Hlýtur að vera eitthvað lið heima sem hefur not fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. maí 2014 08:00 Landsliðsmaðurinn Þórir Ólafsson er samningslaus. Vísir/Daníel „Það var algjörlega frábært að enda þetta svona. Ég gat ekki beðið um það mikið betra,“ segir Þórir Ólafsson en hann varð pólskur meistari um síðustu helgi og yfirgefur því félagið á besta mögulega hátt. Þetta var þriðja árið í röð sem félag Þóris, Kielce, verður pólskur meistari. Framtíðin er aftur á móti í óvissu hjá hornamanninum snjalla. Hann er samningslaus og ef ekkert breytist þá er hann á leið heim. „Það eru einhverjar smá þreifingar í gangi en ekkert sem hægt er að treysta á núna. Næstu fjórir dagar munu örugglega skera úr um það hvort ég fer eitthvert annað eða kem heim,“ segir Þórir. Þórir á hús á Selfossi en ef hann ákveður að spila í Reykjavík þá ætlar hann að leigja húsið áfram. „Þetta er leiðinleg óvissa sem ég er í en svona er þetta. Það er ekki alltaf á vísan að róa. Það er ekkert að því að koma heim og spila þar. Ég lít alls ekki neikvætt á það,“ segir hornamaðurinn sem er að klára sitt níunda ár í atvinnumennskunni. „Strákarnir mínir eru spenntir að fara heim. Eldri strákurinn minn er að verða níu ára og vildi gjarna flytja heim. Helst vildi hann þó vera áfram hér enda líður honum vel hér og á góða vini,“ segir Þórir. Fram undan eru landsliðsverkefni hjá Þóri en koma þarf landsliðinu á HM. Eftir það stefnir Þórir á að fara í samningaviðræður við félög hér heima ef ekkert annað kemur upp. „Allt tekur enda og það hlýtur að vera eitthvert lið heima sem hefur not fyrir mig,“ segir Þórir hógvær en þó svo hann sé að verða 35 ára er hann enn að spila frábærlega og á nóg inni. Þórir verður með íslenska landsliðinu sem mætir Bosníu í tveimur leikjum í umspili um sæti á HM í Katar sem fram fer í janúar á næsta ári. Fyrri leikurinn fer fram í Sarajevó laugardaginn 7. júní og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Sjá meira
„Það var algjörlega frábært að enda þetta svona. Ég gat ekki beðið um það mikið betra,“ segir Þórir Ólafsson en hann varð pólskur meistari um síðustu helgi og yfirgefur því félagið á besta mögulega hátt. Þetta var þriðja árið í röð sem félag Þóris, Kielce, verður pólskur meistari. Framtíðin er aftur á móti í óvissu hjá hornamanninum snjalla. Hann er samningslaus og ef ekkert breytist þá er hann á leið heim. „Það eru einhverjar smá þreifingar í gangi en ekkert sem hægt er að treysta á núna. Næstu fjórir dagar munu örugglega skera úr um það hvort ég fer eitthvert annað eða kem heim,“ segir Þórir. Þórir á hús á Selfossi en ef hann ákveður að spila í Reykjavík þá ætlar hann að leigja húsið áfram. „Þetta er leiðinleg óvissa sem ég er í en svona er þetta. Það er ekki alltaf á vísan að róa. Það er ekkert að því að koma heim og spila þar. Ég lít alls ekki neikvætt á það,“ segir hornamaðurinn sem er að klára sitt níunda ár í atvinnumennskunni. „Strákarnir mínir eru spenntir að fara heim. Eldri strákurinn minn er að verða níu ára og vildi gjarna flytja heim. Helst vildi hann þó vera áfram hér enda líður honum vel hér og á góða vini,“ segir Þórir. Fram undan eru landsliðsverkefni hjá Þóri en koma þarf landsliðinu á HM. Eftir það stefnir Þórir á að fara í samningaviðræður við félög hér heima ef ekkert annað kemur upp. „Allt tekur enda og það hlýtur að vera eitthvert lið heima sem hefur not fyrir mig,“ segir Þórir hógvær en þó svo hann sé að verða 35 ára er hann enn að spila frábærlega og á nóg inni. Þórir verður með íslenska landsliðinu sem mætir Bosníu í tveimur leikjum í umspili um sæti á HM í Katar sem fram fer í janúar á næsta ári. Fyrri leikurinn fer fram í Sarajevó laugardaginn 7. júní og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Sjá meira