Þarf að gera eins og Gulli frændi og stofna bakvarðaskóla til að fá alvöru samkeppni Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 7. september 2018 09:00 Birkir Már Sævarsson er alltaf klár í slaginn. vísir/arnar Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska landsiðsins í fótbolta, bjóst ekkert endilega við því að vera hluti af liðinu á þessum tímapunkti þar sem að hann tók þá ákvörðun að fara heim til Vals að spila í Pepsi-deildinni á síðasta ári. En, eins og alltaf er hann mættur og er enginn sem ógnar þessum frábæra og trausta bakverði í stöðu hans. Hann er einna öruggastur um sitt sæti þegar að Erik Hamrén velur sitt fyrsta byrjunarlið fyrir leikinn á móti Sviss á laugardaginn. „Ég er alltaf valinn þannig að ég mæti,“ segir Birkir hress og kátur en viðurkennir að það kemur honum svolítið á óvart að vera enn í bláu æfingatreyjunni að undirbúa sig fyrir landsleik. „Þegar að ég fór heim síðasta vetur hugsaði ég að ég myndi kannski fá að klára HM og svo yrði þessu slaufað. Það hefði verið allt í lagi því að ég bjóst svo sem við því. En, það eru enn þá not fyrir mig,“ segir hann.Birkir Már hélt að hann væri búinn að kveðja eftir HM en svo er ekki.vísir/vilhelmTil í vængbakvörðinn Náfrændi Birkis er fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson sem ver mark Breiðabliks í Pepsi-deildinni. Gunnleifur hefur lengi verið með sinn eigin markvarðaskóla og kannski þarf Birkir að gera eitthvað svipað til að finna arftaka sinn. „Ég kannski geri eins og Gulli frændi og stofna skóla fyrir mína stöðu. En í alvöru eru fullt af mönnum sem eru á leiðinni upp. Það eru bakverðir í unglingalandsliðunum og það er bara spurning fyrir þá um að taka skrefið. Það þarf oft ekkert svo mikið til. Þetta er oft spurning um heppni og rétt val á félagsliði. Það gæti allt í einu einhver bakvörður dottið inn og við þurfum bara að vona að það gerist. Þangað til mæti ég á meðan einhver vill hafa mig,“ segir Birkir. Valsarinn eldfljóti segir vissulega mun á því að æfa með Val og íslenska landsliðinu þó svo að æfingar Valsmanna séu frægar fyrir að vera hraðar og harðar. „Það er hærra tempó á landsliðsæfingunum og leikmennirnir eru betri, það segir sig sjálft. Maður þarf að færa sig upp á það tempó þó að maður reyni að vera þannig allan tímann. Maður þarf alltaf að vera betri með landsliðinu. Viðbrigðin eru ekki mikil en alltaf eitthvað smá,“ segir Birkir en hvernig líst honum á hugmynd Erik Hamrén um að spila með vængbakverði. Það myndi þýða enn meiri hlaup. „Það er allt í lagi. Ef það er eitthvað sem ég get þá er það að hlaupa. Það er ekki eitthvað sem að hræðir mig. Mig hefur alltaf langað til að spila þessa vængbakvarðastöðu. Hún hefur alltaf heillað mig. Ef það dúkkar upp er ég til í að prófa það,“ segir Birkir Már Sævarsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Guðni Bergs: Erfitt að viðhalda þessum árangri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í Schrun í Austurríki í síðasta skipti í dag. Liðið hélt til St. Gallen eftir æfinguna þar sem liðið mætir Sviss á laugardag. 6. september 2018 22:00 Ari Freyr er klár í slaginn gegn Sviss Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði í síðustu leikjum. 7. september 2018 06:00 Kári Árna: Var eiginlega hættur en erfitt að segja nei Eftir HM í Rússlandi var talið að Kári Árnason væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann gaf það reyndar aldrei út sjálfur og er mættur í íslenska landsliðshópinn sem æfir í Austurríki þessa dagana. 6. september 2018 20:30 Arnór Ingvi um styrkleika Sviss og Belgíu: Skemmtilegra fyrir vikið þegar við vinnum Ísland hefur leik í Þjóðadeild UEFA eftir tvo daga. Arnór Ingvi Traustason segir það verði skemmtilegra að fagna sigri þegar liðið vinnur þessa sterku andstæðinga sem fram undan eru. 6. september 2018 17:29 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska landsiðsins í fótbolta, bjóst ekkert endilega við því að vera hluti af liðinu á þessum tímapunkti þar sem að hann tók þá ákvörðun að fara heim til Vals að spila í Pepsi-deildinni á síðasta ári. En, eins og alltaf er hann mættur og er enginn sem ógnar þessum frábæra og trausta bakverði í stöðu hans. Hann er einna öruggastur um sitt sæti þegar að Erik Hamrén velur sitt fyrsta byrjunarlið fyrir leikinn á móti Sviss á laugardaginn. „Ég er alltaf valinn þannig að ég mæti,“ segir Birkir hress og kátur en viðurkennir að það kemur honum svolítið á óvart að vera enn í bláu æfingatreyjunni að undirbúa sig fyrir landsleik. „Þegar að ég fór heim síðasta vetur hugsaði ég að ég myndi kannski fá að klára HM og svo yrði þessu slaufað. Það hefði verið allt í lagi því að ég bjóst svo sem við því. En, það eru enn þá not fyrir mig,“ segir hann.Birkir Már hélt að hann væri búinn að kveðja eftir HM en svo er ekki.vísir/vilhelmTil í vængbakvörðinn Náfrændi Birkis er fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson sem ver mark Breiðabliks í Pepsi-deildinni. Gunnleifur hefur lengi verið með sinn eigin markvarðaskóla og kannski þarf Birkir að gera eitthvað svipað til að finna arftaka sinn. „Ég kannski geri eins og Gulli frændi og stofna skóla fyrir mína stöðu. En í alvöru eru fullt af mönnum sem eru á leiðinni upp. Það eru bakverðir í unglingalandsliðunum og það er bara spurning fyrir þá um að taka skrefið. Það þarf oft ekkert svo mikið til. Þetta er oft spurning um heppni og rétt val á félagsliði. Það gæti allt í einu einhver bakvörður dottið inn og við þurfum bara að vona að það gerist. Þangað til mæti ég á meðan einhver vill hafa mig,“ segir Birkir. Valsarinn eldfljóti segir vissulega mun á því að æfa með Val og íslenska landsliðinu þó svo að æfingar Valsmanna séu frægar fyrir að vera hraðar og harðar. „Það er hærra tempó á landsliðsæfingunum og leikmennirnir eru betri, það segir sig sjálft. Maður þarf að færa sig upp á það tempó þó að maður reyni að vera þannig allan tímann. Maður þarf alltaf að vera betri með landsliðinu. Viðbrigðin eru ekki mikil en alltaf eitthvað smá,“ segir Birkir en hvernig líst honum á hugmynd Erik Hamrén um að spila með vængbakverði. Það myndi þýða enn meiri hlaup. „Það er allt í lagi. Ef það er eitthvað sem ég get þá er það að hlaupa. Það er ekki eitthvað sem að hræðir mig. Mig hefur alltaf langað til að spila þessa vængbakvarðastöðu. Hún hefur alltaf heillað mig. Ef það dúkkar upp er ég til í að prófa það,“ segir Birkir Már Sævarsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Guðni Bergs: Erfitt að viðhalda þessum árangri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í Schrun í Austurríki í síðasta skipti í dag. Liðið hélt til St. Gallen eftir æfinguna þar sem liðið mætir Sviss á laugardag. 6. september 2018 22:00 Ari Freyr er klár í slaginn gegn Sviss Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði í síðustu leikjum. 7. september 2018 06:00 Kári Árna: Var eiginlega hættur en erfitt að segja nei Eftir HM í Rússlandi var talið að Kári Árnason væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann gaf það reyndar aldrei út sjálfur og er mættur í íslenska landsliðshópinn sem æfir í Austurríki þessa dagana. 6. september 2018 20:30 Arnór Ingvi um styrkleika Sviss og Belgíu: Skemmtilegra fyrir vikið þegar við vinnum Ísland hefur leik í Þjóðadeild UEFA eftir tvo daga. Arnór Ingvi Traustason segir það verði skemmtilegra að fagna sigri þegar liðið vinnur þessa sterku andstæðinga sem fram undan eru. 6. september 2018 17:29 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Guðni Bergs: Erfitt að viðhalda þessum árangri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í Schrun í Austurríki í síðasta skipti í dag. Liðið hélt til St. Gallen eftir æfinguna þar sem liðið mætir Sviss á laugardag. 6. september 2018 22:00
Ari Freyr er klár í slaginn gegn Sviss Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði í síðustu leikjum. 7. september 2018 06:00
Kári Árna: Var eiginlega hættur en erfitt að segja nei Eftir HM í Rússlandi var talið að Kári Árnason væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann gaf það reyndar aldrei út sjálfur og er mættur í íslenska landsliðshópinn sem æfir í Austurríki þessa dagana. 6. september 2018 20:30
Arnór Ingvi um styrkleika Sviss og Belgíu: Skemmtilegra fyrir vikið þegar við vinnum Ísland hefur leik í Þjóðadeild UEFA eftir tvo daga. Arnór Ingvi Traustason segir það verði skemmtilegra að fagna sigri þegar liðið vinnur þessa sterku andstæðinga sem fram undan eru. 6. september 2018 17:29
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti