Innlent

Segir lög­reglu­mann sem njósnaði hafa gert mis­tök

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu segir að mál Lúðvíks Kristinssonar, lögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna njósna, sé litið alvarlegum augum. Ríkislögreglustjóri telur ástæðu til að endurskoða reglur um aukastörf lögreglumanna.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum, rætt við Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar og formann Landssambands lögreglumanna, sem segir lögreglumanninn hafa gert mistök. Þá verður rætt við Vilhjálm Bjarnason, einn þeirra sem njósnað var um, í myndveri.

Sautján ára piltur hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ráða hinni sautján ára gömlu Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt í fyrra. Afbrotafræðingur segir dóminn þungan miðað við ungan aldur drengsins.

Vel getur verið að Icelandair hefji aftur flug til Hornafjarðar en það gæti breytt forsendum ákvörðunar flugfélagsins að hætta flugferðum til Ísafjarðar á næsta ári.

Við verðum í beinni útsendingu frá opnun listasýningar í Gerðasafni, þar sem útsaumur fær að ráða ríkjum.

Í íþróttafréttunum tökum við stöðuna á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrirliða Beyern Munchen, sem náði sögulegum árangri með liði sínu í morgun og við rýnum í forsetakosningar hjá ÍSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×