Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2025 10:52 Stjórnvöld í Úkraínu og víðar hljóta nú að bíða eftir næsta útspili Trump en hann mun ávarpa Bandaríkjaþing í kvöld og boðar tíðindi. AP/Ben Curtis Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. Stjórnvöld vestanhafs hafa meðal annars rökstutt ákvörðunina með því að vísa til þess að ætlunin sé að leggja mat á það hvort áframhaldandi hernaðarstuðningur sé líklegri til að stuðla að friði eða áframhaldandi átökum. Benjamin Haddad, ráðherra Evrópumála í Frakklandi, segir svarið hins vegar liggja ljóst fyrir; stöðvun vopnasendinga muni aðeins gera frið að fjarlægari draum, þar sem hún styrki stöðu Rússlands. Stjórnvöld í Bretlandi brugðust við fregnunum í morgun með því að senda frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningur Breta við Úkraínu er ítrekaður. Bretar séu staðráðnir í því að koma á varanlegum friði í landinu og eigi í samstarfi við bandamenn hvað það varðar. Oleksandr Merezhko, formaður utanríkismálanefndar Úkraínuþings, líkti ákvörðun Trump við ákvörðun bandamanna árið 1938 að sjá í gegnum fingur sér þegar Hitler hernam Súdetaland. „Að stöðva aðstoðina núna er aðstoð við Pútín. Á yfirborðinu þá lítur þetta verulega illa út. Það lítur út fyrir að [Donald Trump] sé að neyða okkur til að ganga að kröfum Rússa. Aðalatriðið er að þetta er sálrænt áfall, stjórnmálalegt áfall, fyrir Úkraínu. Þetta hjálpar ekki baráttuandanum,“ sagði Merezhko. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands, segir ákvörðun Trump kalla á stefnubreytingu hjá Evrópuríkjunum. Þau þurfi að auka efnahagslegt- og hernaðarlegt sjálfstæði sitt og getu og taka öryggismálin í eigin hendur. Ursula von der Leyen segir áætlanir um að auka útgjöld til varnarmála munu kosta 800 milljarða evra. Evrópusambandið muni leggja fram tillögur um að veita aðildarríkjunum aukið fjárhagslegt rými og lána 150 milljarða evra til fjárfestinga í varnarmálum, auk þess að fá einkafjárfesta að borðinu. Stjórnvöld í Rússlandi og Ungverjalandi eru þau einu sem hafa fagnað ákvörðun Trump. Talsmaður Victor Orbán sagði stjórnvöld sammála ráðamönnum vestanhafs um að vopnasendingar þyrftu að víkja fyrir friðarviðræðum. Þá sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, að um væri að ræða besta framlagið til friðar; ákvörðun sem gæti raunverulega komið Úkraínumönnum að samningaborðinu. Bandaríkin Evrópusambandið Rússland Ungverjaland Bretland Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Stjórnvöld vestanhafs hafa meðal annars rökstutt ákvörðunina með því að vísa til þess að ætlunin sé að leggja mat á það hvort áframhaldandi hernaðarstuðningur sé líklegri til að stuðla að friði eða áframhaldandi átökum. Benjamin Haddad, ráðherra Evrópumála í Frakklandi, segir svarið hins vegar liggja ljóst fyrir; stöðvun vopnasendinga muni aðeins gera frið að fjarlægari draum, þar sem hún styrki stöðu Rússlands. Stjórnvöld í Bretlandi brugðust við fregnunum í morgun með því að senda frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningur Breta við Úkraínu er ítrekaður. Bretar séu staðráðnir í því að koma á varanlegum friði í landinu og eigi í samstarfi við bandamenn hvað það varðar. Oleksandr Merezhko, formaður utanríkismálanefndar Úkraínuþings, líkti ákvörðun Trump við ákvörðun bandamanna árið 1938 að sjá í gegnum fingur sér þegar Hitler hernam Súdetaland. „Að stöðva aðstoðina núna er aðstoð við Pútín. Á yfirborðinu þá lítur þetta verulega illa út. Það lítur út fyrir að [Donald Trump] sé að neyða okkur til að ganga að kröfum Rússa. Aðalatriðið er að þetta er sálrænt áfall, stjórnmálalegt áfall, fyrir Úkraínu. Þetta hjálpar ekki baráttuandanum,“ sagði Merezhko. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands, segir ákvörðun Trump kalla á stefnubreytingu hjá Evrópuríkjunum. Þau þurfi að auka efnahagslegt- og hernaðarlegt sjálfstæði sitt og getu og taka öryggismálin í eigin hendur. Ursula von der Leyen segir áætlanir um að auka útgjöld til varnarmála munu kosta 800 milljarða evra. Evrópusambandið muni leggja fram tillögur um að veita aðildarríkjunum aukið fjárhagslegt rými og lána 150 milljarða evra til fjárfestinga í varnarmálum, auk þess að fá einkafjárfesta að borðinu. Stjórnvöld í Rússlandi og Ungverjalandi eru þau einu sem hafa fagnað ákvörðun Trump. Talsmaður Victor Orbán sagði stjórnvöld sammála ráðamönnum vestanhafs um að vopnasendingar þyrftu að víkja fyrir friðarviðræðum. Þá sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, að um væri að ræða besta framlagið til friðar; ákvörðun sem gæti raunverulega komið Úkraínumönnum að samningaborðinu.
Bandaríkin Evrópusambandið Rússland Ungverjaland Bretland Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira