Fótbolti

Strákarnir æfa í Austurríki fyrir fyrsta leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spænska landsliðið æfði í Schruns fyrir EM 2016.
Spænska landsliðið æfði í Schruns fyrir EM 2016. Vísir/Getty
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn sinn í Þjóðadeildinni á fjallahóteli í Austurríki.

Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagði frá því á blaðamannafundi í dag, að liðið muni fara til Austurríkis og gista þar í fallegum bæ sem heitir Schruns.

Schruns er í vesturhluta Austurríki ekki langt frá landamærunum við Sviss.  „Þetta er gríðarlega fallegur bær,“ sagði Freyr.

Freyr sagði frá því að stórar þjóðir og stórir fóyboltaklúbbar í Evrópu hafa nýtt sér góða aðstöðu í Schruns til að undirbúa sig.

Það er mjög þekkt að atvinnumannalið fari í Alpana til að undirbúa sig fyrir komandi keppnistímabil.  Spænska landsliðið æfði líka þarna í lokaundirbúningi sínum fyrir EM í Frakklandi 2016.

Liðið er bara fimm daga saman fyrir fyrsta leik og þessir dagar í Schruns eru því mjög mikilvægir.

Leikurinn við Sviss er fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Svíans Erik Hamrén.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×