Handbolti

Dana Björg með níu mörk í stór­sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dana Björg Guðmundsdóttir er að raða inn mörkum í norsku b-deildinni.
Dana Björg Guðmundsdóttir er að raða inn mörkum í norsku b-deildinni. EHF

Íslenski landsliðshornamaðurinn Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar hennar í Volda unnu stórsigur á útivelli í norsku b-deildinni í handbolta í dag.

Volda heimsótti Fyllingen og fagnaði þrettán marka sigri, 34-21, en Volda var sex mörkum yfir í hálfleik, 19-13.

Dana Björg átti góðan dag og var næstmarkahæst hjá Volda með níu mörk.

Dana nýtti níu af þrettán skotum sínum en þrjú af mörkum hennar komu úr hraðaupphlaupum.

Mie Blegen Stensrud hjá Volda var markahæst með tíu mörk og átti einnig fjórar stoðsendingar.

Volda hafði tapað sínum fyrsta leik síðan í byrjun nóvember í leiknum á undan en komst aftur á sigurbraut.

Volda er áfram í efsta sæti deildarinnar en mátti ekki misstíga sig aftur ef liðið ætlaði að halda því sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×