Fréttir

Ætla megi að gögn fórnar­lamba rati til rúss­nesku leyni­þjónustunnar

Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík.

Innlent

Nötur­legt fleti undir bryggju í Reykja­vík

Þak úr plastpoka, loftlaus vindsæng og notaðar sprautunálar sýna fram á nöturlegar aðstæður heimilislausra í Reykjavík. Deildarstjóri í málaflokknum segir að enginn ætti að þurfa að gista undandyra.

Innlent

Braut gegn tveimur konum og þremur ung­lings­stúlkum

Karlmaður á fertugsaldri hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði vegna tveggja kynferðisbrota. Sami maður hlaut átta mánaða fangelsisdóm í apríl vegna kynferðisbrota í garð þriggja unglingsstúlkna.

Innlent

Þriðji stríðsþristurinn á leiðinni til Reykja­víkur

Tvær Douglas Dakota-flugvélar, sem tóku þátt í seinni heimsstyrjöld, hófu sig til flugs frá Reykjavíkurflugvelli í dag, önnur í morgun en hin í hádeginu, eftir nokkurra daga viðdvöl á Íslandi. Þeir flugáhugamenn sem misstu af vélunum þurfa þó ekki að örvænta. Þær verða sýndar í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent

Þakk­lát eftir fund með „viljugum“ Bjarna

Sylvía Briem Friðjónsdóttir, sem síðustu daga hefur vakið athygli bágri stöðu nýbakaðra foreldra í tengslum við leiksólapláss og fæðingarorlof, átti fund með forsætisráðherra í dag og fór yfir stöðuna. 

Innlent

Tækni­skólinn og Kvenna­skólinn vinsælastir

Innritun nemenda í framhaldsskóla er nú lokið en alls bárust 4.677 umsóknir fyrir haustið. Flestar umsóknir voru með Tækniskólann eða Kvennaskólann í vali eitt eða tvo. Öllum umsækjendum var tryggt pláss í skóla fyrir veturinn.

Innlent

FA gagn­rýnir reglu­gerð Willums Þórs harð­lega

Ljóst er að þeir hjá Félagi atvinnurekenda vita vart hvort þeir eiga að hlæja eða gráta vegna ákvæðis í drögum að reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þess efnis að pakka beri inn öllu tóbaki í einsleitar umbúðir.

Innlent

Grikkir fengu verð­laun í nafni Vig­dísar

Grísku grasrótarsamtökin Irida Women‘s Center hlutu í dag ný alþjóðleg jafnréttisverðlun í nafni Vigdísar Finnbogadóttur, Vigdís Prize for Women‘s Empowerment, sem afhent voru í fyrsta sinn á vettvangi Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi. 

Innlent

Eld­gosinu lauk á laugar­daginn

Eldgosinu við Sundhnúk lauk á laugardaginn. Landris við Svartsengi er þegar hafið á ný og að mati náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni er atburðarásin svipuð þeirri sem áður hefur sést milli gosa. 

Innlent

Sam­særis­kenningar eru ekki endi­lega rangar

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, hefur sent frá sér nýja bók sem heitir Weaponizing Conspiracy Theories. Þar fjallar hann um það meðal annars hvernig samsæriskenningar vefja sig inn í orðræðu stjórnmálamanna.

Innlent

For­sætis­ráð­herra vill ekki víkja fyrir for­setanum á 17. júní

Bjarni Benediktsson telur ekki tímabært að breyta þeirri hefð að forsætisráðherra flytji ávarp við hátíðarhöld á Austurvelli hinn 17. júní og í hans stað flytji forsetinn ávarp eins og Guðni Th. Jóhannesson lagði til við frestun þingfunda. Hins vegar komi til álita að útbúa aðstöðu fyrir forsetann á Þingvöllum eins og Guðni lagði til.

Innlent

Mögu­legt að ein­hverjir stofnar séu þegar glataðir

Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir.

Innlent

„Mikið þrek­virki“ að koma Morgun­blaðinu út í morgun

Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra.

Innlent

Fullir á rafhlaupahjóli mega búast við sektum

Ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður með breytingu á umferðarlögum sem samþykkt voru fyrir frestun Alþingis fram á haust. Miðað er við sömu mörk og akstur bíla og annarra vélknúinna ökutækja.

Innlent

Allt önnur við­brögð við lúsmýbiti í dag

Gísli Már Gíslason prófessor emeritus í vatnalíffræði segist sjálfur ekki finna lengur fyrir þeim lúsmýbitum sem hann verði fyrir í sveitinni. Enn er óljóst hvaðan flugan á uppruna sinn í lífríkinu hér á landi en alveg ljóst að hún er komin til að vera og tímaspursmál hvenær moskítóflugan bætist í hópinn.

Innlent

Hafa á­hyggjur af hópamyndun ungra karl­manna

Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum.

Innlent

„Þetta er á­rás á lýð­ræðið í landinu”

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun.

Innlent