Erlent Danski heilbrigðisráðherrann með Covid-19 Danski heilbrigðisráðherrann Magnus Heunicke greindist með Covid-19 í dag. Hann dvelur nú í belgísku höfuðborginni Brussel þar sem hann er í einangrun á hóteli. Erlent 7.12.2021 13:27 Hyggjast gera foreldrum kleift að fylgjast með Instagram-notkun barna Stjórnendur Instagram hafa greint frá því að í mars á næsta ári verði kynntir til sögunnar valmöguleikar fyrir foreldra til að stjórna notkun barna sinna á samfélagsmiðlinum. Munu þeir meðal annars geta séð hversu löngum tíma barnið hefur varið í smáforritinu og sett notkuninni mörk. Erlent 7.12.2021 12:23 Minnst 34 látnir og forsetinn heitir auknum aðgerðum Joko Widodo, forseti Indónesíu, hét því í dag að gefið yrði í þegar kæmi að björgunaraðgerðum og viðgerðum á skemmdum heimilum eftir eldgosið í Semeru-fjalli á Java. Minnst 34 eru látnir, sautján er saknað og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Erlent 7.12.2021 11:00 Atvinnurekendur í New York skikkaðir til að krefjast bólusetningar starfsmanna Borgaryfirvöld í New York hafa ákveðið að allir atvinnurekendur í borginni verði að krefjast þess að starfsmenn þeirra þiggi bólusetningu og séu bólusettir frá og með 27. desember næstkomandi. Erlent 7.12.2021 07:56 Uppljóstrari lýsir ringulreið og skipulagsleysi af hálfu breskra stjórnvalda Tugþúsundir Afgana sem höfðu aðstoðað Breta og óttuðust um líf sitt þegar Talíbanar tóku aftur völd í Afganistan, náðu ekki í gegn og fengu enga aðstoð vegna skipulags- og sinnuleysis af hálfu breska utanríkisráðuneytisins. Erlent 7.12.2021 06:44 Neyðast til þess að nýta neyðarbirgðir af hlynsýrópi Samtök hlynsýrópsframleiðenda í Quebec-ríki Kanada hafa neyðst til þess að nýta neyðarbirgðir til þess að anna eftirspurn eftir hlynsýrópi í aðdraganda jólanna. Erlent 6.12.2021 22:00 Bandarísk yfirvöld sniðganga Ólympíuleikana í Peking Bandarísk yfirvöld munu ekki senda neina embættismenn á Vetrarólympíuleikana í Peking sem haldnir verða í febrúar á næsta ári. Erlent 6.12.2021 19:09 Fyrrverandi forsætisráðherra Noregs fallinn frá Kåre Willoch, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Hægriflokksins, er látinn 93 ára gamall. Flokkurinn greinir frá í tilkynningu þar sem fram kemur að hann hafi lognast út af á heimili sínu í hverfinu Ullern í Osló. Erlent 6.12.2021 16:27 Yfirmaður hjá Sony rekinn eftir birtingu tálbeitumyndbands Sony hefur rekið George Cacioppo, varaforstjóra verkfræðideildar fyrirtækisins, eftir að hann birtist í myndbandi hóps sem segist koma upp um barnaníðinga. Cacioppo er sagður hafa mælt sér móts við fimmtán ára dreng en í rauninni mætti til hans maður með myndavél. Erlent 6.12.2021 15:13 Stytta refsingu Suu Kyi um helming Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur stytt fangelsisdóm yfir Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga Mjanmar, úr fjögurra ára fangelsi í tveggja ára. Erlent 6.12.2021 14:46 Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku. Erlent 6.12.2021 14:34 Gerir ráð fyrir að Omíkron verði ráðandi afbrigðið á Bretlandseyjum á næstu vikum Breskur smitsjúkdómasérfræðingur segist gera ráð fyrir því að Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar verði orðið ráðandi á Bretlandseyjum á næstu vikum eða mánuði. Erlent 6.12.2021 12:19 Hundrað handteknir eftir að æstur múgur barði mann til bana og brenndi Búið er að handtaka rúmlega hundrað manns í Pakistan eftir að maður frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast var myrtur af æstum múg. Forsætisráðherra Pakistans heitir því að fólkinu verði refsað. Erlent 6.12.2021 12:06 Dauðsföll af völdum Covid-19 mun tíðari meðal stuðningsmanna Trump Frá því í maí á þessu ári hafa íbúar í sýslum þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, naut mikils stuðnings í síðustu forsetakosningum verið þrisvar sinnum líklegri til að deyja sökum Covid-19 en íbúar sýsla þar sem stuðningur við Joe Biden var verulegur. Erlent 6.12.2021 11:37 Grænlendingar herða aðgerðir Yfirvöld á Grænlandi hafa hert samkomutakmarkanir í landinu öllu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar og tóku nýju reglurnar gildi í dag. Erlent 6.12.2021 11:21 Fjögurra manna fjölskylda talin af eftir eldsvoða í Noregi Fjórir eru taldir af eftir að mikill eldur kom upp í húsi í Svelvik, suðvestur af norsku höfuðborginni Osló í nótt. Par með tvö börn voru skráð til heimilis í húsinu og er talið að þau hafi farist í brunanum. Erlent 6.12.2021 10:52 Eini almyrkvi ársins séður úr geimnum og frá Suðurskautinu Eini almyrkvi ársins var eingöngu sýnilegur frá Suðurskautslandinu um helgina, eða úr geimnum þar sem hann var fangaður á mynd. Erlent 6.12.2021 10:50 Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga. Erlent 6.12.2021 09:25 Omíkron hefur greinst í 16 ríkjum Bandaríkjanna Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur nú fundist í 16 ríkjum Bandaríkjanna en um er að ræða nokkra tugi tilfella. Margir smituðu eru fullbólusettir og með væg einkenni. Delta-afbrigðið er enn það sem greinist í 99,9 prósent tilvika. Erlent 6.12.2021 08:46 Þingmaður gagnrýndur fyrir ónærgætna jólakveðju Thomas Massie, sem situr á bandaríska þinginu fyrir Kentucky, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að birta jólamynd á samfélagsmiðlum sem virðist sýna hann og fjölskyldu hans með margskonar skotvopn. Erlent 6.12.2021 07:34 Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér. Erlent 6.12.2021 06:35 Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. Erlent 5.12.2021 23:00 Bob Dole látinn Bob Dole, sem var öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum í 28 ár, er látinn. Hann var 98 ára. Erlent 5.12.2021 19:32 Tveir flóðhestar greindust smitaðir Tveir flóðhestar í dýragarði í Antwerpen í Belgíu hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Starfsfólk garðsins vinnur nú hörðum höndum að smitrakningu og telur að um sé að ræða fyrsta smitið meðal dýrategundarinnar. Erlent 5.12.2021 15:35 Fjórtán látnir í eldgosinu í Indónesíu Fjórtán eru látnir og sjö er saknað eftir að fjallið Semeru á eyjunni Java í Indónesíu byrjaði að gjósa. Öskustrókurinn frá eldgosinu náði fleiri kílómetra upp í loftið. Erlent 5.12.2021 15:09 Boðar viðskiptaþvinganaflóð ráðist Rússland inn í Úkraínu Ríkisstjórn Bandaríkjanna er tilbúin með áætlanir um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi ráðist Rússar inn í nágrannaríkið Úkraínu. Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti munu funda á þriðjudag um stöðuna á svæðinu. Erlent 5.12.2021 14:33 Óbólusettur prestur smitaði fjölda barna í fermingarbúðum Óbólusettur prestur í Noregi dreifði ekki bara guðsorðum í fermingarbúðum sem hann vann við heldur smitaði hann fjölda fermingarbarna af kórónuveirunni. Erlent 5.12.2021 13:38 Mótmæli í Serbíu vegna Rio Tinto Þúsundir mótmælenda lokuðu götum víða um Serbíu í gær vegna stuðnings ráðamanna þjóðarinnar við liþíumvinnslu Rio Tinto í landinu. Erlent 5.12.2021 12:05 Gagnrýna Talíbana fyrir að drepa fyrrverandi hermenn í hrönnum Ríkisstjórnir fjölmargra landa hafa gefið út yfirlýsingu þar sem Talíbanar eru harðlega gagnrýndir fyrir að drepa fyrrverandi hermenn afgönsku öryggissveitanna. Þeir séu teknir af lífi án dóms og laga. Erlent 5.12.2021 11:06 Þriðja skotárásin á þremur dögum í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn leitar manns sem grunaður er um skotárás í Friðriksberg í gærkvöldi. Skotárásin var sú þriðja í borginni á síðustu þremur dögum. Erlent 5.12.2021 10:17 « ‹ 328 329 330 331 332 333 334 … 334 ›
