Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar í basli með birgðir og liðsauka Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2022 11:13 Úkraínskir hermenn og erlendir sjálfboðaliðar nærri Kænugarði. AP/Felipe Dana Hersveitir Rússlands hafa lítið sótt fram í Úkraínu á undanförnum dögum. Bæði í norðri, í sókn Rússa að Kænugarði, og í suðri, þar sem Rússar hafa setið um Maríupól og reynt að sækja að Odessa, hefur lítið gengið og er það að miklu leyti rekið til birgða- og samskiptavandræða. Mestum árangri náður Rússar í Luhansk-héraði í gær þar sem hersveitir sóttu lítillega fram. Loft- og stórskotaliðsárásir á borgir sem Rússar sitja um og önnur skotmörk héldu þó áfram. Nokkrar smáar sóknir voru reyndar í norðvestur af Kænugarði í gær. Meðal annars hafa Rússar reynt að brúa ár á svæðinu en með takmörkuðum árangri. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu og Rússlandi hér í Vakt Vísis. Í nýjustu greiningu hugveitunnar Institute for the Study of War segir að Rússar hafi haldið að sér höndum til að taka móti liðsauka og bæta birgðastöðu hersveita norður og austur af Kænugarði. ISW telur þó að Rússar muni líklega ekki getað hafið nýja og stóra sókn að Kænugarði í þessari viku. Það er þrátt fyrir að engin slík árás hafi verið reynd norðvestur af Kænugarði frá 9. mars. #Russian forces made small territorial gains in #Luhansk Oblast on March 14 but did not conduct any major attacks toward #Kyiv or in northeastern #Ukraine. Read the latest report from @TheStudyofWar and @criticalthreats: https://t.co/LLIlaI1gxQ pic.twitter.com/TDZZduNuKk— ISW (@TheStudyofWar) March 14, 2022 Leitast eftir liðsauka Rússar hafa lagt mikið kapp í að fylkja liði í Úkraínu og hafa leitað til utanaðkomandi aðila eins og Sýrlendinga og málaliða. Ólíklegt þykir þó að það muni geta hjálpað Rússum á marktækan hátt á næstu dögum. Þingmenn í Rússlandi hafa lagt til að allir hermenn sem taka þátt í innrásinni sem ekki má kalla innrás, fái stöðu þaulreyndra hermanna sem tryggir þeim betri kjör og eftirlaun. Einnig hafa Rússar boðið sýrlenskum hermönnum peninga fyrir að ferðast til Úkraínu og leitað til hins leynilega málaliðahóps Wagner Group. Þeim hópi, sem talinn er í eigu auðjöfursins Yevgeny Prigozhin sem er með náin tengsl við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur á undanförnum árum verið lýst sem skuggaher Rússlands og hafa málaliðar Wagner Group verið virkir í Mið-Austurlöndum og Afríku. Evrópusambandið segir Wagner Group hafa verið stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi hermanni frá Rússlandi, sem er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppháhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa. Úkraínumenn hafa lengi sagt Rússa notast við Wagner Group í átökunum í austurhluta Úkraínu en nú um helgina var staðfest að fyrsti málaliði Wagner Group hefði fallið í átökum í Úkraínu. Fregnir bárust þó af því í upphafi innrásarinnar að margir málaliðar hefðu verið sendir til Kænugarðs með því markmiði að ráða Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, af dögum. Það var þegar Úkraínumenn lýstu yfir útgöngubanni í Kænugarði þann 26. febrúar á meðan verið var að leita að málaliðunum. Búast við að Kænugarður verði umkringdur Þótt Rússar séu taldir eiga í miklum vandræðum búast flestir sérfræðingar við því að Rússum muni á endanum takast að umkringja Kænugarð. Úkraínumenn reyna þó að gera Rússum það erfitt og hægja á þeim eins og þeir mögulega geta með óhefðbundnum vörnum. Vonast er til þess að refsiaðgerðir og annarskonar þrýstingur á Rússa muni á endanum gera stríðsrekstur þeirra ómögulegan. Þá vona Úkraínumenn einnig að því lengur sem innrásin stendur yfir, því erfiðara muni reynast Rússum að halda hana út. Fregnir hafa frá upphafi innrásarinnar borist af rússneskum hermönnum valda skemmdum á bílum sínum og skriðdrekum til að komast hjá átökum, flýja og gefast upp vegna birgða- og agaleysis og hafa rússneskir hermenn jafnvel týnst. Brak rússneskrar bílalestar sem Úkraínumenn sátu fyrir í Bucha, nærri Kænugarði, þann fyrsta mars.(AP/Serhii Nuzhnenko Washington Post fjallaði um það hvernig Úkraínumönnum hefur tekist að halda aftur af Rússum við Kænugarð. Hermenn þar segjast nýta sér vanþekkingu Rússa á svæðinu og formfestu þeirra gegn innrásarhernum. Rússar eru sagðir hafa sýnt litla herkænsku og beita sömu aðferðunum ítrekað og hafa Úkraínumenn nýtt sér það. Hér að neðan má sjá myndefni frá Radio Free Europe þegar myndatökumaður fylgdi úkraínskum hermönnum í gagnárás nærri Kænugarði. Ekki í stöðu til að reka Rússa úr landi en geta unnið Einn sérfræðingur sem Washington Post ræddi við sagði Úkraínumenn ekki í stöðu til að reka Rússa úr landi en þeir væru þrátt fyrir það í stöðu til að vinna stríðið. Þetta sagði Michael Kofman frá Center for Naval Analyses en hann sagði helsta vandamál Rússa vera skipulagsleysi. Rússar hefðu ekki verið tilbúnir fyrir þau átök sem þeir lentu í, því þeir hafi búist við því að fá að keyra inn í Kænugarð án átaka og það hafi leitt til mikilla vandræða. Úkraínumenn hafa einnig nýtt sér þekkingu þeirra á svæðinu til að sitja fyrir Rússum og gera gagnárásir gegn þeim. Í grein Washington Post er fjallað um eina tiltekna nýlega sókn að Kænugarði, þar sem Rússar sendu stórt samansafn skriðdreka í átt að borginni úr norðaustri. Skriðdrekunum og öðrum brynvörðum farartækjum var ekið í stórum hóp hægt eftir þjóðveginum. Þegar skriðdrekunum var ekið í gegnum lítið þorp, sátu Úkraínumenn þar fyrir þeim. Skotið var á skriðdrekana með stórskotaliði og vopnum sem hönnuð eru til að granda skriðdrekum og með góðum árangri. Rússneskir hermenn eru sagðir hafa yfirgefið farartæki sín og flúið út í skóg. Sérfræðingar sem greindu umsátrið segja frammistöðu Rússa vekja mikla furðu. Þeir hafi ekið hægt eftir þjóðveginum, án þess að vera með fótgöngulið á ferðinni til að verjast mögulegum umsátrum. Þar að auki hafi hermennirnir verið á gömlum og illa búnum skriðdrekum. Óttast að bróðurpartur Úkraínuhers verði umkringdur Breska hernaðar-hugveitan Royal United Services Institute segir að vilji Úkraínumenn standast sóknir Rússa á næstu vikum muni þeir þurfa að taka á honum stóra sínum. Þó varnir Kænugarðs hafi haldið með góðum árangri sé stærstu hluti hins úkraínska hers fastur á víglínunum í austurhluta landsins við Luhans- og Donetsk-héruð. Staða þessa herafla virðist verða sífellt verri og útlit fyrir að Rússar muni umkringja herinn. Rússar hafi sótt fram frá Krímskaga úr suðri og frá Rússlandi úr norðaustri og nái þær sóknir saman, verði stór hluti Úkraínska hersins umkringdur. 'The elimination of a large part of the country's regular armed forces could lead #Russia to claim it had achieved its goal of demilitarising #Ukraine' write @Sam_Cranny and Sidharth Kaushal in the latest #RUSICommentary.https://t.co/zMR1nuJZyY— RUSI (@RUSI_org) March 14, 2022 Segjast hafa fellt þúsundir hermanna Innrásin hófst þann 24. febrúar. Síðan þá segja yfirvöld í Úkraínu að um 13.500 rússneskir hermenn hafi verið felldir í átökum. Rússar sögðust í upphafi mars hafa misst um fimm hundruð hermenn en hafa lítið annað sagt. Úkraínumenn hafa sömuleiðis sagt lítið um mannfall úr eigin röðum. Þá halda báðar fylkingar því fram að þeirra menn hafi grandað skriðdrekum, flugvélum, þyrlum og öðrum stríðstólum í massavís. Burtséð frá öllum yfirlýsingum virðist nokkuð ljóst að Rússar hafa beðið í lægra hald hingað til. Úkraínumenn hafa að mestu leyti forðast það að berjast við Rússa á víðavangi og reyna þess í stað að gera það í þorpum, bæjum og í skóglendi.AP/Efrem Lukatsky Farið yfir myndefni Hópur sérfræðinga sem greinir myndefni frá Úkraínu og tekur saman þann herbúnað sem tapast hefur í átökunum segir Rússa til að mynda hafa misst 214 skriðdreka. Þar af hafi 39 verið yfirgefnir af áhöfnum þeirra og 96 handsamaðir af Úkraínumönnum. Þá eru Rússar sagðir hafa misst 332 annarskonar brynvarin árásarfarartæki og 67 brynvarin tæki sem eru hönnuð til að flytja hermenn. Auk þess eru Rússar sagðir hafa misst tólf orrustuþotur, eina flutningavél, fimmtán þyrlur og átta dróna. Úkraínumenn eru hins vegar sagðir hafa tapað 65 skriðdrekum og þar af eru Rússar sagðir hafa handsamað 31. Þá hafa þeir tapað 89 brynvörðum-árásarfarartækjum og tuttugu brynvörðum farartækjum sem eru hönnuð til að bera hermenn. Rússar eru þar að auki sagðir hafa skotið niður níu orrustuþotur Úkraínuhers, eina þyrlu og fjóra dróna. Hafa ber í huga að þessar tölur ná eingöngu fyrir myndefni þar sem staðfest er að herbúnaði hafi verið grandað eða hann handsamaður. Raunverulegar tölur ættu því að vera töluvert hærri hjá báðum fylkingum. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Tengdar fréttir Vöknuðu við mestu sprengingarnar í rúma viku Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði og eiginkona hans Mariika vöknuðu við miklar sprengingar og læti klukkan fimm í nótt. Hann segir þetta mestu sprengingarnar í borginni í heila viku. 15. mars 2022 08:18 „Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“ Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu. 15. mars 2022 07:01 Bandaríkjamenn telja Kínverja nú þegar hafa ákveðið að koma Pútín til aðstoðar Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar séu nú þegar búnir að ákveða að koma Rússum til bjargar efnahags- og fjárhagslega og séu að íhuga að sjá þeim fyrir vopnum, meðal annars vopnuðum drónum. 15. mars 2022 06:31 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Mestum árangri náður Rússar í Luhansk-héraði í gær þar sem hersveitir sóttu lítillega fram. Loft- og stórskotaliðsárásir á borgir sem Rússar sitja um og önnur skotmörk héldu þó áfram. Nokkrar smáar sóknir voru reyndar í norðvestur af Kænugarði í gær. Meðal annars hafa Rússar reynt að brúa ár á svæðinu en með takmörkuðum árangri. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu og Rússlandi hér í Vakt Vísis. Í nýjustu greiningu hugveitunnar Institute for the Study of War segir að Rússar hafi haldið að sér höndum til að taka móti liðsauka og bæta birgðastöðu hersveita norður og austur af Kænugarði. ISW telur þó að Rússar muni líklega ekki getað hafið nýja og stóra sókn að Kænugarði í þessari viku. Það er þrátt fyrir að engin slík árás hafi verið reynd norðvestur af Kænugarði frá 9. mars. #Russian forces made small territorial gains in #Luhansk Oblast on March 14 but did not conduct any major attacks toward #Kyiv or in northeastern #Ukraine. Read the latest report from @TheStudyofWar and @criticalthreats: https://t.co/LLIlaI1gxQ pic.twitter.com/TDZZduNuKk— ISW (@TheStudyofWar) March 14, 2022 Leitast eftir liðsauka Rússar hafa lagt mikið kapp í að fylkja liði í Úkraínu og hafa leitað til utanaðkomandi aðila eins og Sýrlendinga og málaliða. Ólíklegt þykir þó að það muni geta hjálpað Rússum á marktækan hátt á næstu dögum. Þingmenn í Rússlandi hafa lagt til að allir hermenn sem taka þátt í innrásinni sem ekki má kalla innrás, fái stöðu þaulreyndra hermanna sem tryggir þeim betri kjör og eftirlaun. Einnig hafa Rússar boðið sýrlenskum hermönnum peninga fyrir að ferðast til Úkraínu og leitað til hins leynilega málaliðahóps Wagner Group. Þeim hópi, sem talinn er í eigu auðjöfursins Yevgeny Prigozhin sem er með náin tengsl við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur á undanförnum árum verið lýst sem skuggaher Rússlands og hafa málaliðar Wagner Group verið virkir í Mið-Austurlöndum og Afríku. Evrópusambandið segir Wagner Group hafa verið stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi hermanni frá Rússlandi, sem er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppháhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa. Úkraínumenn hafa lengi sagt Rússa notast við Wagner Group í átökunum í austurhluta Úkraínu en nú um helgina var staðfest að fyrsti málaliði Wagner Group hefði fallið í átökum í Úkraínu. Fregnir bárust þó af því í upphafi innrásarinnar að margir málaliðar hefðu verið sendir til Kænugarðs með því markmiði að ráða Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, af dögum. Það var þegar Úkraínumenn lýstu yfir útgöngubanni í Kænugarði þann 26. febrúar á meðan verið var að leita að málaliðunum. Búast við að Kænugarður verði umkringdur Þótt Rússar séu taldir eiga í miklum vandræðum búast flestir sérfræðingar við því að Rússum muni á endanum takast að umkringja Kænugarð. Úkraínumenn reyna þó að gera Rússum það erfitt og hægja á þeim eins og þeir mögulega geta með óhefðbundnum vörnum. Vonast er til þess að refsiaðgerðir og annarskonar þrýstingur á Rússa muni á endanum gera stríðsrekstur þeirra ómögulegan. Þá vona Úkraínumenn einnig að því lengur sem innrásin stendur yfir, því erfiðara muni reynast Rússum að halda hana út. Fregnir hafa frá upphafi innrásarinnar borist af rússneskum hermönnum valda skemmdum á bílum sínum og skriðdrekum til að komast hjá átökum, flýja og gefast upp vegna birgða- og agaleysis og hafa rússneskir hermenn jafnvel týnst. Brak rússneskrar bílalestar sem Úkraínumenn sátu fyrir í Bucha, nærri Kænugarði, þann fyrsta mars.(AP/Serhii Nuzhnenko Washington Post fjallaði um það hvernig Úkraínumönnum hefur tekist að halda aftur af Rússum við Kænugarð. Hermenn þar segjast nýta sér vanþekkingu Rússa á svæðinu og formfestu þeirra gegn innrásarhernum. Rússar eru sagðir hafa sýnt litla herkænsku og beita sömu aðferðunum ítrekað og hafa Úkraínumenn nýtt sér það. Hér að neðan má sjá myndefni frá Radio Free Europe þegar myndatökumaður fylgdi úkraínskum hermönnum í gagnárás nærri Kænugarði. Ekki í stöðu til að reka Rússa úr landi en geta unnið Einn sérfræðingur sem Washington Post ræddi við sagði Úkraínumenn ekki í stöðu til að reka Rússa úr landi en þeir væru þrátt fyrir það í stöðu til að vinna stríðið. Þetta sagði Michael Kofman frá Center for Naval Analyses en hann sagði helsta vandamál Rússa vera skipulagsleysi. Rússar hefðu ekki verið tilbúnir fyrir þau átök sem þeir lentu í, því þeir hafi búist við því að fá að keyra inn í Kænugarð án átaka og það hafi leitt til mikilla vandræða. Úkraínumenn hafa einnig nýtt sér þekkingu þeirra á svæðinu til að sitja fyrir Rússum og gera gagnárásir gegn þeim. Í grein Washington Post er fjallað um eina tiltekna nýlega sókn að Kænugarði, þar sem Rússar sendu stórt samansafn skriðdreka í átt að borginni úr norðaustri. Skriðdrekunum og öðrum brynvörðum farartækjum var ekið í stórum hóp hægt eftir þjóðveginum. Þegar skriðdrekunum var ekið í gegnum lítið þorp, sátu Úkraínumenn þar fyrir þeim. Skotið var á skriðdrekana með stórskotaliði og vopnum sem hönnuð eru til að granda skriðdrekum og með góðum árangri. Rússneskir hermenn eru sagðir hafa yfirgefið farartæki sín og flúið út í skóg. Sérfræðingar sem greindu umsátrið segja frammistöðu Rússa vekja mikla furðu. Þeir hafi ekið hægt eftir þjóðveginum, án þess að vera með fótgöngulið á ferðinni til að verjast mögulegum umsátrum. Þar að auki hafi hermennirnir verið á gömlum og illa búnum skriðdrekum. Óttast að bróðurpartur Úkraínuhers verði umkringdur Breska hernaðar-hugveitan Royal United Services Institute segir að vilji Úkraínumenn standast sóknir Rússa á næstu vikum muni þeir þurfa að taka á honum stóra sínum. Þó varnir Kænugarðs hafi haldið með góðum árangri sé stærstu hluti hins úkraínska hers fastur á víglínunum í austurhluta landsins við Luhans- og Donetsk-héruð. Staða þessa herafla virðist verða sífellt verri og útlit fyrir að Rússar muni umkringja herinn. Rússar hafi sótt fram frá Krímskaga úr suðri og frá Rússlandi úr norðaustri og nái þær sóknir saman, verði stór hluti Úkraínska hersins umkringdur. 'The elimination of a large part of the country's regular armed forces could lead #Russia to claim it had achieved its goal of demilitarising #Ukraine' write @Sam_Cranny and Sidharth Kaushal in the latest #RUSICommentary.https://t.co/zMR1nuJZyY— RUSI (@RUSI_org) March 14, 2022 Segjast hafa fellt þúsundir hermanna Innrásin hófst þann 24. febrúar. Síðan þá segja yfirvöld í Úkraínu að um 13.500 rússneskir hermenn hafi verið felldir í átökum. Rússar sögðust í upphafi mars hafa misst um fimm hundruð hermenn en hafa lítið annað sagt. Úkraínumenn hafa sömuleiðis sagt lítið um mannfall úr eigin röðum. Þá halda báðar fylkingar því fram að þeirra menn hafi grandað skriðdrekum, flugvélum, þyrlum og öðrum stríðstólum í massavís. Burtséð frá öllum yfirlýsingum virðist nokkuð ljóst að Rússar hafa beðið í lægra hald hingað til. Úkraínumenn hafa að mestu leyti forðast það að berjast við Rússa á víðavangi og reyna þess í stað að gera það í þorpum, bæjum og í skóglendi.AP/Efrem Lukatsky Farið yfir myndefni Hópur sérfræðinga sem greinir myndefni frá Úkraínu og tekur saman þann herbúnað sem tapast hefur í átökunum segir Rússa til að mynda hafa misst 214 skriðdreka. Þar af hafi 39 verið yfirgefnir af áhöfnum þeirra og 96 handsamaðir af Úkraínumönnum. Þá eru Rússar sagðir hafa misst 332 annarskonar brynvarin árásarfarartæki og 67 brynvarin tæki sem eru hönnuð til að flytja hermenn. Auk þess eru Rússar sagðir hafa misst tólf orrustuþotur, eina flutningavél, fimmtán þyrlur og átta dróna. Úkraínumenn eru hins vegar sagðir hafa tapað 65 skriðdrekum og þar af eru Rússar sagðir hafa handsamað 31. Þá hafa þeir tapað 89 brynvörðum-árásarfarartækjum og tuttugu brynvörðum farartækjum sem eru hönnuð til að bera hermenn. Rússar eru þar að auki sagðir hafa skotið niður níu orrustuþotur Úkraínuhers, eina þyrlu og fjóra dróna. Hafa ber í huga að þessar tölur ná eingöngu fyrir myndefni þar sem staðfest er að herbúnaði hafi verið grandað eða hann handsamaður. Raunverulegar tölur ættu því að vera töluvert hærri hjá báðum fylkingum.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Tengdar fréttir Vöknuðu við mestu sprengingarnar í rúma viku Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði og eiginkona hans Mariika vöknuðu við miklar sprengingar og læti klukkan fimm í nótt. Hann segir þetta mestu sprengingarnar í borginni í heila viku. 15. mars 2022 08:18 „Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“ Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu. 15. mars 2022 07:01 Bandaríkjamenn telja Kínverja nú þegar hafa ákveðið að koma Pútín til aðstoðar Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar séu nú þegar búnir að ákveða að koma Rússum til bjargar efnahags- og fjárhagslega og séu að íhuga að sjá þeim fyrir vopnum, meðal annars vopnuðum drónum. 15. mars 2022 06:31 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Vöknuðu við mestu sprengingarnar í rúma viku Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði og eiginkona hans Mariika vöknuðu við miklar sprengingar og læti klukkan fimm í nótt. Hann segir þetta mestu sprengingarnar í borginni í heila viku. 15. mars 2022 08:18
„Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“ Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu. 15. mars 2022 07:01
Bandaríkjamenn telja Kínverja nú þegar hafa ákveðið að koma Pútín til aðstoðar Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar séu nú þegar búnir að ákveða að koma Rússum til bjargar efnahags- og fjárhagslega og séu að íhuga að sjá þeim fyrir vopnum, meðal annars vopnuðum drónum. 15. mars 2022 06:31
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent