Afturelding

Fréttamynd

„Ég bara há­grét í leiks­lok“

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var í skýjunum eftir að liðið sigraði Keflavík í umspili um sæti í Bestu deild karla.Afturelding hefur leikið í neðri deildum á Íslandi samfleytt síðan 1973 og var þetta gríðarlega stór stund fyrir þjálfarann og var hann skiljanlega hrærður í leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við Mosfellingar erum öðru­vísi, við erum sér­stakir“

„Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom hingað. Mig langaði að hjálpa þessum geggjuðu strákum að komast aftur í úrslitaleikinn. Nú er bara eitt í boði, það er að vinna þetta,“ sagði markmaðurinn Jökull Andrésson sem er á leiðinni með Aftureldingu í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti í Bestu deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kefl­víkingar unnu Suður­nesja­slaginn

Keflavík vann sinn fimmta sigur í röð í Lengjudeild karla þegar liðið lagði nágranna sína úr Grindavík að velli í kvöld. Afturelding og Leiknir gerðu jafntefli í hinum leik kvöldsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þegar mamma er glöð, þá eru allir glaðir“

Það eru margir sem ráku upp stór augu þegar að Aftur­elding greindi frá því að mark­vörðurinn Jökull Andrés­son kæmi á láni til fé­lagsins frá enska liðinu Rea­ding. Þar með tekur hann slaginn með liðinu í Lengju­deildinni út tíma­bilið. Það eru margir á því að Jökull gæti spilað á hærra getu­stigi. Hann elskar hins vegar pressuna sem fylgir því að vera kominn aftur í upp­eldis­fé­lagið í Mos­fells­bæ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heldur út í at­vinnu­mennsku og ætlar sér fast sæti í lands­liðinu

Komið er að tíma­mótum á ferli skyttunnar ungu, Þor­steins Leós Gunnars­sonar. Hann kveður nú upp­eldis­fé­lag sitt Aftur­eldingu með trega og heldur út í at­vinnu­mennskuna í Portúgal þar sem að hann hefur samið við Porto. Mark­mið Þor­steins næstu árin á hans ferli snúa mikið að ís­lenska lands­liðinu. Hann ætlar sér að verða fasta­maður í því liði.

Handbolti
Fréttamynd

Aftur­elding getur knúið fram odda­leik í kvöld

FH getur með sigri gegn Aftureldingu í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta í fyrsta sinn síðan árið 2011. Með sigri í kvöld knýr Afturelding fram oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, sem færi fram næsta sunnudag í Kaplakrika.

Handbolti