Banaslys í Hestfirði: Sofnaði líklega undir stýri og lenti á grjóti sem til stóð að fjarlægja Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2020 12:15 Mynd af grjótinu sem bíllinn lenti á. Skjáskot/RNSA Ökumaður sendibifreiðar, sem lést þegar bifreiðin hafnaði utan vegar og á grjóti við veginn í Hestfirði sumarið 2018, sofnaði líklega undir stýri. Þá höfðu verið gerðar ráðstafanir til að fjarlægja grjótið áður en slysið varð en tafir urðu á grjóthreinsun vegna votviðris vikurnar á undan. Þetta kemur fram í lokaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, RNSA, sem birt var í dag. Slysið varð þann 13. júní 2018 með þeim hætti að ökumaður sendibifreiðarinnar missti stjórn á henni í Djúpvegi í Hestfirði. Bifreiðin fór út fyrir veg og lenti á stóru grjóti sem hafði fallið úr hlíð fyrir ofan veginn, ofan í nærliggjandi vatnsrás. Einn farþegi var í bílnum sem hlaut talsverða áverka og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Engin hemlaför á veginum Í skýrslu RNSA segir að veður hafi verið gott, þurrt, bjart og nánast logn. Sjá mátti för eftir bifreiðina í vegöxlinni fjallsmegin vegarins en för sýndu að bílnum var ekið yfir á öfugan vegarhelming og út af veginum. Vinstra framhorn bifreiðarinnar lenti á grjótinu og afturendi hennar kastaðist aftur upp á veginn, þar sem hún stöðvaðist. Talsverð aflögun varð á bifreiðinni, einkum ökumannsins. Haft er eftir vitni, sem ók á undan sendibifreiðinni og sá slysið í baksýnisspegli, að bifreiðin hafi sveigt lítillega til vinstri. Ekki hefði verið að sjá að reynt hefði verið að sveigja henni aftur inn á veginn og styðja ummerki á vettvangi þessa frásögn. Engin hemla- eða skriðför sáust á slitlagi. Hjólför í vegfláanum mældust 52 metrar og þyngd grjótsins sem bifreiðin lenti á var metin um 6 tonn. Skýringarmynd af vettvangi slyssins.Skjáskot/RNSA Farþegi líklega ekki í belti Farþeginn hlaut talsverða áverka í slysinu, líkt og áður segir. Öryggisbeltið í farþegasætinu lá faststrekkt upp við póstann sem bendir til þess að það hafi ekki verið í notkun, að því er segir í skýrslu RNSA. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúðar í stýri og fyrir framan farþega sprungu út í slysinu. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka, að því er segir í skýrslunni. Þá benda ummerki á vettvangi og frásagnir vitna til þess að ökuhraði hafi verið innan hámarkshraða, auk þess sem ökumaðurinn var ekki undir áhrifum áfengis eða lyfja. Rannsóknarnefndin telur sennilegt að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri og bifreiðin runnið út af veginum. Þá hafi stóra grjótið við veginn ollið mikilli aflögun í ökumannsrýminu og ökumaðurinn hlotið banvæna áverka. Árleg grjóthreinsun tafðist Nefndin beinir því til veghaldara að skoða hvort hægt sé að takmarka frekar þá hættu sem stafar af reglulegu grjóthruni úr hlíðinni fyrir ofan veginn. Þá hafi grjótið sem bifreiðin lenti á verið innan sex metra öryggissvæðis vegarins samkvæmt vegstaðli. Grjótið hafi jafnframt nýlega fallið í vegrásina og ráðstafanir höfðu verið gerðar til að fjarlægja það. Árleg grjóthreinsun á vatnsrásinni hafi tafist sökum votrar tíðar vikurnar á undan en hreinsunin var gerð skömmu eftir slysið. Lögreglumál Samgönguslys Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss í Hestfirði Mikill viðbúnaður er vegna slyssins. 13. júní 2018 17:34 Banaslys í Hestfirði Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. 13. júní 2018 20:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Ökumaður sendibifreiðar, sem lést þegar bifreiðin hafnaði utan vegar og á grjóti við veginn í Hestfirði sumarið 2018, sofnaði líklega undir stýri. Þá höfðu verið gerðar ráðstafanir til að fjarlægja grjótið áður en slysið varð en tafir urðu á grjóthreinsun vegna votviðris vikurnar á undan. Þetta kemur fram í lokaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, RNSA, sem birt var í dag. Slysið varð þann 13. júní 2018 með þeim hætti að ökumaður sendibifreiðarinnar missti stjórn á henni í Djúpvegi í Hestfirði. Bifreiðin fór út fyrir veg og lenti á stóru grjóti sem hafði fallið úr hlíð fyrir ofan veginn, ofan í nærliggjandi vatnsrás. Einn farþegi var í bílnum sem hlaut talsverða áverka og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Engin hemlaför á veginum Í skýrslu RNSA segir að veður hafi verið gott, þurrt, bjart og nánast logn. Sjá mátti för eftir bifreiðina í vegöxlinni fjallsmegin vegarins en för sýndu að bílnum var ekið yfir á öfugan vegarhelming og út af veginum. Vinstra framhorn bifreiðarinnar lenti á grjótinu og afturendi hennar kastaðist aftur upp á veginn, þar sem hún stöðvaðist. Talsverð aflögun varð á bifreiðinni, einkum ökumannsins. Haft er eftir vitni, sem ók á undan sendibifreiðinni og sá slysið í baksýnisspegli, að bifreiðin hafi sveigt lítillega til vinstri. Ekki hefði verið að sjá að reynt hefði verið að sveigja henni aftur inn á veginn og styðja ummerki á vettvangi þessa frásögn. Engin hemla- eða skriðför sáust á slitlagi. Hjólför í vegfláanum mældust 52 metrar og þyngd grjótsins sem bifreiðin lenti á var metin um 6 tonn. Skýringarmynd af vettvangi slyssins.Skjáskot/RNSA Farþegi líklega ekki í belti Farþeginn hlaut talsverða áverka í slysinu, líkt og áður segir. Öryggisbeltið í farþegasætinu lá faststrekkt upp við póstann sem bendir til þess að það hafi ekki verið í notkun, að því er segir í skýrslu RNSA. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúðar í stýri og fyrir framan farþega sprungu út í slysinu. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka, að því er segir í skýrslunni. Þá benda ummerki á vettvangi og frásagnir vitna til þess að ökuhraði hafi verið innan hámarkshraða, auk þess sem ökumaðurinn var ekki undir áhrifum áfengis eða lyfja. Rannsóknarnefndin telur sennilegt að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri og bifreiðin runnið út af veginum. Þá hafi stóra grjótið við veginn ollið mikilli aflögun í ökumannsrýminu og ökumaðurinn hlotið banvæna áverka. Árleg grjóthreinsun tafðist Nefndin beinir því til veghaldara að skoða hvort hægt sé að takmarka frekar þá hættu sem stafar af reglulegu grjóthruni úr hlíðinni fyrir ofan veginn. Þá hafi grjótið sem bifreiðin lenti á verið innan sex metra öryggissvæðis vegarins samkvæmt vegstaðli. Grjótið hafi jafnframt nýlega fallið í vegrásina og ráðstafanir höfðu verið gerðar til að fjarlægja það. Árleg grjóthreinsun á vatnsrásinni hafi tafist sökum votrar tíðar vikurnar á undan en hreinsunin var gerð skömmu eftir slysið.
Lögreglumál Samgönguslys Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss í Hestfirði Mikill viðbúnaður er vegna slyssins. 13. júní 2018 17:34 Banaslys í Hestfirði Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. 13. júní 2018 20:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss í Hestfirði Mikill viðbúnaður er vegna slyssins. 13. júní 2018 17:34
Banaslys í Hestfirði Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. 13. júní 2018 20:07