Fótbolti

Albert Guðmundsson og félagar úr leik þrátt fyrir sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Albert Guðmundsson kom inn af varamannabekk AZ Alkmaar í kvöld.
Albert Guðmundsson kom inn af varamannabekk AZ Alkmaar í kvöld. ANP Sport via Getty Images

Albert Guðmundsson og félagar hans í hollenska liðinu AZ Alkmaar tóku á móti Celtic frá skotlandi í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Albert og félagar unnu leikinn 2-1, en Skotarnir unnu fyrri leikinn 2-0 og fara því áfram á samanlögðum úrslitum.

Albert byrjaði á bekknum hjá hollenska liðinu, en það voru Skotarnir sem tóku forystuna strax á þriðju mínútu með marki frá Kyogo Furuhashi.

Zakaria Aboukhla, jafna'i metin fyrir AZ Alkmaar þremur mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Hobie Verhulst.

Hollenska liðið tók svo forystuna á 26. mínútu þegar að Carl Starfelt varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Staðan í hálfleik var því 2-1, og það breyttist ekki í seinni hálfleik. Það er því Celtic frá Skotlandi sem verður í pottinum þegar dregið verður í riðla Evrópudeildarinnar á morgun eftir smanlagðan 3-2 sigur. Albert og félagar fara hinsvegar í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×