Erlent

Vaktin: Al­þjóða­dóm­stóllinn í Haag kynnir úr­skurð á mið­viku­dag

Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa
Lögregluþjónar standa fyrir framan íbúðarhús í Kænugarði sem varð fyrir sprengjuárás Rússa í dag.
Lögregluþjónar standa fyrir framan íbúðarhús í Kænugarði sem varð fyrir sprengjuárás Rússa í dag. Getty/Chris McGrath

Átökin í Úkraínu hafa nú borist af alvöru til höfuðborgarinnar Kænugarðs en tveir létust og þrír særðust þegar fallbyssuskot hitti fjölbýlishús í norðurhluta borgarinnar í morgun. Eldur kviknaði í byggingunni en flestum var bjargað.

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Helstu tíðindi:

  • Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu segir að heimsbyggðin sjái Vladimír Pútín Rússlandsforseta nú fyrst í réttu ljósi.
  • Fulltrúar Úkraínustjórnar og Rússlands funduðu í gegnum fjarfundabúnað í dag og munu funda aftur á morgun.
  • Þá munu fulltrúar Bandaríkjanna og Kína hittast í Róm til að ræða beiðni Rússa til Kínverja um vopna og efnahagslega aðstoð.
  • Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, segist vera í Úkraínu og berjast með rússneskum hersveitum. 
  • 2,7 milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimaland sitt frá því að innrás Rússa hófst.
  • Sameinuðu þjóðirnar segja matvælaverð mögulega munu hækka um allt að 22 prósent vegna átakanna í Úkraínu.
Vísir

Hér má finna vakt gærdagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×