Sænsk knattspyrnulið skipuleggja æfingamót í maí og forsætisráðherrann er ekki sáttur Anton Ingi Leifsson skrifar 16. apríl 2020 08:30 Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AIK þurfa að bíða með að byrja tímabilið í sænsku úrvalsdeildinni en leika þó æfingaleiki. VÍSIR/GETTY Stefan Löfven, sem hefur verið forsætisráðherra Svía frá árinu 2014, er mjög ósáttur með sænsk knattspyrnulið og segir að þau séu ekki að hjálpa sænsku samfélagi í baráttunni gegn kórónuveirunni með því að vera spila fótboltaleiki. Nokkur lið í efstu deild sænska boltans hafa skipulagt æfingamót í maímánuði en Svíarnir hafa verið að æfa að undanförnu. Þeir ætla að spila æfingaleiki í maí og búa sig undir það að hefja mótið í júní. Á meðal æfingaleikja sem eru á dagskránni er slagurinn um Stokkhólm, milli Hammarby og Djurgården, en Löfven er einn þeirra sem hefur lítinn húmor fyrir þessu. Löfven står fast vid svensk coronastrategi: Den hållerhttps://t.co/gSgEvkSppc— Aftonbladet (@Aftonbladet) April 15, 2020 „Mér finnst þetta vera ábyrgðarlaust og ekki nauðsynlegt. Ég elska fótbolta og ég vil horfa á hann eins oft og ég get en núna er ekki tíminn til þess að spila meistaraflokksleiki,“ sagði Löfven við Aftonbladet. „Allir sem hafa spilað á þessu stigi vita að það líður í mesta lagi ein mínúta á milli þess að maður fer í návigi og þá getur maður smitað hvorn annan en einnig meitt sig og þar með tekið pláss á spítalanum sem aðrir hafa þörf á.“ Hann bætir við að lokum að hann hafi ekki hugsað sér að grípa inn í né láta sænska knattspyrnusambandið grípa inn í. Hann segir að fótboltaheimurinn þurfi að ákveða sig sjálfur hvað hann gerir. Sænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Stefan Löfven, sem hefur verið forsætisráðherra Svía frá árinu 2014, er mjög ósáttur með sænsk knattspyrnulið og segir að þau séu ekki að hjálpa sænsku samfélagi í baráttunni gegn kórónuveirunni með því að vera spila fótboltaleiki. Nokkur lið í efstu deild sænska boltans hafa skipulagt æfingamót í maímánuði en Svíarnir hafa verið að æfa að undanförnu. Þeir ætla að spila æfingaleiki í maí og búa sig undir það að hefja mótið í júní. Á meðal æfingaleikja sem eru á dagskránni er slagurinn um Stokkhólm, milli Hammarby og Djurgården, en Löfven er einn þeirra sem hefur lítinn húmor fyrir þessu. Löfven står fast vid svensk coronastrategi: Den hållerhttps://t.co/gSgEvkSppc— Aftonbladet (@Aftonbladet) April 15, 2020 „Mér finnst þetta vera ábyrgðarlaust og ekki nauðsynlegt. Ég elska fótbolta og ég vil horfa á hann eins oft og ég get en núna er ekki tíminn til þess að spila meistaraflokksleiki,“ sagði Löfven við Aftonbladet. „Allir sem hafa spilað á þessu stigi vita að það líður í mesta lagi ein mínúta á milli þess að maður fer í návigi og þá getur maður smitað hvorn annan en einnig meitt sig og þar með tekið pláss á spítalanum sem aðrir hafa þörf á.“ Hann bætir við að lokum að hann hafi ekki hugsað sér að grípa inn í né láta sænska knattspyrnusambandið grípa inn í. Hann segir að fótboltaheimurinn þurfi að ákveða sig sjálfur hvað hann gerir.
Sænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira