Rodriguez skrifar undir hjá Everton á morgun | Doucoure og Allan á leiðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 21:00 Ancelotti og Rodriguez þekkjast ágætlega en Ancelotti þjálfaði hann hjá Real Madrid sem og Bayern München. Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images Kólumbíski miðjumaðurinn James Rodriguez mun skrifa undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton á morgun ef marka má Phil McNulty, blaðamann BBC. Samkvæmt heimildum Sky Sports fór Rodriguez í læknisskoðun í dag. Félagaskiptin hafa legið í loftinu í dágóðan tíma en Carlo Ancelotti – þjálfari Everton – þjálfaði Rodriguez hjá bæði Real Madrid og Bayern München. Rodriguez væri fyrstu alvöru leikmannakaup Ancelotti síðan hann tók við stjórnartaumum Everton í desember á síðasta ári. Leikmaðurinn hefur verið í algjöru aukahlutverki hjá Real Madrid undanfarin misseri og var til að mynda lánaður til Þýskalandsmeistara Bayern. Leikmaðurinn á aðeins ár eftir af samningi sínum við Real og því er talið að Everton fái hann fyrir í kringum 20 milljónir punda. Talið er að hinn 29 ára gamli Rodriguez skrifi undir þriggja ára samning við Bítlaborgarfélagið á morgun. Rodriguez hefur aðallega spilað í „tíunni,“ það er að segja í holunni fyrir aftan sóknarmanninn. Síðan Ancelotti tók við hefur hann aðallega spilað hefðbundið 4-4-2 leikkerfi og því áhugavert að sjá hvort hann breyti um taktík með tilkomu Rodriguez eða hvort Kólumbíumaðurinn muni ef til vill leika á kantinum. After completing deals for James Rodriguez and Allan, Everton are now one step away from signing also Abdoulaye Doucouré. 25m to Watford possible final fee but some detail still to be resolved. Personal terms ok. Ancelotti is making business... #EFC #Everton— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2020 McNulty segir Everton einnig svo gott sem búið að fjárfesta í hinum 27 ára gamla Abdoulaye Doucoure, miðjumanni Watford, á 25 milljónir punda. Þá ku Allan, 29 ára miðjumaður Napoli, vera á leiðinni í raðir félagsins en Ancelotti þekkir hann frá tíma sínum með ítalska félagið. James Rodriguez and Allan will both undergo medicals tomorrow before completing deals to join Everton.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 1, 2020 Það er því ljóst að landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun eiga undir högg að sækja á komandi tímabili fyrst Ancelotti er að kaupa þrjá leikmenn sem spila allir sömu stöður og íslenski miðjumaðurinn. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Kólumbíski miðjumaðurinn James Rodriguez mun skrifa undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton á morgun ef marka má Phil McNulty, blaðamann BBC. Samkvæmt heimildum Sky Sports fór Rodriguez í læknisskoðun í dag. Félagaskiptin hafa legið í loftinu í dágóðan tíma en Carlo Ancelotti – þjálfari Everton – þjálfaði Rodriguez hjá bæði Real Madrid og Bayern München. Rodriguez væri fyrstu alvöru leikmannakaup Ancelotti síðan hann tók við stjórnartaumum Everton í desember á síðasta ári. Leikmaðurinn hefur verið í algjöru aukahlutverki hjá Real Madrid undanfarin misseri og var til að mynda lánaður til Þýskalandsmeistara Bayern. Leikmaðurinn á aðeins ár eftir af samningi sínum við Real og því er talið að Everton fái hann fyrir í kringum 20 milljónir punda. Talið er að hinn 29 ára gamli Rodriguez skrifi undir þriggja ára samning við Bítlaborgarfélagið á morgun. Rodriguez hefur aðallega spilað í „tíunni,“ það er að segja í holunni fyrir aftan sóknarmanninn. Síðan Ancelotti tók við hefur hann aðallega spilað hefðbundið 4-4-2 leikkerfi og því áhugavert að sjá hvort hann breyti um taktík með tilkomu Rodriguez eða hvort Kólumbíumaðurinn muni ef til vill leika á kantinum. After completing deals for James Rodriguez and Allan, Everton are now one step away from signing also Abdoulaye Doucouré. 25m to Watford possible final fee but some detail still to be resolved. Personal terms ok. Ancelotti is making business... #EFC #Everton— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2020 McNulty segir Everton einnig svo gott sem búið að fjárfesta í hinum 27 ára gamla Abdoulaye Doucoure, miðjumanni Watford, á 25 milljónir punda. Þá ku Allan, 29 ára miðjumaður Napoli, vera á leiðinni í raðir félagsins en Ancelotti þekkir hann frá tíma sínum með ítalska félagið. James Rodriguez and Allan will both undergo medicals tomorrow before completing deals to join Everton.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 1, 2020 Það er því ljóst að landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun eiga undir högg að sækja á komandi tímabili fyrst Ancelotti er að kaupa þrjá leikmenn sem spila allir sömu stöður og íslenski miðjumaðurinn.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30