Guðlaugur Þór styður Guaidó Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2019 19:16 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tilkynnt að íslensk yfirvöld styðji Juan Guaidó sem bráðabirgða forseta Venesúela. „Boða ætti til frjálsra og heiðarlegra kosninga og virða vilja fólksins,“ segir Guðlaugur Þór á Twitter. Iceland supports @jguaido as the Interim President of Venezuela. Free and fair elections should now be called and the will of the people respected.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) February 4, 2019 Juan Guaidó lýsti sig sjálfan forseta á dögunum en um tuttugu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt hann sem forseta en Rússland og Kína hafa varið Nicolas Maduro, sitjandi forseta Venesúela.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekkiGetty/Chris FaigaLeiðtorgar Evrópusambandsins höfðu gefið Maduro frest til sunnudags til að boða til nýrra forsetakosninga. Greint var frá því í morgun að stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Svíþjóð hafi öll viðurkennt Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem lögmætan forseta landsins til bráðabirgða. Svíar og Danir hafa lýst yfir stuðningi við Guaido en Norðmenn eru ekki á sama máli. Nicolas Maduro hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013.epaMaduro hefur hótað að sú pólitíska krísa sem ríkir í landinu gæti komið af stað borgarastyrjöld í en Guaidó hefur látið þær hótanir sem vind um eyru þjóta. Maduro tók við embætti forseta Venesúela árið 2013 eftir að forseti landsins, Huga Chavez, hafði fallið frá . Maduro hefur verið fordæmdur fyrir mannréttinda brot og fyrir óstjórn á ríkissjóði landsins. Lyfja- og fæðuskortur hefur ríkt í landinu og verðbólgan í landinu varð til þess að verð á vörum tvöfaldaðist á nítján daga fresti í fyrra. Hafa margir sýnt andstöðu sína í verki með því að flytja frá Venesúela en samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa þrjár milljónir íbúa yfirgefið Venesúela frá árinu 2014 þegar efnahagsþrengingar fóru að segja til sín. Juan Guaidó leiðir stjórnarandstöðuna í landinu en hún álítur Maduro valdaræninga og telur kosningar síðasta árs ólöglegar. Utanríkismál Venesúela Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tilkynnt að íslensk yfirvöld styðji Juan Guaidó sem bráðabirgða forseta Venesúela. „Boða ætti til frjálsra og heiðarlegra kosninga og virða vilja fólksins,“ segir Guðlaugur Þór á Twitter. Iceland supports @jguaido as the Interim President of Venezuela. Free and fair elections should now be called and the will of the people respected.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) February 4, 2019 Juan Guaidó lýsti sig sjálfan forseta á dögunum en um tuttugu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt hann sem forseta en Rússland og Kína hafa varið Nicolas Maduro, sitjandi forseta Venesúela.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekkiGetty/Chris FaigaLeiðtorgar Evrópusambandsins höfðu gefið Maduro frest til sunnudags til að boða til nýrra forsetakosninga. Greint var frá því í morgun að stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Svíþjóð hafi öll viðurkennt Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem lögmætan forseta landsins til bráðabirgða. Svíar og Danir hafa lýst yfir stuðningi við Guaido en Norðmenn eru ekki á sama máli. Nicolas Maduro hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013.epaMaduro hefur hótað að sú pólitíska krísa sem ríkir í landinu gæti komið af stað borgarastyrjöld í en Guaidó hefur látið þær hótanir sem vind um eyru þjóta. Maduro tók við embætti forseta Venesúela árið 2013 eftir að forseti landsins, Huga Chavez, hafði fallið frá . Maduro hefur verið fordæmdur fyrir mannréttinda brot og fyrir óstjórn á ríkissjóði landsins. Lyfja- og fæðuskortur hefur ríkt í landinu og verðbólgan í landinu varð til þess að verð á vörum tvöfaldaðist á nítján daga fresti í fyrra. Hafa margir sýnt andstöðu sína í verki með því að flytja frá Venesúela en samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa þrjár milljónir íbúa yfirgefið Venesúela frá árinu 2014 þegar efnahagsþrengingar fóru að segja til sín. Juan Guaidó leiðir stjórnarandstöðuna í landinu en hún álítur Maduro valdaræninga og telur kosningar síðasta árs ólöglegar.
Utanríkismál Venesúela Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira