Bíó og sjónvarp

Soderbergh á nýjum slóðum

Clooney í kröppum dansi. Jake Geismer rannsakar dularfullt morð á bandarískum hermanni í Þýskalandi þegar seinna stríði er nýlokið.
Clooney í kröppum dansi. Jake Geismer rannsakar dularfullt morð á bandarískum hermanni í Þýskalandi þegar seinna stríði er nýlokið.

Kvikmyndin The Good German verður frumsýnd í Háskólabíói á föstudaginn en hún segir frá dularfullu morði í Þýskalandi þegar landið er að jafna sig eftir ósigur nasista í seinni heimsstyrjöldinni.

Jake Geismer er mættur til Berlínar til að fylgjast með samningaviðræðum bandamanna og Þýskalands í Potsdam. Landið er gjörbreytt frá því sem Geismer þekkti frá árunum áður en stríðið braust út og íbúarnir reyna að halda lífi með öllum tiltækum ráðum. Svartamarkaðsbrask þrífst í hverju horni og bílstjóri Geismer, Tully, tekur virkan þátt í því. Bílstjórinn á einnig í ástarsambandi við gamla kærustu fréttaritarans, hina þýsku Lenu Brandt, sem Geismer finnst að hafi tekið stökkbreytingum í stríðinu.

En þegar Tully finnst myrtur inni á svæði Rússa með hundrað þúsund mörk í vasanum fer Geismer að gruna að ekki sé allt með felldu. Bæði Rússar og Bandaríkjamenn halda að sér höndum og vilja ekkert af morðinu vita. Og því þarf Geismer að taka á öllu því sem hann á til að upplýsa málið en það færir hann nær Lenu og gefur honum innsýn í líf þeirra sem töpuðu stríðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×