Music and Lyrics - tvær stjörnur 13. mars 2007 00:01 Fyrirsjáanleg sunnudagsvídeómynd. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja af hverju Hugh Grant nennir að gera bíómyndir. Hann leikur jú ávallt sömu persónuna, taugaveiklaðan, vandræðalegan en hnyttinn Breta sem lendir í ástarævintýri með konu sem er fjórtánhundruð sinnum fallegri en hann sjálfur. Hugh Grant er ekki góður leikari og þetta virkaði síðast hjá honum fyrir áratug síðan en hann gefst ekki upp. Meðleikkona hans í Music and Lyrics, Drew Barrymore, er líka sjóuð í rómantískum gamanmyndum og ágætlega fyndin ennþá. Í kringum þetta óvænta par, útbrunna poppstjörnu og unga konu með munnræpu og rithöfundadrauma, er líka slatti af kunnuglegum andlitum frá Hollywood. Þar er líka eitt nýstirnið til, leikkonan Haley Bennet sem stendur sig vel í rullu ljóshærðu poppgyðjunnar og dillibossans Coru Corman. Söguþráðurinn er álíka fyrirsjáanlegur og síðustu forsetakosningar en umhverfi myndarinnar er harður og yfirborðslegur tónlistar- og afþreyingarbransi sem mátulega mikið grín er gert að. Svo eru eðlilega tónlistaratriði í myndinni þar sem upprunalegt markmið skötuhjúanna er að semja frábært popplag um ástina. Til að gera langa sögu stutta þá er þetta ósköp sæt og metnaðarlítil mynd með afar klassískan boðskap um að maður eigi bara að vera maður sjálfur og fylgja hjartanu því þá verði maður hamingjusamur og frægur. Leikararnir gera hvað þeir geta úr rislitlu handriti, hr. Grant meira að segja syngur og dansar – sem kannski var helsta ögrunin þetta árið? Senurnar eru ekkert augnayndi né eftirminnilegar, þetta er til dæmis ekki týpísk New York-mynd þótt hún eigi að gerast þar. Það má alveg flissa yfir þessu en þá myndi ég frekar gera það eitthvert þynnkulegt og drýldið síðdegi í sófanum heima. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja af hverju Hugh Grant nennir að gera bíómyndir. Hann leikur jú ávallt sömu persónuna, taugaveiklaðan, vandræðalegan en hnyttinn Breta sem lendir í ástarævintýri með konu sem er fjórtánhundruð sinnum fallegri en hann sjálfur. Hugh Grant er ekki góður leikari og þetta virkaði síðast hjá honum fyrir áratug síðan en hann gefst ekki upp. Meðleikkona hans í Music and Lyrics, Drew Barrymore, er líka sjóuð í rómantískum gamanmyndum og ágætlega fyndin ennþá. Í kringum þetta óvænta par, útbrunna poppstjörnu og unga konu með munnræpu og rithöfundadrauma, er líka slatti af kunnuglegum andlitum frá Hollywood. Þar er líka eitt nýstirnið til, leikkonan Haley Bennet sem stendur sig vel í rullu ljóshærðu poppgyðjunnar og dillibossans Coru Corman. Söguþráðurinn er álíka fyrirsjáanlegur og síðustu forsetakosningar en umhverfi myndarinnar er harður og yfirborðslegur tónlistar- og afþreyingarbransi sem mátulega mikið grín er gert að. Svo eru eðlilega tónlistaratriði í myndinni þar sem upprunalegt markmið skötuhjúanna er að semja frábært popplag um ástina. Til að gera langa sögu stutta þá er þetta ósköp sæt og metnaðarlítil mynd með afar klassískan boðskap um að maður eigi bara að vera maður sjálfur og fylgja hjartanu því þá verði maður hamingjusamur og frægur. Leikararnir gera hvað þeir geta úr rislitlu handriti, hr. Grant meira að segja syngur og dansar – sem kannski var helsta ögrunin þetta árið? Senurnar eru ekkert augnayndi né eftirminnilegar, þetta er til dæmis ekki týpísk New York-mynd þótt hún eigi að gerast þar. Það má alveg flissa yfir þessu en þá myndi ég frekar gera það eitthvert þynnkulegt og drýldið síðdegi í sófanum heima. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira