Fótbolti

Þúsundir gesta skemmtu sér á Norðurálsmótinu

Sindri Sverrisson skrifar
Glaðbeittir Eyjamenn á Norðurálsmótinu á Akranesi.
Glaðbeittir Eyjamenn á Norðurálsmótinu á Akranesi. MYND/STÖÐ 2

Knattspyrnumenn framtíðarinnar skemmtu sér vel á Akranesi um helgina þar sem Norðurálsmótið í fótbolta fór fram. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, var að sjálfsögðu á staðnum og tók púlsinn á keppendum og fleirum.

Á Norðurálsmótinu keppa strákar úr 7. flokki og er um fyrsta „gistimótið“ að ræða hjá þeim. Í ár var 8. flokkur einnig með en hann spilaði á fimmtudag. Talið er að allt að 5.000 manns hafi verið á Akranesi þegar mest var.

„Ef við tökum bæði mótin saman þá vorum við með svipaða þátttöku og var í fyrra. Það var metþátttaka, þar sem um 1.500 krakkar voru rétt eins og keppnisdagana fjóra í ár,“ sagði Hlini Baldursson, mótsstjóri.

Kristján Kári, sonur Kára Kristjáns Kristjánssonar landsliðsmanns í handbolta, var einn af keppendum mótsins og ræddi við Gaupa. Eins og sjá má í innslaginu hér að neðan var létt yfir honum og félögum hans í ÍBV. 

Þáttur um mótið verður sýndur á Stöð 2 Sport á næstunni.

Klippa: Sportpakkinn - Gleði á Norðurálsmótinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×