Segja Rússa halda mörg hundruð manns í gíslingu á spítala í Mariupol Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2022 21:27 Staðan versnar dag frá degi í Mariupol. Hér sést lögreglumaður standa fyrir framan lík á öðrum spítala í borginni. Fólkið fórst í sprengjuárásum. Ap/Evgeniy Maloletka Rússneskir hermenn eru sagðir halda um fjögur hundruð manns í gíslingu á sjúkrahúsi í Mariupol. Sergei Orlov aðstoðarborgarstjóri segir hermennina hafa rutt sér leið inn í sjúkrahúsið og tekið fólk þar og íbúa í nærliggjandi húsum í gíslingu. Héraðsstjórinn Pavlo Kyrylenko segir að spítalinn, sem er staðsettur utarlega í vesturhluta borgarinnar, hafi meira og minna verið lagður í rúst á seinustu dögum en að heilbrigðisstarfsfólk hafi haldið áfram að meðhöndla sjúklinga í kjallaranum. Um er að ræða einn stærsta spítala borgarinnar. Í færslu sem Kyrylenko birti á Facebook-síðu sinni um klukkan 14:30 að íslenskum tíma hefur hann eftir einum starfsmanni sjúkrahússins að Rússar hafi neytt 400 manns úr nærliggjandi húsum til að koma á spítalann og enginn fái að yfirgefa svæðið. Litlar fregnir hafa borist af aðstæðum á spítalanum síðar í dag. Yfirvöld í Úkraínu segja að minnst 2.400 almennir borgarar hafi farist frá því að rússneski herinn hóf sprengjuárásir á Mariupol. Margir íbúar reyni nú að lifa af í neðanjarðarbyrgjum. Orlov sagði í samtali við CNN fyrr í dag að Rússar haldi áfram að rústa borginni og í gær hafi minnst 22 loftför varpað allavega 100 sprengjum á borgina. Hann segir eyðilegginguna vera gríðarlega. Hann bætti við að rússneskir hermenn hafi tekið lækna og sjúklinga í gíslingu á sjúkrahúsinu og kallaði gjörninginn stríðsglæp. Orlov telur að 350 til 400 þúsund íbúar séu eftir í borginni en um tvö þúsund bílar yfirgáfu hana í dag. Aðstoðarborgarstjórinn bætti við að vatns- og fæðuskortur væri ríkjandi í Mariupol en bílalest með neyðaraðstoð sem átti að koma á sunnudag hafði ekki enn skilað sér síðdegis í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Sjá meira
Héraðsstjórinn Pavlo Kyrylenko segir að spítalinn, sem er staðsettur utarlega í vesturhluta borgarinnar, hafi meira og minna verið lagður í rúst á seinustu dögum en að heilbrigðisstarfsfólk hafi haldið áfram að meðhöndla sjúklinga í kjallaranum. Um er að ræða einn stærsta spítala borgarinnar. Í færslu sem Kyrylenko birti á Facebook-síðu sinni um klukkan 14:30 að íslenskum tíma hefur hann eftir einum starfsmanni sjúkrahússins að Rússar hafi neytt 400 manns úr nærliggjandi húsum til að koma á spítalann og enginn fái að yfirgefa svæðið. Litlar fregnir hafa borist af aðstæðum á spítalanum síðar í dag. Yfirvöld í Úkraínu segja að minnst 2.400 almennir borgarar hafi farist frá því að rússneski herinn hóf sprengjuárásir á Mariupol. Margir íbúar reyni nú að lifa af í neðanjarðarbyrgjum. Orlov sagði í samtali við CNN fyrr í dag að Rússar haldi áfram að rústa borginni og í gær hafi minnst 22 loftför varpað allavega 100 sprengjum á borgina. Hann segir eyðilegginguna vera gríðarlega. Hann bætti við að rússneskir hermenn hafi tekið lækna og sjúklinga í gíslingu á sjúkrahúsinu og kallaði gjörninginn stríðsglæp. Orlov telur að 350 til 400 þúsund íbúar séu eftir í borginni en um tvö þúsund bílar yfirgáfu hana í dag. Aðstoðarborgarstjórinn bætti við að vatns- og fæðuskortur væri ríkjandi í Mariupol en bílalest með neyðaraðstoð sem átti að koma á sunnudag hafði ekki enn skilað sér síðdegis í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Sjá meira