Fótbolti

Sjáðu fagnaðarlæti Austurríkis á EM í gær

Atli Arason skrifar
Allir leikmenn austurríska liðsins trufluðu blaðamannafund liðsins eftir leik. Irene Fuhrmann, þjálfari liðsins, gat ekki annað en hlegið.
Allir leikmenn austurríska liðsins trufluðu blaðamannafund liðsins eftir leik. Irene Fuhrmann, þjálfari liðsins, gat ekki annað en hlegið. Getty Images

Austurríki vann 1-0 sigur á Noregi í A-riðli Evrópumótsins í gær. Sigur Austurríkis þýðir að Noregur er úr leik en þær austurrísku fara áfram í 8-liða úrslit.

Nicole Billa skoraði eina mark leiksins eftir frábæra sendingu Verena Hanshaw á 37. mínútu.

Í 8-liða úrslitum mun Austurríki mæta ógnarsterku liði Þjóðverja, sem er sigursælasta lið EM frá upphafi. Þær austurrísku leyfðu sér að fagna árangrinum vel bæði í leikslok og á blaðamannafundi liðsins eftir leikinn í gær.

Á sama tíma skorði England fimm mörk gegn Norður-Írlandi í gær. Mark Alessia Russo stóð upp úr en Russo var valin besti leikmaður vallarins þrátt fyrir að koma inn á leikvöllinn í hálfleik. Russo skoraði tvö mörk í leiknum. England mun mæta annaðhvort Danmörku eða Spán í 8-liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×