Fótbolti

Strákarnir geta sett saman Billy-hillur eftir leik eða kíkt í H&M

Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar
Kybunpark stendur við IKEA og undir vellinum er stór verslunarmiðstöð.
Kybunpark stendur við IKEA og undir vellinum er stór verslunarmiðstöð. mynd/kybunpark
Strákarnir okkar hefja leik í Þjóðadeildinni á laugardaginn þegar að liðið mætir Sviss í St. Gallen klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Þetta er fyrsti leikur Erik Hamrén sem landsliðsþjálfara Íslands.

Leikurinn fer fram á Kybunpark í St. Gallen en þar spilar samnefnt lið heimaleiki sína í svissnesku úrvalsdeildinni. Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson var á láni hér í borg á síðustu leiktíð.

Leikvangurinn er glæsilegur og tekur rétt tæplega 20.000 manns í sæti en hann var tekinn í notkun árið 2008. Þrjú ár tók að byggja völlinn en svissneska landsliðið hefur spilað 16 landsleiki á Kybunpark, þar af fjóra mótsleiki.

Kybunpark stendur rétt fyrir utan bæinn á svæði þar sem mikið er um verslanir og skrifstofubyggingar. Og talandi um verslanir þá er ekki langt að fara frá vellinum í frægar búðir eins og IKEA og H&M.

Þær eru nefnilega á vellinum sjálfum sem er á efstu hæð í stórri verslunarmiðstöð sem heitir því einfalda nafni Shopping Arena. Strákarnir okkar geta því leikið sér að skrúfa saman hillur eða keppt sér sokka eftir leik til að dreifa huganum ef illa fer á laugardaginn.

Glæsilegur völlur.mynd/kybunpark

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×