Bíó og sjónvarp

300 setti met

Stríðsmyndin 300 fór beint í toppsætið í Bandaríkjunum.
Stríðsmyndin 300 fór beint í toppsætið í Bandaríkjunum.

Epíska stríðsmyndin 300 náði inn tæpum 4,7 milljörðum króna á sinni fyrstu sýningarhelgi í Bandaríkjunum, sem er met fyrir frumsýndar myndir í mars þar í landi.

Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um þrjú hundruð hermenn Spartverja sem börðust af miklum dugnaði við mun fjölmennari her Persa í sögufrægum bardaga.

Í öðru sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar lenti Wild Hogs með John Travolta í aðalhlutverki, sem hafði áður setið í toppsætinu. Bridge to Terabithia lenti í þriðja sæti og Zodiac og Ghost Rider voru saman í þriðja til fjórða sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×