Þrír íslenskir landsliðsmenn geta tryggt sig í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2022 13:30 Æskuvinirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson eru liðsfélagar hjá FC Kaupmannahöfn. Lars Ronbog/Getty Images Noregsmeistarar Bodø/Glimt og Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahöfn geta tryggt sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld með góðum úrslitum. Bæði lið eru yfir í einvígum sínum en eiga fyrir höndum einkar erfiða leiki á útivelli í kvöld. Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og aðrir leikmenn FC Kaupmannahafnar eru staddir í Tyrklandi þar sem liðið mætir Trabzonspor í síðari leik liðanna eftir frábæran sigur á Parken í síðustu viku. Þar var Hákon Arnar í byrjunarliðinu og lék alls 67 mínútur á meðan Ísak Bergmann kom inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Kaupmannahafnarliðið lék á alls oddi í leiknum og skoraði snemma í báðum hálfleikjum ásamt því að spila agaðan varnarleik. Gestirnir frá Tyrklandi áttu í raun fá svör við leik heimanna og virtust ekki vita sitt rjúkandi ráð framan af. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna en því miður fyrir FCK þá skoruðu gestirnir algjört „heppnismark“ þegar harmlaust skot hafði viðkomu í varnarmanni og breytti um stefnu þannig að markvörður FCK, Mathew Ryan, kom engum vörnum við. Jens Stryger Larsen, annar tveggja Dana í liði Trabzonspor, fékk sérstaklega að kenna á því frá stuðningsfólki heimaliðsins þar sem hann hóf feril sinn með Bröndby. Eftir leik ræddi hann við fjölmiðla og sagði að lið hans hefði ekki spilað nægilega vel en síðari leikurinn, fyrir framan eigin stuðningsmenn, yrði allt annar. Það er deginum ljósara að FCK á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld en félagið hefur ekki komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan tímabilið 2016-17. Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt eru einnig með eins marks forystu fyrir síðari leik sinn gegn Dinamo Zagreb frá Króatíu. Eftir frábæran árangur í Sambandsdeild Evrópu á síðustu leiktíð þá dreymir Bodø/Glimt um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Amahl Pellegrino skoraði eina mark einvígisins til þessa en Bodø/Glimt var með yfirhöndina í fyrri leik liðanna. Hvort naum forysta muni kosta Alfons og félaga kemur í ljós í kvöld. Heimamenn í Zagreb hafa verið í miklu stuði undanfarið og unnið fjóra síðustu heimaleiki sína, þá hefur liðið ekki tapað á heimavelli síðan í desember. Noregsmeistararnir lifa þó í draumi og stefna á að verða fyrsta norska liðið til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan Rosenborg gerði það 2007-08. Nú er bara að bíða og sjá. Báðir leikir hefjast klukkan 19.00 í kvöld og verður leikur Trabzonspor og FC Kaupmannahafnar sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og aðrir leikmenn FC Kaupmannahafnar eru staddir í Tyrklandi þar sem liðið mætir Trabzonspor í síðari leik liðanna eftir frábæran sigur á Parken í síðustu viku. Þar var Hákon Arnar í byrjunarliðinu og lék alls 67 mínútur á meðan Ísak Bergmann kom inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Kaupmannahafnarliðið lék á alls oddi í leiknum og skoraði snemma í báðum hálfleikjum ásamt því að spila agaðan varnarleik. Gestirnir frá Tyrklandi áttu í raun fá svör við leik heimanna og virtust ekki vita sitt rjúkandi ráð framan af. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna en því miður fyrir FCK þá skoruðu gestirnir algjört „heppnismark“ þegar harmlaust skot hafði viðkomu í varnarmanni og breytti um stefnu þannig að markvörður FCK, Mathew Ryan, kom engum vörnum við. Jens Stryger Larsen, annar tveggja Dana í liði Trabzonspor, fékk sérstaklega að kenna á því frá stuðningsfólki heimaliðsins þar sem hann hóf feril sinn með Bröndby. Eftir leik ræddi hann við fjölmiðla og sagði að lið hans hefði ekki spilað nægilega vel en síðari leikurinn, fyrir framan eigin stuðningsmenn, yrði allt annar. Það er deginum ljósara að FCK á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld en félagið hefur ekki komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan tímabilið 2016-17. Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt eru einnig með eins marks forystu fyrir síðari leik sinn gegn Dinamo Zagreb frá Króatíu. Eftir frábæran árangur í Sambandsdeild Evrópu á síðustu leiktíð þá dreymir Bodø/Glimt um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Amahl Pellegrino skoraði eina mark einvígisins til þessa en Bodø/Glimt var með yfirhöndina í fyrri leik liðanna. Hvort naum forysta muni kosta Alfons og félaga kemur í ljós í kvöld. Heimamenn í Zagreb hafa verið í miklu stuði undanfarið og unnið fjóra síðustu heimaleiki sína, þá hefur liðið ekki tapað á heimavelli síðan í desember. Noregsmeistararnir lifa þó í draumi og stefna á að verða fyrsta norska liðið til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan Rosenborg gerði það 2007-08. Nú er bara að bíða og sjá. Báðir leikir hefjast klukkan 19.00 í kvöld og verður leikur Trabzonspor og FC Kaupmannahafnar sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira