Sport

Dag­skráin í dag: Spænski körfu- og fót­boltinn á­samt enska boltanum og golfi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason og félagar verða í beinni í dag.
Tryggvi Snær Hlinason og félagar verða í beinni í dag. Vísir/Getty

Alls eru fimm beinar útsendingar á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í kvöld. Tveir fótboltaleikir, einn körfuboltaleikur og tvö golfmót.

Stöð 2 Sport 2

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza eru í beinni frá 17.20 til 19.35. Mæta þeir Unicaja á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Tryggvi hefur átt góða leiki undanfarið þó gengi Zaragoza hafi ekki verið upp á marga fiska.

Beint eftir leik Tryggva færum við okkur yfir í ástríðuna á Englandi þar sem topplið ensku B-deildarinnar, Reading, heimsækir Coventry City. Tvö lið þar sem íslenskir leikmenn eiga töluverða sögu en því miður verður enginn í liðinu að þessu sinni.

Stöð 2 Sport 4

Fyrir fótboltafíklana er einnig annar leikur á dagskrá en sá er frá Spáni. Leikur Eibar og Cádiz er í beinni útsendingu klukkan 19.50.

Golfstöðin

Frá 09.30 til 14.45 sýnum við beint frá Aphrodite Hills Cyprus Open á Evrópumótaröðinni. Frá 16.00 til 19.00 er svo Bermunda Championship á PGA-mótaröðinni á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×