Íslenski boltinn

Jafnt í Mosfellsbænum | ÍA sendi Fjölni niður um deild

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Augnablik náði í stig í Mosfellsbænum í kvöld en átti ef til vill að fá öll þrjú.
Augnablik náði í stig í Mosfellsbænum í kvöld en átti ef til vill að fá öll þrjú. Vísir/Sigurbjörn Óskarsson

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Afturelding gerði jafntefli við Augnablik á heimavelli í Lengjudeild kvenna. ÍA sendi Fjölni niður í 2. deild og Keflvík valtaði yfir Víking Reykjavík.

Leikur Aftureldingar og Augnabliks var sýndur í beinni útsendingu og lauk með 1-1 jafntefli. Þórhildur Þórhallsdóttir kom gestunum yfir með frábæri marki í fyrri hálfleik. Soffía Ummarin Kristinsdóttir kom inn af bekknum hjá Aftureldingu og jafnaði metin í síðari hálfleik.

Augnablik sótti stíft undir lok leiks og hélt Eva Ýr Helgadóttir, markvörður Aftureldingar, hélt þeim inn í leiknum. Sigur gestanna hefði lyft þeim upp yfir Mosfellinga í töflunni en jafnteflið þýðir að liðin eru með 25 og 22 stig í 4. og 5. sæti deildarinnar.

Í Fossvogi var Keflavík í heimsókn en gestirnir eru þegar búnir að bóka sæti sitt í Pepsi Max deildinni að ári. Keflavík vann öruggan 5-1 sigur og heldur enn í vonina með að ná efsta sæti deildarinnar. Liðið er sem stendur í 2. sæti með 39 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Tindastóls þegar tvær umferðir eru eftir.

Víkingur er í 7. sæti með 18 stig.

Þá vann ÍA 2-0 sigur á Fjölni í lokaleik dagsins sem þýðir að Fjölnir er fallið úr Lengjudeildinni og ÍA hefur þar með tryggt sæti sitt að ári. Fjölnir er með 15 stig á meðan Fjölnir er með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×