Fótbolti

KSÍ opnar fyrir miðaumsóknir á leiki íslenska liðsins í haust

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason fagnar hér marki sínu á HM í Rússlandi.
Alfreð Finnbogason fagnar hér marki sínu á HM í Rússlandi. Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Íslands hefur opnað fyrir miðaumsóknir á útileiki liðsins í haust en þar á meðal er fyrsti leikur liðsins undir stjórn Svíans Erik Hamrén sem verður á móti Sviss í í St. Gallen.

Þetta eru þrír leikir, tveir í Þjóðadeildinni og svo vináttuleikur gegn Frakklandi í Guingamp. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni í dag.

Hægt verður að sækja um miða á leik Íslands gegn Sviss til 24. ágúst, miða á leikinn gegn Frakklandi til 1. október og loks miða á leikinn við Belgíu til 1. nóvember.

KSÍ vekur sérstaka athygli á því í frétt sinni að aðeins er um að ræða umsóknir um miða. Ef eftirspurn verður meira en framboð verður dregið um miðana. Hægt er að sækja um allt að fjóra miða á leikina.

Sótt er um miða á leikina í gegnum Google Docs skjal, en það má finna með því að ýta á hlekkinn hér.



Leikirnir eru:

Þjóðadeildin

Sviss – Ísland í St. Gallen 8. september

Belgía – Ísland í Brussel 15. nóvember

Vináttuleikur

Frakkland – Ísland í Guingamp 11. október

Miðaverð á leik Íslands gegn Sviss ytra:

Svæði 1 – 13.000 krónur.

Svæði 3 – 7.000 krónur.

KSÍ hefur ekki fengið staðfestingu á verði á öðrum leikjum, en strax og þær upplýsingar koma verða þær birtar á miðlum KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×