Danski heilbrigðisráðherrann með Covid-19 Danski heilbrigðisráðherrann Magnus Heunicke greindist með Covid-19 í dag. Hann dvelur nú í belgísku höfuðborginni Brussel þar sem hann er í einangrun á hóteli. Erlent 7.12.2021 13:27
Hyggjast gera foreldrum kleift að fylgjast með Instagram-notkun barna Stjórnendur Instagram hafa greint frá því að í mars á næsta ári verði kynntir til sögunnar valmöguleikar fyrir foreldra til að stjórna notkun barna sinna á samfélagsmiðlinum. Munu þeir meðal annars geta séð hversu löngum tíma barnið hefur varið í smáforritinu og sett notkuninni mörk. Erlent 7.12.2021 12:23
Minnst 34 látnir og forsetinn heitir auknum aðgerðum Joko Widodo, forseti Indónesíu, hét því í dag að gefið yrði í þegar kæmi að björgunaraðgerðum og viðgerðum á skemmdum heimilum eftir eldgosið í Semeru-fjalli á Java. Minnst 34 eru látnir, sautján er saknað og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Erlent 7.12.2021 11:00
Atvinnurekendur í New York skikkaðir til að krefjast bólusetningar starfsmanna Borgaryfirvöld í New York hafa ákveðið að allir atvinnurekendur í borginni verði að krefjast þess að starfsmenn þeirra þiggi bólusetningu og séu bólusettir frá og með 27. desember næstkomandi. Erlent 7.12.2021 07:56
Uppljóstrari lýsir ringulreið og skipulagsleysi af hálfu breskra stjórnvalda Tugþúsundir Afgana sem höfðu aðstoðað Breta og óttuðust um líf sitt þegar Talíbanar tóku aftur völd í Afganistan, náðu ekki í gegn og fengu enga aðstoð vegna skipulags- og sinnuleysis af hálfu breska utanríkisráðuneytisins. Erlent 7.12.2021 06:44
Neyðast til þess að nýta neyðarbirgðir af hlynsýrópi Samtök hlynsýrópsframleiðenda í Quebec-ríki Kanada hafa neyðst til þess að nýta neyðarbirgðir til þess að anna eftirspurn eftir hlynsýrópi í aðdraganda jólanna. Erlent 6.12.2021 22:00
Bandarísk yfirvöld sniðganga Ólympíuleikana í Peking Bandarísk yfirvöld munu ekki senda neina embættismenn á Vetrarólympíuleikana í Peking sem haldnir verða í febrúar á næsta ári. Erlent 6.12.2021 19:09
Fyrrverandi forsætisráðherra Noregs fallinn frá Kåre Willoch, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Hægriflokksins, er látinn 93 ára gamall. Flokkurinn greinir frá í tilkynningu þar sem fram kemur að hann hafi lognast út af á heimili sínu í hverfinu Ullern í Osló. Erlent 6.12.2021 16:27
Yfirmaður hjá Sony rekinn eftir birtingu tálbeitumyndbands Sony hefur rekið George Cacioppo, varaforstjóra verkfræðideildar fyrirtækisins, eftir að hann birtist í myndbandi hóps sem segist koma upp um barnaníðinga. Cacioppo er sagður hafa mælt sér móts við fimmtán ára dreng en í rauninni mætti til hans maður með myndavél. Erlent 6.12.2021 15:13
Stytta refsingu Suu Kyi um helming Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur stytt fangelsisdóm yfir Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga Mjanmar, úr fjögurra ára fangelsi í tveggja ára. Erlent 6.12.2021 14:46
Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku. Erlent 6.12.2021 14:34
Gerir ráð fyrir að Omíkron verði ráðandi afbrigðið á Bretlandseyjum á næstu vikum Breskur smitsjúkdómasérfræðingur segist gera ráð fyrir því að Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar verði orðið ráðandi á Bretlandseyjum á næstu vikum eða mánuði. Erlent 6.12.2021 12:19
Hundrað handteknir eftir að æstur múgur barði mann til bana og brenndi Búið er að handtaka rúmlega hundrað manns í Pakistan eftir að maður frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast var myrtur af æstum múg. Forsætisráðherra Pakistans heitir því að fólkinu verði refsað. Erlent 6.12.2021 12:06
Dauðsföll af völdum Covid-19 mun tíðari meðal stuðningsmanna Trump Frá því í maí á þessu ári hafa íbúar í sýslum þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, naut mikils stuðnings í síðustu forsetakosningum verið þrisvar sinnum líklegri til að deyja sökum Covid-19 en íbúar sýsla þar sem stuðningur við Joe Biden var verulegur. Erlent 6.12.2021 11:37
Grænlendingar herða aðgerðir Yfirvöld á Grænlandi hafa hert samkomutakmarkanir í landinu öllu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar og tóku nýju reglurnar gildi í dag. Erlent 6.12.2021 11:21
Fjögurra manna fjölskylda talin af eftir eldsvoða í Noregi Fjórir eru taldir af eftir að mikill eldur kom upp í húsi í Svelvik, suðvestur af norsku höfuðborginni Osló í nótt. Par með tvö börn voru skráð til heimilis í húsinu og er talið að þau hafi farist í brunanum. Erlent 6.12.2021 10:52
Eini almyrkvi ársins séður úr geimnum og frá Suðurskautinu Eini almyrkvi ársins var eingöngu sýnilegur frá Suðurskautslandinu um helgina, eða úr geimnum þar sem hann var fangaður á mynd. Erlent 6.12.2021 10:50
Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga. Erlent 6.12.2021 09:25
Omíkron hefur greinst í 16 ríkjum Bandaríkjanna Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur nú fundist í 16 ríkjum Bandaríkjanna en um er að ræða nokkra tugi tilfella. Margir smituðu eru fullbólusettir og með væg einkenni. Delta-afbrigðið er enn það sem greinist í 99,9 prósent tilvika. Erlent 6.12.2021 08:46
Þingmaður gagnrýndur fyrir ónærgætna jólakveðju Thomas Massie, sem situr á bandaríska þinginu fyrir Kentucky, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að birta jólamynd á samfélagsmiðlum sem virðist sýna hann og fjölskyldu hans með margskonar skotvopn. Erlent 6.12.2021 07:34
Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér. Erlent 6.12.2021 06:35
Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. Erlent 5.12.2021 23:00
Bob Dole látinn Bob Dole, sem var öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum í 28 ár, er látinn. Hann var 98 ára. Erlent 5.12.2021 19:32
Tveir flóðhestar greindust smitaðir Tveir flóðhestar í dýragarði í Antwerpen í Belgíu hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Starfsfólk garðsins vinnur nú hörðum höndum að smitrakningu og telur að um sé að ræða fyrsta smitið meðal dýrategundarinnar. Erlent 5.12.2021 15:35
Fjórtán látnir í eldgosinu í Indónesíu Fjórtán eru látnir og sjö er saknað eftir að fjallið Semeru á eyjunni Java í Indónesíu byrjaði að gjósa. Öskustrókurinn frá eldgosinu náði fleiri kílómetra upp í loftið. Erlent 5.12.2021 15:09
Boðar viðskiptaþvinganaflóð ráðist Rússland inn í Úkraínu Ríkisstjórn Bandaríkjanna er tilbúin með áætlanir um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi ráðist Rússar inn í nágrannaríkið Úkraínu. Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti munu funda á þriðjudag um stöðuna á svæðinu. Erlent 5.12.2021 14:33
Óbólusettur prestur smitaði fjölda barna í fermingarbúðum Óbólusettur prestur í Noregi dreifði ekki bara guðsorðum í fermingarbúðum sem hann vann við heldur smitaði hann fjölda fermingarbarna af kórónuveirunni. Erlent 5.12.2021 13:38
Mótmæli í Serbíu vegna Rio Tinto Þúsundir mótmælenda lokuðu götum víða um Serbíu í gær vegna stuðnings ráðamanna þjóðarinnar við liþíumvinnslu Rio Tinto í landinu. Erlent 5.12.2021 12:05
Gagnrýna Talíbana fyrir að drepa fyrrverandi hermenn í hrönnum Ríkisstjórnir fjölmargra landa hafa gefið út yfirlýsingu þar sem Talíbanar eru harðlega gagnrýndir fyrir að drepa fyrrverandi hermenn afgönsku öryggissveitanna. Þeir séu teknir af lífi án dóms og laga. Erlent 5.12.2021 11:06
Þriðja skotárásin á þremur dögum í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn leitar manns sem grunaður er um skotárás í Friðriksberg í gærkvöldi. Skotárásin var sú þriðja í borginni á síðustu þremur dögum. Erlent 5.12.2021 10:17