Þrír íslenskir landsliðsmenn geta tryggt sig í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2022 13:30 Æskuvinirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson eru liðsfélagar hjá FC Kaupmannahöfn. Lars Ronbog/Getty Images Noregsmeistarar Bodø/Glimt og Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahöfn geta tryggt sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld með góðum úrslitum. Bæði lið eru yfir í einvígum sínum en eiga fyrir höndum einkar erfiða leiki á útivelli í kvöld. Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og aðrir leikmenn FC Kaupmannahafnar eru staddir í Tyrklandi þar sem liðið mætir Trabzonspor í síðari leik liðanna eftir frábæran sigur á Parken í síðustu viku. Þar var Hákon Arnar í byrjunarliðinu og lék alls 67 mínútur á meðan Ísak Bergmann kom inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Kaupmannahafnarliðið lék á alls oddi í leiknum og skoraði snemma í báðum hálfleikjum ásamt því að spila agaðan varnarleik. Gestirnir frá Tyrklandi áttu í raun fá svör við leik heimanna og virtust ekki vita sitt rjúkandi ráð framan af. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna en því miður fyrir FCK þá skoruðu gestirnir algjört „heppnismark“ þegar harmlaust skot hafði viðkomu í varnarmanni og breytti um stefnu þannig að markvörður FCK, Mathew Ryan, kom engum vörnum við. Jens Stryger Larsen, annar tveggja Dana í liði Trabzonspor, fékk sérstaklega að kenna á því frá stuðningsfólki heimaliðsins þar sem hann hóf feril sinn með Bröndby. Eftir leik ræddi hann við fjölmiðla og sagði að lið hans hefði ekki spilað nægilega vel en síðari leikurinn, fyrir framan eigin stuðningsmenn, yrði allt annar. Það er deginum ljósara að FCK á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld en félagið hefur ekki komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan tímabilið 2016-17. Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt eru einnig með eins marks forystu fyrir síðari leik sinn gegn Dinamo Zagreb frá Króatíu. Eftir frábæran árangur í Sambandsdeild Evrópu á síðustu leiktíð þá dreymir Bodø/Glimt um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Amahl Pellegrino skoraði eina mark einvígisins til þessa en Bodø/Glimt var með yfirhöndina í fyrri leik liðanna. Hvort naum forysta muni kosta Alfons og félaga kemur í ljós í kvöld. Heimamenn í Zagreb hafa verið í miklu stuði undanfarið og unnið fjóra síðustu heimaleiki sína, þá hefur liðið ekki tapað á heimavelli síðan í desember. Noregsmeistararnir lifa þó í draumi og stefna á að verða fyrsta norska liðið til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan Rosenborg gerði það 2007-08. Nú er bara að bíða og sjá. Báðir leikir hefjast klukkan 19.00 í kvöld og verður leikur Trabzonspor og FC Kaupmannahafnar sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og aðrir leikmenn FC Kaupmannahafnar eru staddir í Tyrklandi þar sem liðið mætir Trabzonspor í síðari leik liðanna eftir frábæran sigur á Parken í síðustu viku. Þar var Hákon Arnar í byrjunarliðinu og lék alls 67 mínútur á meðan Ísak Bergmann kom inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Kaupmannahafnarliðið lék á alls oddi í leiknum og skoraði snemma í báðum hálfleikjum ásamt því að spila agaðan varnarleik. Gestirnir frá Tyrklandi áttu í raun fá svör við leik heimanna og virtust ekki vita sitt rjúkandi ráð framan af. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna en því miður fyrir FCK þá skoruðu gestirnir algjört „heppnismark“ þegar harmlaust skot hafði viðkomu í varnarmanni og breytti um stefnu þannig að markvörður FCK, Mathew Ryan, kom engum vörnum við. Jens Stryger Larsen, annar tveggja Dana í liði Trabzonspor, fékk sérstaklega að kenna á því frá stuðningsfólki heimaliðsins þar sem hann hóf feril sinn með Bröndby. Eftir leik ræddi hann við fjölmiðla og sagði að lið hans hefði ekki spilað nægilega vel en síðari leikurinn, fyrir framan eigin stuðningsmenn, yrði allt annar. Það er deginum ljósara að FCK á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld en félagið hefur ekki komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan tímabilið 2016-17. Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt eru einnig með eins marks forystu fyrir síðari leik sinn gegn Dinamo Zagreb frá Króatíu. Eftir frábæran árangur í Sambandsdeild Evrópu á síðustu leiktíð þá dreymir Bodø/Glimt um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Amahl Pellegrino skoraði eina mark einvígisins til þessa en Bodø/Glimt var með yfirhöndina í fyrri leik liðanna. Hvort naum forysta muni kosta Alfons og félaga kemur í ljós í kvöld. Heimamenn í Zagreb hafa verið í miklu stuði undanfarið og unnið fjóra síðustu heimaleiki sína, þá hefur liðið ekki tapað á heimavelli síðan í desember. Noregsmeistararnir lifa þó í draumi og stefna á að verða fyrsta norska liðið til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan Rosenborg gerði það 2007-08. Nú er bara að bíða og sjá. Báðir leikir hefjast klukkan 19.00 í kvöld og verður leikur Trabzonspor og FC Kaupmannahafnar sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira