Cloé Eyja á leið á stórmót með kanadíska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 12:00 Cloé Eyja Lacasse fagnar marki fyrir Benfica í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. EPA-EFE/Adam Ihse Kanadíska-íslenska knattspyrnukonan Cloé Eyja Lacasse er á leiðinni á stórmót eins og íslensku landsliðskonurnar en þó ekki með íslenska landsliðinu. Lacasse hefur verið valin í 22 manna hóp kanadíska landsliðsins fyrir Concacaf keppnina þar sem keppa lið frá Norður- og Mið-Ameríku. Concacaf keppnin í ár, sú ellefta í sögunni, fer fram í Mexíkó frá 4. til 18. júlí. Kanada er í riðli með Kosta Ríka, Panama og Trínidad og Tóbagó. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) Kandaíska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari frá því í Tókýó í fyrra en liðið vann síðast Concacaf keppnina árið 2010. Í síðustu keppni fór kanadíska landsliðið alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Bandaríkjunum. Cloé Eyja er ein af sjö framherjum í hópnum en frægastar af þeim eru hin 39 ára gamla Christine Sinclair sem hefur skorað 188 mörk fyrir landsliðið, hin 29 ára gamla Adriana Leon sem var markahæst í síðustu Concacaf keppni árið 2018 og svo hin 21 árs gamla Jordyn Huitema sem yfirgaf nýverið franska liðið Paris Saint-Germain. Það er því mikil samkeppni fyrir Cloé Eyju sem á enn eftir að skora eftir sex landsleiki fyrir Kanada. Cloé Eyja hefur farið á kostum með portúgalska liðinu Benfica síðan hún yfirgaf ÍBV árið 2019 og er alls með 67 mörk í 88 leikjum fyrir félagið. Cloé skoraði 54 mörk í 79 leikjum í efstu deild með ÍBV og varð bikarmeistari með liðinu árið 2017. Hún lék með ÍBV frá 2015 til 2019 og fékk íslenskan ríkisborgararétt í júní 2019. KSÍ fékk ekki keppnisleyfi fyrir hana þegar velja átti hana í landsliðið og á endanum vann hún sér í staðinn sæti í kandadíska landsliðinu. Cloé er nú á leiðinni á sitt fyrsta stórmót. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer) Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira
Lacasse hefur verið valin í 22 manna hóp kanadíska landsliðsins fyrir Concacaf keppnina þar sem keppa lið frá Norður- og Mið-Ameríku. Concacaf keppnin í ár, sú ellefta í sögunni, fer fram í Mexíkó frá 4. til 18. júlí. Kanada er í riðli með Kosta Ríka, Panama og Trínidad og Tóbagó. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) Kandaíska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari frá því í Tókýó í fyrra en liðið vann síðast Concacaf keppnina árið 2010. Í síðustu keppni fór kanadíska landsliðið alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Bandaríkjunum. Cloé Eyja er ein af sjö framherjum í hópnum en frægastar af þeim eru hin 39 ára gamla Christine Sinclair sem hefur skorað 188 mörk fyrir landsliðið, hin 29 ára gamla Adriana Leon sem var markahæst í síðustu Concacaf keppni árið 2018 og svo hin 21 árs gamla Jordyn Huitema sem yfirgaf nýverið franska liðið Paris Saint-Germain. Það er því mikil samkeppni fyrir Cloé Eyju sem á enn eftir að skora eftir sex landsleiki fyrir Kanada. Cloé Eyja hefur farið á kostum með portúgalska liðinu Benfica síðan hún yfirgaf ÍBV árið 2019 og er alls með 67 mörk í 88 leikjum fyrir félagið. Cloé skoraði 54 mörk í 79 leikjum í efstu deild með ÍBV og varð bikarmeistari með liðinu árið 2017. Hún lék með ÍBV frá 2015 til 2019 og fékk íslenskan ríkisborgararétt í júní 2019. KSÍ fékk ekki keppnisleyfi fyrir hana þegar velja átti hana í landsliðið og á endanum vann hún sér í staðinn sæti í kandadíska landsliðinu. Cloé er nú á leiðinni á sitt fyrsta stórmót. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira