Fótbolti

Matthías: Mikilvægast að fá fyrsta sigurinn í langan tíma

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Matthías Vilhjálmsson var ánægður með sigur FH í Sambandsdeild Evrópu.
Matthías Vilhjálmsson var ánægður með sigur FH í Sambandsdeild Evrópu. Vísir/Bára Dröfn

Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, var sáttur með 1-0 sigur síns liðs á Sligo Rovers í Sambandsdeildinni í kvöld.

„Ég er mjög sáttur, sérstaklega með að vinna þennan leik og halda hreinu, það var mikilvægt fyrir okkur enda langt síðan síðast, en þetta er þó bara fyrri hálfleikurinn,” byrjaði Matthías á að segja.

Aðspurður út í spilamennsku liðsins sagði Matthías að hún hafi verið fín á köflum.

„Spilamennskan var fín á köflum. Við erum auðvitað lið sem er búið að vera í smá niðursveiflu og maður sá það kannski í einhverjum sendingum en við spiluðum fínt inni á milli. Við vitum að ef við lögum þetta þá erum við gott lið, en fyrst og fremst mikilvægast að fá fyrsta sigurinn í langan tíma.”

FH-ingar áttu þó nokkuð af misheppnuðum sendingum í leiknum sem komu í veg fyrir álitlegar sóknir.

„Já það voru nokkur þannig skipti og við kannski að tapa boltanum of oft en það er oft þannig hjá liði sem hefur verið að ströggla. En við tökum bara það jákvæða úr þessu,” endaði Matthías á að segja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×