Jón Gnarr skráður í Viðreisn og ætlar á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2024 10:23 Jón Gnarr greiðir atkvæði í forsetakosningunum þann 1. júní síðastliðinn. Vísir/Anton Brink Jón Gnarr ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Viðreisn í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir Vísis. Jón hefur skráð sig í flokkinn sem heldur haustþing um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar Jón að mæta á fundinn sem fram fer í Hlégarði í Mosfellsbæ á laugardaginn. Jón Gnarr er búsettur í gamla vesturbænum í Reykjavík og má telja líklegt að hann bjóði fram í Reykjavíkurkjördæmi norður hljóti hann náð nýrra flokksfélaga sinna. Flokkurinn fékk fimm þingmenn í síðustu kosningum og tvo í Reykjavík. Hönnu Katrínu Friðriksson í Reykjavíkurkjördæmi suður og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viðreisn mældist með 11,3 prósent í síðustu skoðanakönnun Maskínu. Flokkurinn fékk 8,4 prósenta fylgi í kosningunum 2021. Að óbreyttu verður kosið til Alþingis haustið 2025. Jón Gnarr er 57 ára leikari og útvarpsmaður sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum 2010 fyrir Besta flokkinn sem var stofnaður ári fyrr. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur og varð Jón borgarstjóri til ársins 2014. Þá kvaddi flokkurinn pólitíska sviðið en sumir borgarfulltrúar sneru sér að þingmennsku fyrir Bjarta framtíð. Jón gekk í raðir Samfylkingarinnar árið 2017. „Mér líst bara rosalega vel á Samfylkinguna. Mér finnst þetta mjög spennandi frambjóðendur og það er mikið af nýju fólki,“ sagði Jón á þeim tímapunkti. Hann útilokaði ekki störf fyrir flokkinn á þeim tímapunkti. Jón bauð svo fram krafta sína til embættis forseta Íslands í vor. Hann hlaut 10,1 prósent fylgi og endaði í fjórða sæti frambjóðenda. Ekki náðist í Jón við vinnslu fréttarinnar. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Viðreisn Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar Jón að mæta á fundinn sem fram fer í Hlégarði í Mosfellsbæ á laugardaginn. Jón Gnarr er búsettur í gamla vesturbænum í Reykjavík og má telja líklegt að hann bjóði fram í Reykjavíkurkjördæmi norður hljóti hann náð nýrra flokksfélaga sinna. Flokkurinn fékk fimm þingmenn í síðustu kosningum og tvo í Reykjavík. Hönnu Katrínu Friðriksson í Reykjavíkurkjördæmi suður og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viðreisn mældist með 11,3 prósent í síðustu skoðanakönnun Maskínu. Flokkurinn fékk 8,4 prósenta fylgi í kosningunum 2021. Að óbreyttu verður kosið til Alþingis haustið 2025. Jón Gnarr er 57 ára leikari og útvarpsmaður sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum 2010 fyrir Besta flokkinn sem var stofnaður ári fyrr. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur og varð Jón borgarstjóri til ársins 2014. Þá kvaddi flokkurinn pólitíska sviðið en sumir borgarfulltrúar sneru sér að þingmennsku fyrir Bjarta framtíð. Jón gekk í raðir Samfylkingarinnar árið 2017. „Mér líst bara rosalega vel á Samfylkinguna. Mér finnst þetta mjög spennandi frambjóðendur og það er mikið af nýju fólki,“ sagði Jón á þeim tímapunkti. Hann útilokaði ekki störf fyrir flokkinn á þeim tímapunkti. Jón bauð svo fram krafta sína til embættis forseta Íslands í vor. Hann hlaut 10,1 prósent fylgi og endaði í fjórða sæti frambjóðenda. Ekki náðist í Jón við vinnslu fréttarinnar.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Viðreisn Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira