiki, fimm stigum á eftir toppliði Feyenoord.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×