Munu leggja fram tillögu að nýjum umboðsmanni Alþingis Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2024 08:29 Forsætisnefnd þingsins kemur saman til fundar klukkan 10 og mun þar reyna að ná saman um tillögu að nýjum umboðsmanni Alþingis. Birgir Ármannsson er forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar þingsins. Vísir/Vilhelm Kosning um nýjan umboðsmann Alþingis er á dagskrá þingsins í dag. Forsætisnefnd þingsins kemur saman til fundar klukkan 10 í dag til að ná saman um einstakling sem nefndin mun svo tilnefna við kosningu í embættið. Fjórir hafa sótt um embættið en umboðsmaður er kjörinn á þingfundi. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að þingfundur hefjist klukkan 10:30 í dag þar sem fyrsta mál á dagskrá er liðurinn Störf þingsins. Hann segir að forsætisnefnd muni svo kynna þingflokkum tillögu forsætisnefndar að nýjum umboðsmanni í hádegishléi og kosning um tillöguna fari svo fram þegar þingfundur hefst að nýju klukkan 13:30. Fjórir einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis – Anna Tryggvadóttir skrifstofustjóri, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Reimar Pétursson lögmaður. Skúli Magnússon var kjörinn umboðsmaður Alþingis í maí 2021 þegar Tryggvi Gunnarsson lét af störfum. Skúli var á dögunum skipaður dómari við Hæstarétt. Greint var frá því á vef Alþingis um miðjan ágúst síðastliðinn að undirnefnd forsætisnefndar hefði gengið frá skipan ráðgjafarnefndar, sem yrði undirnefndinni til aðstoðar við að gera tillögu til forsætisnefndar um einstakling sem forsætisnefnd tilnefnir við kosningu í embættið. Undirnefnd forsætisnefndar skipa þau Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, Oddný G. Harðardóttir, 1. varaforseti, og Líneik Anna Sævarsdóttir, 2. Varaforseti. Þau sem skipuðu ráðgjafarnefndina voru Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Ásmundur Helgason landsréttardómari og Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir mannauðsráðgjafi. Umboðsmaður Alþingis verður kosinn til fjögurra ára, frá 1. október 2024 til 30. september 2028. Alþingi Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Skúli skipaður hæstaréttardómari Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt. Hann tekur við af Ingveldi Einarsdóttur, varaforseta réttarins, sem lætur af störfum sökum aldurs í ágúst. 4. júní 2024 11:40 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að þingfundur hefjist klukkan 10:30 í dag þar sem fyrsta mál á dagskrá er liðurinn Störf þingsins. Hann segir að forsætisnefnd muni svo kynna þingflokkum tillögu forsætisnefndar að nýjum umboðsmanni í hádegishléi og kosning um tillöguna fari svo fram þegar þingfundur hefst að nýju klukkan 13:30. Fjórir einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis – Anna Tryggvadóttir skrifstofustjóri, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Reimar Pétursson lögmaður. Skúli Magnússon var kjörinn umboðsmaður Alþingis í maí 2021 þegar Tryggvi Gunnarsson lét af störfum. Skúli var á dögunum skipaður dómari við Hæstarétt. Greint var frá því á vef Alþingis um miðjan ágúst síðastliðinn að undirnefnd forsætisnefndar hefði gengið frá skipan ráðgjafarnefndar, sem yrði undirnefndinni til aðstoðar við að gera tillögu til forsætisnefndar um einstakling sem forsætisnefnd tilnefnir við kosningu í embættið. Undirnefnd forsætisnefndar skipa þau Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, Oddný G. Harðardóttir, 1. varaforseti, og Líneik Anna Sævarsdóttir, 2. Varaforseti. Þau sem skipuðu ráðgjafarnefndina voru Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Ásmundur Helgason landsréttardómari og Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir mannauðsráðgjafi. Umboðsmaður Alþingis verður kosinn til fjögurra ára, frá 1. október 2024 til 30. september 2028.
Alþingi Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Skúli skipaður hæstaréttardómari Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt. Hann tekur við af Ingveldi Einarsdóttur, varaforseta réttarins, sem lætur af störfum sökum aldurs í ágúst. 4. júní 2024 11:40 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Skúli skipaður hæstaréttardómari Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt. Hann tekur við af Ingveldi Einarsdóttur, varaforseta réttarins, sem lætur af störfum sökum aldurs í ágúst. 4. júní 2024 11:40