Fótbolti

Krakkarnir eins og beljur á svelli | Sendur í sóttkví út af pabba

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessir ungu drengir voru í stuði í dag.
Þessir ungu drengir voru í stuði í dag. vísir/s2s

Þórður Einarsson, knattspyrnuþjálfari í Þrótti, segir mikla gleði hjá iðkendum félagsins að geta loksins byrjað að æfa á nýjan leik eftir að höftum um samkomubann var létt í gær. Guðjón Guðmundsson leit við í Laugardalnum.

Það var létt yfir krökkunum í Þrótti sem voru mættir til æfinga í dag en þeir höfðu ekki fengið að mæta á skipulagða æfingu í tæpa tvo mánuði er kom að gærdeginum.

„Ég held að það sé óhætt að segja að krakkarnir hafi beðið með örvæntingu eftir þessu. Þeir hafa verið að leika sér en það var kominn tími til þess að þeir fengu að vera með félögum sínum í fótboltanum,“ sagði Þórður Einarsson.

„Ég held að öll félög hafi farið í gegnum talsverða vinnu til þess að skipuleggja starfið, bæði núna og ekki síður starfið á meðan við vorum í þessu æfingabanni. Við þurftum að hafa mikið fyrir því að búa til æfingar fyrir krakkana til að hafa eitthvað við að vera.“

„Það er frábær aðstaða hérna yfir sumarið en á veturna er þetta dálítið þröngt. Það hafa kannski verið þrir flokkar á æfingu á sama tíma og þá er margt á vellinum. Ég held að krakkarnir séu eins beljur á svelli og allt að gerast.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Þar er meðal annars rætt við tvo unga drengi en annar þeirra þurfti í sóttkví vegna pabba síns. Skemmtilegt innslag úr Sportpakka kvöldsins.

Klippa: Sportpakkinn - Krakkarnir byrjaðir að æfa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×