„Ég hef brennandi áhuga og ástríðu fyrir því að taka þátt í þessari uppbyggingu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2022 07:00 Vanda Sigurgeirsdóttir býður sig fram til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður knattspyrnusambands Íslands, ætlar að bjóða sig fram til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Vanda hefur gegnt starfi formanns KSÍ frá því í byrjun október á síðasta ári eftir að hafa verið kosin til embættis á aukaþingi sambandsins. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu formannst aðildarsambands evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, en hún er sú eina sem hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns KSÍ. „Ég er mjög stolt af þeim árangri sem við höfum náð á erfiðum tímum, en núna er einhvernveginn bjart framundan og ég hef brennandi áhuga og ástríðu fyrir því að taka þátt í þessari uppbyggingu,“ sagði Vanda í samtali við Stöð 2 í gær. Umræðan um nýjan þjóðarleikvang hefur verið hávær síðustu ár og þá sérstaklega á undanförnum vikum. Vanda segist bíða spennt eftir því að fyrsta skóflustungan verði tekin, hvenær svo sem það verður. Hún segir einnig mikilvægt að sérsamböndin vinni saman í þessum málum. „Mér finnst mjög mikilvægt - og ég hef sagt það við þá líka - að við séum ekki að stinga hvert annað í bakið eða að ég sé einhvern veginn að stíga upp á aðra til að koma mér ofar. Við erum saman í þessu íþróttahreyfingin. Saman erum við sterkari og við erum öll með sama markmið. Það er annars vegar árangur fyrir Íslands hönd og hins vegar risastóra markmiðið sem eru börnin okkar.“ „Við erum uppeldishreyfingar þannig að ef við vinnum saman þá verður það til góðs fyrir alla,“ sagði Vanda að lokum. Kosið verður til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins þann 26. febrúar næstkomandi, en viðtalið við Vöndu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vanda býður sig fram til áframhaldandi formennsku KSÍ Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira
Vanda hefur gegnt starfi formanns KSÍ frá því í byrjun október á síðasta ári eftir að hafa verið kosin til embættis á aukaþingi sambandsins. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu formannst aðildarsambands evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, en hún er sú eina sem hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns KSÍ. „Ég er mjög stolt af þeim árangri sem við höfum náð á erfiðum tímum, en núna er einhvernveginn bjart framundan og ég hef brennandi áhuga og ástríðu fyrir því að taka þátt í þessari uppbyggingu,“ sagði Vanda í samtali við Stöð 2 í gær. Umræðan um nýjan þjóðarleikvang hefur verið hávær síðustu ár og þá sérstaklega á undanförnum vikum. Vanda segist bíða spennt eftir því að fyrsta skóflustungan verði tekin, hvenær svo sem það verður. Hún segir einnig mikilvægt að sérsamböndin vinni saman í þessum málum. „Mér finnst mjög mikilvægt - og ég hef sagt það við þá líka - að við séum ekki að stinga hvert annað í bakið eða að ég sé einhvern veginn að stíga upp á aðra til að koma mér ofar. Við erum saman í þessu íþróttahreyfingin. Saman erum við sterkari og við erum öll með sama markmið. Það er annars vegar árangur fyrir Íslands hönd og hins vegar risastóra markmiðið sem eru börnin okkar.“ „Við erum uppeldishreyfingar þannig að ef við vinnum saman þá verður það til góðs fyrir alla,“ sagði Vanda að lokum. Kosið verður til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins þann 26. febrúar næstkomandi, en viðtalið við Vöndu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vanda býður sig fram til áframhaldandi formennsku
KSÍ Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira