Telja sig hafa handtekið morðingjann í New York og Washington Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2022 12:30 Umfangsmikil leit að morðingjanum hófst nýverið eftir að lögregluþjónar sáu að sami maður hafði skotið heimilislausa í bæði New York og Washington DC. AP/Eduardo Munoz Alvarez Lögreglan í Washington DC hefur handtekið mann sem grunaður er um hafa myrt minnst tvo heimilislausa menn og sært þrjá til viðbótar í New York og Washington DC. Verið er að yfirheyra hann í Washington. Yfirvöld beggja borga kölluðu í gær eftir aðstoð almennings við að hafa upp á manninum og voru myndir af honum birtar á netinu. Á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra Muriel Bowser og Eric Adams, borgarstjóra Washington DC og New York, í gær hvöttu þau heimilislaust fólk í borgunum til að leita til úrræða sem væru í boði. Sjá einnig: Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Maðurinn er grunaður um að hafa sært heimilislausan mann í Washington DC aðfaranótt 3. mars. Hann mun svo hafa sært annan þann 8. mars en degi eftir það fannst látinn maður inn í brennandi tjaldi. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði verið stunginn margsinnis og skotinn. Eftir það er maðurinn sagður hafa farið til New York og á laugardaginn á hann að hafa skotið heimilislausan mann þar í handlegginn. Einungis níutíumínutum síðar skaut hann annan mann til bana. Nokkrar af árásunum náðust á myndband. Það var eftir að myndir úr öryggismyndavélum í New York voru birtar á netinu sem lögregluþjónar í Washington DC tóku eftir því að líklega væri um sama mann að ræða. Lögreglan hefur lítið annað sagt en að maðurinn hafi verið handtekinn og segir að frekari upplýsingar verði veittar síðar. ARRESTED: Early this AM, law enforcement arrested the suspect in Washington, DC. He is currently being interviewed at our Homicide Branch. Additional information will be forthcoming. Thanks to the community for all your tips. pic.twitter.com/lvFu3LeMTd— DC Police Department (@DCPoliceDept) March 15, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. 14. mars 2022 08:14 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Yfirvöld beggja borga kölluðu í gær eftir aðstoð almennings við að hafa upp á manninum og voru myndir af honum birtar á netinu. Á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra Muriel Bowser og Eric Adams, borgarstjóra Washington DC og New York, í gær hvöttu þau heimilislaust fólk í borgunum til að leita til úrræða sem væru í boði. Sjá einnig: Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Maðurinn er grunaður um að hafa sært heimilislausan mann í Washington DC aðfaranótt 3. mars. Hann mun svo hafa sært annan þann 8. mars en degi eftir það fannst látinn maður inn í brennandi tjaldi. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði verið stunginn margsinnis og skotinn. Eftir það er maðurinn sagður hafa farið til New York og á laugardaginn á hann að hafa skotið heimilislausan mann þar í handlegginn. Einungis níutíumínutum síðar skaut hann annan mann til bana. Nokkrar af árásunum náðust á myndband. Það var eftir að myndir úr öryggismyndavélum í New York voru birtar á netinu sem lögregluþjónar í Washington DC tóku eftir því að líklega væri um sama mann að ræða. Lögreglan hefur lítið annað sagt en að maðurinn hafi verið handtekinn og segir að frekari upplýsingar verði veittar síðar. ARRESTED: Early this AM, law enforcement arrested the suspect in Washington, DC. He is currently being interviewed at our Homicide Branch. Additional information will be forthcoming. Thanks to the community for all your tips. pic.twitter.com/lvFu3LeMTd— DC Police Department (@DCPoliceDept) March 15, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. 14. mars 2022 08:14 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. 14. mars 2022 08:14