Bíó og sjónvarp

Kvikmyndaleikstjóraverðlaunin afhent Vestanhafs

Kvikmyndaleikstjóraverðlanin (Director's Guild Awards) voru veitt í 59. skipti í gær en það eru samtök kvikmyndaleikstjóra í Ameríku sem veita verðlaunin. Eru þau talin benda til þess hvaða leikstjóri er líklegastur til að hreppa Óskarinn, en Óskarsverðlaunin verða veitt síðar í þessum mánuði. Aðeins sex sinnum frá árinu 1949 hefur sá leikstjóri sem hlýtur kvikmyndaleikstjóraverðlaunin ekki fengið Óskarinn fyrir bestu leikstjórn.

Bíó og sjónvarp

Lindsey hættir við kvikmynd

Leikkonan Lindsay Lohan hefur hætt við hlutverk í kvikmyndinni "A Woman Of No Importance." Ástæðan er að Linds vill ná sér betur eftir áfengismeðferð. Annette Bening leikur stórt hlutverk í myndinni, en þetta er í annað sinn sem ætlunanir um að þær stöllur leiki saman í mynd fara út um þúfur. Árið 2003 hætti Annette við myndina Freaky Friday, en þar lék Lindsay aðalhlutverkið.

Bíó og sjónvarp

Í nýjustu mynd Allen

Spænska þokkagyðjan Penelope Cruz hefur tekið að sér aðalhlutverkið í næstu mynd Woody Allen. Tökur á henni hefjast í Barcelona í sumar. Allen hefur tekið upp síðustu tvær myndir sínar, Match Point og Scoop, í London. Nýjasta mynd hans, Cassandra"s Dream, með Ewan McGregor og Colin Farrell, er væntanleg í kvikmyndahús. Penelope Cruz var nýverið tilnefnd til óskarsins fyrir hlutverk sitt í mynd Pedro Almadovar, Volver.

Bíó og sjónvarp

Köld slóð til Gautaborgar

Kvikmyndinni Kaldri slóð hefur verið boðið að taka þátt í “Nordic Film Market” sem er sölumarkaður innan Gautaborgar hátíðarinnar. Það eru einungis tuttugu myndum frá Norðurlöndunum boðin þáttaka á þessum lokaða markaði og því er þetta mikill fengur fyrir framleiðendur myndarinnar.

Bíó og sjónvarp

Little Miss Sunshine hlutskörpust

Það var mikið um dýrðir í Los Angeles í gærkvöldi þegar Screen Actors Guild verðlaunin (SAG Awards) voru veitt í 13. sinn en það er bandalag leikara í Bandaríkjunum sem velur vinningshafana.

Bíó og sjónvarp

Blint auga Akademíunnar

Martin Scorsese var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir The Departed á þriðjudaginn. Þetta er sjötta tilnefning Scorsese sem besti leikstjórinn en þrátt fyrir það hefur hann aldrei hampað styttunni eftirsóttu. Hann er þó síður en svo eina dæmið um brenglað gildismat Akademíunnar.

Bíó og sjónvarp

Foreldrar og börn

Leikstjórinn Todd Field vakti mikla athygli með frumraun sinni In the Bedroom árið 2001. Myndin var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni þar sem gagnrýnendur tóku henni opnum örmum.

Bíó og sjónvarp

Grísinn og kóngulóin

Barna- og fjölskyldummyndin Charlotte‘s Web verður frumsýnd í Sam-bíóunum annað kvöld. Myndin byggir á samnefndri og víðlesinni barnabók og fjallar um lítinn grís, Wilbur að nafni, sem ung stúlka bjargar frá slátrun og tekur að sér að býlinu sínu. Í hlöðunni kynnist Wilbur kóngulónni Charlotte sem tekur hann upp á sína arma.

Bíó og sjónvarp

Gyðingar og víkingar

Fjórar ungar konur úr tveimur ólíkum löndum deildu vist í Arnhem við nám í samningu listdansa í ArtEZ-skólanum. Tvær þeirra voru íslenskar, menntaðar sem dansarar úr Listdansskóla Íslands, hinar komu frá Ísrael.

Bíó og sjónvarp

Owen leikur Marlowe

Clive Owen, sem síðast lék í framtíðarmyndinni Children of Men, mun að öllum líkindum leika bandaríska rannsóknarlögreglumanninn Philip Marlowe í nýrri mynd.

Bíó og sjónvarp

Örvæntingarfull leit að blóðdemanti

Það er sláttur á þeim félögum Leonardo DiCaprio og Djimon Hounsou (Gladiator, The Island, Eragon) í spennumyndinni Blood Diamond og þeir uppskáru báðir óskarsverðlaunatilnefningar fyrir hlutverk sín í myndinni. DiCaprio að sjálfsögðu fyrir bestan leik í aðalhlutverki en Hounsou fyrir aukahlutverk.

Bíó og sjónvarp

Á tjaldið

Ein vinsælasta skáldsaga á lesborðum þjóðarinnar á síðasta ári var Flugdrekahlauparinn. Nú er tökum á sögunni á vegum Dreamworks lokið og er myndin væntanleg í nóvember. Var farið til Kína og kvikmyndað í Yarbeshe. Nú reynir á vestræna áhorfendur en mest er leikið á darí. Leikararnir hafa ekki sést áður á hvíta tjaldinu. Drengirnir Kekiria Ebrahimi og Ahmad Khan Mahmiidzada frá Kabúl og voru ráðnir án þess að hafa neina reynslu. Verður líf þeirra héðan í frá gerbreytt.

Bíó og sjónvarp

Hilmar með Draumalandið á svið

Hilmar Jónsson hefur skrifað leikgerð upp úr Draumalandi Andra Snæs Magnasonar. Verkið verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu í mars. „Slungið að sviðsetja Draumalandið? Auðvitað er það. Mjög spennandi verkefni. En í sjálfu sér, þegar þú tekur svona texta eins og hans Andra Snæs og rennir honum í gegnum manneskjur þá verður hann dramatískur,” segir Hilmar Jónsson leikstjóri.

Bíó og sjónvarp

Sannar og brenglaðar myndir af okkur

Danssmiðja Íslenska dansflokksins er tilraunastöð fyrir unga danshöfunda þar sem þeim gefst tækifæri til að sýna verk í vinnslu, æfa tækni sína og þroska sköpunargáfu. Því eru sýningar danssmiðjunnar meira í ætt við gjörninga eða tilraunir, en ekki fullmótuð verk.

Bíó og sjónvarp

Basic Instinct 2 efst á blaði

Kvikmyndirnar Basic Instinct 2 og Little Man hafa verið tilnefndar til sjö Razzie-verðlauna, sem verða afhent hinn 24. febrúar, degi á undan óskarsverðlaununum. Verðlaununum er ætlað að endurspegla það versta sem kvikmyndaborgin Hollywood bauð upp á á síðasta ári.

Bíó og sjónvarp

Brynhildur segir upp hjá Þjóðleikhúsinu

Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt upp störfum hjá Þjóðleikhúsinu eftir farsælan feril í átta ár. Þetta staðfesti hún í samtali við Fréttablaðið. „Það er einhvern veginn andstætt eðli mínu að vera ríkisstarfsmaður,“ segir Brynhildur en tekur skýrt fram að engum hurðum hafi verið skellt þegar hún afhenti Þjóðleikhússtjóra uppsögnina.

Bíó og sjónvarp

Little Miss kjörin best

Kvikmyndin Little Miss Sunshine var valin besta myndina á Producers Guild of America-verðlaununum sem voru afhent um síðustu helgi. Verðlaunin þykja gefa góða vísbendingu um hvaða mynd eigi eftir að vegna vel á óskarsverðlaununum. Myndirnar sem hlutu ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar voru Babel, The Departed, The Queen og Dreamgirls.

Bíó og sjónvarp

Pabbaleikurinn í Iðnó

Bjarni Haukur er aftur kominn á fjalirnar. Alþjóð man þegar hann stóð á sviði Gamla bíós misserunum saman og flutti þar íslenska staðfærslu á amerískum einleik eða uppistandi sem kallað var Hellisbúinn.

Bíó og sjónvarp

Helen Mirren var drottning Golden Globe

Babel hlaut Golden Globe verðlaunin sem besta kvikmyndin í Hollywood í gærkvöldi, en breska leikkonan Helen Mirren stal þó senunni á sextugsaldri með því að hljóta tvenn verðlaun, fyrir að leika tvær Bretlandsdrottningar. Forest Whitaker var valin besti kvikmyndaleikarinn og Martin Scorsese besti leikstjórinn.

Bíó og sjónvarp

Bauer mætir sterkur til leiks

Fyrstu fjórar klukkustundirnar í sjötta sólarhringnum í lífi hryðjuverkamannabanans Jack Bauer eru sýndar í tveimur tvöföldum þáttum í bandarísku sjónvarpi á sunnudags- og mánudagskvöld. The New York Times birti gagnrýni um þessa fjóra 24-þætti fyrir helgi og miðað við þann dóm er óhætt að segja að nýja þáttaröðin lofi góðu.

Bíó og sjónvarp

Endirinn ræddur

Framleiðendur þáttaraðarinnar Lost eru í viðræðum við sjónvarpsstöðina ABC um hvenær þættirnir eigi að enda. Ekki er búist við að þættirnir ljúki göngu sinni á næstunni en framleiðendurnir vilji hafa það á hreinu hvenær lokaþátturinn verði til að auðveldara sé að skipuleggja komandi þætti.

Bíó og sjónvarp

Dansmynd á toppinn

Dansmyndin Stomp the Yard fór beint á topp bandaríska aðsóknarlistans um síðustu helgi. Þar með lauk sigurgöngu myndar Ben Stiller, Night at the Museum, sem hafði setið í þrjár vikur á toppnum.

Bíó og sjónvarp

Hasarinn á vel við mig

Guðjón Davíð Karlsson leikari hefur leikið í tæplega 250 sýningum hjá Leikfélagi Akureyrar síðasta árið sem mun víst vera met. „Ég er búinn að leika í 248 sýningum á rúmlega 13 mánuðum,“ segir Guðjón Davíð Karlsson leikari sem mun á næstu dögum frumsýna sitt sjöunda leikrit með Leikfélagi Akureyrar.

Bíó og sjónvarp

Mjög stolt af starfinu

Það verður sérstök hátíðarsýning hjá Stoppleikhópnum í dag en þá heimsækja leikarar hans grunnskóla Kjalarness með fornkappa í farteskinu og leika hundruðustu sýninguna á leikgerð Íslendingasögunnar um Hrafnkel Freysgoða eftir Valgeir Skagfjörð.

Bíó og sjónvarp

The Prestige - Þrjár stjörnur

Þegar öllu er á botninn hvolft er The Prestige enn ein rósin í hnappagat Nolans; hugvitssamleg mynd sem hefði þó getað orðið enn betri ef betur hefði verið búið um hnútana í lokin.

Bíó og sjónvarp