Vinna að þriggja vikna vopnahléi á milli Ísrael og Hezbollah Lovísa Arnardóttir skrifar 25. september 2024 23:05 sagði Jean-Noël Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, greindi frá því á fundi öryggisráðsins að Frakkar og Bandaríkjamenn væru að vinna saman. Vísir/EPA Frakkar og Bandaríkjamenn vinna nú að því í sameiningu að semja um 21 daga vopnahlé á milli Hezbollah samtakanna og Ísrael. 72 létust í árásum Ísraela á Líbanon í dag og hundruð særðust. Alls eru um 600 látin í árásunum. Fyrr í dag var greint frá því að mögulega ætlaði Ísrael í landhernað í Líbanon. „Það er möguleiki á diplómatískri lausn. Síðustu daga höfum við unnið með bandarískum félögum okkar að tímabundnu vopnahléi í 21 dag sem myndi gefa færi á samningaviðræðum,“ sagði Jean-Noël Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Guterres var harðorður í ávarpi sínu.Vísir/EPA Hann sagði að planið yrði brátt gert opinbert og að treyst væri á að báðir aðilar myndu samþykkja það án tafar til að vernda almenna borgara og svo hægt verði að hefja diplómatískar samningaviðræður. Barrot er á leið til Líbanon við lok þessarar viku. „Þetta er krefjandi leið, en þetta er möguleg leið,“ sagði Barrot. Hann varaði jafnframt við því í ávarpi sínu að staða Líbanon sé afar veik nú þegar. Verði stríð þar sé ekki tryggt að hægt sé að byggja það upp aftur. Stígi frá brúninni Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í kvöld um stöðuna í Líbanon. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í ávarpi sínu að allt væri að fara til helvítis í Líbanon og að landið sé á barmi. Hann kallaði eftir því í ávarpi sínu að íbúar í suðurhluta Líbanon og norðurhluta Ísrael geti snúið aftur heim. Hann sagði mánudaginn þann blóðugasta í langan tíma í Líbanon. Hann kallaði eftir því að drápin væri stöðvuð og eyðileggingin. „Stígið frá brúninni,“ sagði Guterres í ræðu sinni. „Fólkið í Líbanon, fólkið í Ísrael og fólkið í heiminum hefur ekki efni á því að Líbanon verði annað Gasa,“ sagði Guterres. Ávarpar SÞ á föstudag Fjallað er um fundinn á vef breska miðilsins Guardian. Þar kemur fram að sendifulltrúi Ísrael hafi sagði Ísrael vilja diplómatíska lausn en ef það tækist ekki myndi Ísrael nota allar aðrar leiðir sem þeir hafi. Þá sagði hann forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, á leið á fundinn og að hann muni ávarpa Sameinuðu þjóðirnar á föstudag. Fundurinn er enn í gangi og hægt að horfa á hann hér að neðan. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Frakkland Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
„Það er möguleiki á diplómatískri lausn. Síðustu daga höfum við unnið með bandarískum félögum okkar að tímabundnu vopnahléi í 21 dag sem myndi gefa færi á samningaviðræðum,“ sagði Jean-Noël Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Guterres var harðorður í ávarpi sínu.Vísir/EPA Hann sagði að planið yrði brátt gert opinbert og að treyst væri á að báðir aðilar myndu samþykkja það án tafar til að vernda almenna borgara og svo hægt verði að hefja diplómatískar samningaviðræður. Barrot er á leið til Líbanon við lok þessarar viku. „Þetta er krefjandi leið, en þetta er möguleg leið,“ sagði Barrot. Hann varaði jafnframt við því í ávarpi sínu að staða Líbanon sé afar veik nú þegar. Verði stríð þar sé ekki tryggt að hægt sé að byggja það upp aftur. Stígi frá brúninni Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í kvöld um stöðuna í Líbanon. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í ávarpi sínu að allt væri að fara til helvítis í Líbanon og að landið sé á barmi. Hann kallaði eftir því í ávarpi sínu að íbúar í suðurhluta Líbanon og norðurhluta Ísrael geti snúið aftur heim. Hann sagði mánudaginn þann blóðugasta í langan tíma í Líbanon. Hann kallaði eftir því að drápin væri stöðvuð og eyðileggingin. „Stígið frá brúninni,“ sagði Guterres í ræðu sinni. „Fólkið í Líbanon, fólkið í Ísrael og fólkið í heiminum hefur ekki efni á því að Líbanon verði annað Gasa,“ sagði Guterres. Ávarpar SÞ á föstudag Fjallað er um fundinn á vef breska miðilsins Guardian. Þar kemur fram að sendifulltrúi Ísrael hafi sagði Ísrael vilja diplómatíska lausn en ef það tækist ekki myndi Ísrael nota allar aðrar leiðir sem þeir hafi. Þá sagði hann forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, á leið á fundinn og að hann muni ávarpa Sameinuðu þjóðirnar á föstudag. Fundurinn er enn í gangi og hægt að horfa á hann hér að neðan.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Frakkland Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira