Fótbolti

Hlín: Mjög ánægð með að ná að skora áður en ég fór útaf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
„Mér líður bara rosalega vel. Það var mjög gott að við svöruðum almennilega fyrir okkur í síðari hálfleik og náðum í þrjú stig,“ sagði Hlín Eiríksdóttir um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

 

Hlín var að leika sinn fyrsta keppnisleik fyrir A-landslið Íslands og gerði um leið sitt fyrsta mark í keppnsileik fyrir liðið. Fyrir hafði leikið átta æfingaleiki og skorað í þeim tvö mörk.

 

„Ég eiginlega veit það ekki. Við missum einbeitinguna, förum að gera annað en var lagt upp með og þá ná þær að setja á okkur mark og ég bara veit það ekki. Gott að við komum sterkar inn í síðari hálfleik og sýndum karakter,“ sagði markaskorarinn ungi um hvað gerðist hjá íslenska liðinu eftir frábærar fyrstu 10-15 mínútur leiksins.

 

Hlín var tekin af velli um leið og hún skoraði en hún sagðist skilja og virða ákvörðun þjálfarans.

„Ég var orðin þreytt og mér finnst mjög skiljanlegt að skipta á þessum tímapunkti og setja ferska fætur inn á. Ég var aðallega mjög ánægð með að ná að skora áður en ég fór útaf.“

„Ég vona það. Hef verið mjög ánægð með mína frammistöðu í þeim leikjum sem ég fengið sénsinn. Var ekki alveg nægilega ánægð með fyrri hálfleikinn í dag en mér fannst ég koma sterk inn í seinni hálfleikinn eins og allt liðið,“ sagði hin 19 ára gamla Hlín Eiríksdóttir að lokum þegar hún var spurð út í hvort hún væri ekki búin að sýna það að hún ætti svo sannarlega heima í íslenska A-landsliðinu.


Tengdar fréttir

Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja

Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×