Landsdómur Dómurinn þríklofnaði í afstöðu sinni Dómur Landsdóms í málinu gegn Geir Haarde þríklofnaði í afstöðu sinni til málsins. Níu dómarar stóðu að meirihlutaáliti, fimm dómarar stóðu að öðru minnihlutaálitinu og Sigrún Magnúsdóttir stóð ein að hinu. Markús Sigurbjörnsson, Brynhildur Flóvenz, Eggert Óskarsson, Eiríkur Tómasson, Hlöðver Kjartansson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Viðar Már Matthíasson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson töldu öll að sýkna ætti Geir af þremur ákæruliðum en sakfella fyrir ákærulið 2. Innlent 23.4.2012 14:43 Kjartan Gunnarsson: Dómurinn alveg út í hött "Mín fyrstu viðbrögð eru þau að ég harma þessa niðurstöðu. Ég tel að fella dóm yfir Geir H. Haarde og þó honum sé ekki dæmd refsing; það er alveg út í hött,“ segir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og vinur Geirs. Innlent 23.4.2012 14:20 Brotið snýr að 17. grein stjórnarskrárinnar Brotið sem Geir H. Haarde er dæmdur fyrir lýtur að 17. grein stjórnarskrárinnar, að hafa ekki haldið fundi um mikilvæg mál. Í dómnum er tekið fram að brotið sé framið af stórfelldu gáleysi. Innlent 23.4.2012 14:20 Geir sakfelldur í einum lið af fjórum Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var sýknaður af þremur ákæruliðum en sakfelldur í einum. Sá ákæruliður sem hann var sakfelldur fyrir snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en fimm dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir. Innlent 23.4.2012 14:04 Geir Haarde mættur í Landsdóm - Bein útsending Einungis örfáar mínútur eru í að Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, gerir kunnugt um niðurstöðu dómsins í máli Alþingis gegn Geir. Niðurstaðan verður lesin upp klukkan tvö. Innlent 23.4.2012 13:41 Dómurinn í Landsdómsmálinu á fimmta hundrað blaðsíður Einungis dómsorðið verður lesið upp kl. 14:00 þegar kveðinn verður upp dómur í Landsdómsmálinu og það verður Markús Sigbjörnsson, forseti dómsins, sem les. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti ætti það ekki að taka meira en örfáar mínútur, eins og gildir um dóma Hæstaréttar. Dómur Landsdóms, sem mun birtast á vef Landsóms 30 mínútum eftir dómsuppkvaðningu, er á fimmta hundrað blaðsíður. Innlent 23.4.2012 12:56 Bein útsending frá Landsdómi á Stöð 2 og Vísi Bein útsending verður á Stöð tvö og á Vísi í dag þegar Landsdómur fellir dóm sinn yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Útsendingin hefst klukkan 13:50 og verður rætt við þau Kristínu Edwald hæstaréttarlögmann og Guðna Th. Jóhannesson áður en skipt verður yfir í dómssalinn klukkan 14:00 þegar dómurinn verður lesinn upp. Innlent 23.4.2012 10:26 Landsdómur sker í dag úr um sekt eða sakleysi Geirs Landsdómur kemur saman í dag, væntanlega í síðasta skipti í langan tíma. Kveðinn verður upp dómur yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ákærður var af Alþingi fyrir það sem hann gerði, eða gerði ekki í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Innlent 22.4.2012 21:57 Landsdómsmálið: Dómsuppsaga á morgun Á morgun verður dómsuppsaga Landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Dómurinn verður kveðinn upp klukkan tvö á morgun og verður bein útsending á Stöð 2 og fréttavef okkar Vísi.is. Innlent 22.4.2012 17:31 Dómsuppsagan í beinni á Vísi Dómsuppsaga í Landsdómsmálinu verður sýnd í beinni útsendingu en dómur verður kveðinn upp klukkan tvö á mánudaginn. Landsdómur hefur orðið við beiðni Stöðvar 2 og RÚV um að sýna beint frá dómsuppkvaðningunni. Báðir fjölmiðlarnir þurfa þó að koma sér saman um tæknilegar hliðar útsendingarinnar þar sem aðeins ein myndavél má vera í salnum og einn ómerktur hljóðnemi hjá forseta Landsdóms. Innlent 17.4.2012 16:49 Landsdómur birtir upptökur úr réttarhöldunum Landsdómur hefur birt upptökur úr réttarhöldunum yfir Geir Haarde. Þar eru meðal annars birtar upptökur af skýrslutöku yfir Geir sjálfum og fjörtíu vitnum sem gáfu skýrslu fyrir réttinum. Innlent 4.4.2012 14:25 Dómur Landsdóms líklega kveðinn upp eftir páska Landsdómur mun að öllum líkindum ekki kveða upp dóm í sakamáli gegn Geir H. Haarde fyrr en eftir páska samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini A. Jónssyni, skrifstofustjóra Hæstaréttar Íslands. Innlent 27.3.2012 15:56 Segir allar ásakanir á hendur Geir rangar Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar koma í veg fyrir að Geir H. Haarde verði gerð refsing vegna Landsdómsmálsins vegna óljósra heimilda í lögum, sagði verjandi Geirs í gær. Hann gagnrýndi saksóknara fyrir að sýna ekki fram á hvað Geir hefði átt að gera og hverju það hefði breytt. Innlent 16.3.2012 22:01 „Ég er saklaus af þessu öllu saman“ "Ég er mjög feginn að þessum þætti málsins er lokið,“ sagði Geir H. Haarde, sem ákærður er fyrir Landsdómi, þegar aðalmeðferð málsins var lokið fyrir dóminum í Þjóðmenningarhúsinu seinnipart dags í gær. Innlent 16.3.2012 22:01 Hljóðupptökur úr Landsdómi verða gerðar opinberar Samkvæmt ákvörðun Landsdóms og með samþykki málsaðila verður veittur aðgangur að hljóðritunum af munnlegum skýrslum ákærða og vitna, sem gefnar voru við aðalmeðferð málsins, svo og að hljóðritunum frá munnlegum flutningi þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsdómi. Innlent 16.3.2012 15:17 Geir segist feginn að málflutningi sé lokið Geir H. Haarde segist feginn að málflutningi í Landsdómi sé lokið. Þetta kom fram þegar hann ávarpaði fréttamenn eftir að mál hans var lagt í dóm. Innlent 16.3.2012 15:00 Aðalmeðferð gegn Geir lokið Aðalmeðferð í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde lauk klukkan hálfþrjú í dag. Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, sagði þegar hann greindi frá því að málið yrði lagt í dóm að tilkynnt yrði um það með fyrirvara hvenær dómsuppsaga færi fram. Þetta er fyrsta málið sem ráðherra er ákærður fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð og dreginn fyrir Landsdóm. Um 40 vitni komu fyrir dóminn og tók aðalmeðferð um tvær vikur. Innlent 16.3.2012 14:39 Andri: Bankamálin voru rædd í ríkisstjórn Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, lauk málflutningi sínum fyrir Landsdómi nú rétt fyrir klukkan tvö í dag. Innlent 16.3.2012 14:00 Andri: Ekki hægt að skipa mönnum í sjálfsmorð „Það er ekki hægt að skipa mönnum í sjálfsmorð," sagði Andri Árnason, verjandi Geirs. H. Haarde, þegar hann ræddi lið 1.4 í ákæru gegn Geir. Andri sagði að sala eigna hafi verið afar torsótt í aðdraganda bankahrunsins. Brunaútsala hefði orðið svo mikið áfall fyrir efnahagsreikninga bankanna að það hefði orðið þeim að falli. Innlent 16.3.2012 11:53 Beint tjón ríkisins á ábyrgð Seðlabankans Eina beina tjónið sem ríkið hlaut af bankahruninu má rekja til Seðlabankans, en ekki til Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs, fyrir Landsdómi í morgun. Innlent 16.3.2012 10:36 Andri: Sönnunarbyrðinni snúið við Rannsóknarnefnd Alþingis kannaði ekkert hvort aðgerðir, eins og selja eignir bankanna hafi verið raunhæfar. Ekki var heldur kannað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á orðspor eða eiginfjárstöðu bankanna. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, í málflutningi sínum sem hófst fyrir Landsdómi í morgun. Innlent 16.3.2012 10:07 Andri: Ákæruatriðin falla ekki undir forsætisráðherra Fjármálaeftirlitið, bankarnir og tryggingasjóður innistæðueigenda heyrðu undir viðskiptaráðuneytið en ekki forsætisráðherra, sagði Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrir Landsdómi í morgun. Hann hóf málflutning sinn fyrir dómnum klukkan níu í morgun en Sigríður Friðjónsdóttir lauk málflutningi sínum í gær. Andri sagði að það væri því byggt á því af hálfu ákærða, að ákæruatriðin falli alls ekki undir forsætisráðherra. Innlent 16.3.2012 09:22 Sagði Geir sekan um alvarlega vanrækslu Brot Geirs H. Haarde á ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins telst alvarlegt og viðurlög allt að tveggja ára fangelsi, sagði saksóknari í málflutningi sínum í gær. Hún sagði Geir hafa sýnt alvarlega vanrækslu á skyldum sínum sem forsætisráðherra. Málflutningur heldur áfram í dag þegar verjandi Geirs á sviðið. Innlent 15.3.2012 22:04 Málflutningi Sigríðar lokið Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir augljóst að á ríkisstjórnarfundum hafi ekkert verið fjallað um stöðu bankanna eða þann vanda sem steðjaði að í aðdraganda bankahrunsins. Hún gagnrýndi þetta harðlega í málflutningi fyrir Landsdómi í dag. Innlent 15.3.2012 16:04 Sigríður: Möguleiki á að selja eignir Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, hafnar þeim skýringum að forsætisráðherra hafi ekki getað gert neitt til þess að beita sér fyrir því að bankarnir færu úr landi eða myndu minnka efnahagsreikning sinn á árinu 2008. Innlent 15.3.2012 14:57 Landsdómsmálið: Álíka margir ánægðir og óánægðir Álíka margir sögðust ánægðir og óánægðir með niðurstöðu Alþingis að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um að landsdómsákæra á hendur Geir H. Haarde yrði afturkölluð, í könnun sem Capacent Gallup gerði í byrjun mars. Innlent 15.3.2012 14:53 Saksóknari: Fráleitt að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans Það er fráleitt af Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika árið 2008. Þetta sagði Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í málflutningi sínum fyrir Landsdómi í dag. Stjórnmálamenn hafa ítrekað visað í það, bæði fyrir Landsdómi og áður, að Seðlabankinn hafi ekki varað formlega við hættum í aðdraganda hrunsins. Í umræddu riti Seðlabankans hafi komið fram að staða bankanna væru að mestu leyti í lagi. Innlent 15.3.2012 14:08 Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. Innlent 15.3.2012 13:16 Saksóknari flytur mál sitt á morgun Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, mun flytja mál sitt gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, klukkan eitt eftir hádegi á morgun. Ráðgert er að málflutningurinn taki um þrjár klukkustundir. Innlent 14.3.2012 21:51 Segir að neyðarlán frá Seðlabanka hafi enn verið í Kaupþingi við fall Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, fullyrðir að 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett, hafi verið í bankanum við fall hans tveimur dögum síðar. Hann vill ekki tjá sig um 170 milljóna evra lán til félagsins Lindsor Holdings sem veitt var á sama tíma, en það er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Innlent 14.3.2012 14:50 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 18 ›
Dómurinn þríklofnaði í afstöðu sinni Dómur Landsdóms í málinu gegn Geir Haarde þríklofnaði í afstöðu sinni til málsins. Níu dómarar stóðu að meirihlutaáliti, fimm dómarar stóðu að öðru minnihlutaálitinu og Sigrún Magnúsdóttir stóð ein að hinu. Markús Sigurbjörnsson, Brynhildur Flóvenz, Eggert Óskarsson, Eiríkur Tómasson, Hlöðver Kjartansson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Viðar Már Matthíasson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson töldu öll að sýkna ætti Geir af þremur ákæruliðum en sakfella fyrir ákærulið 2. Innlent 23.4.2012 14:43
Kjartan Gunnarsson: Dómurinn alveg út í hött "Mín fyrstu viðbrögð eru þau að ég harma þessa niðurstöðu. Ég tel að fella dóm yfir Geir H. Haarde og þó honum sé ekki dæmd refsing; það er alveg út í hött,“ segir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og vinur Geirs. Innlent 23.4.2012 14:20
Brotið snýr að 17. grein stjórnarskrárinnar Brotið sem Geir H. Haarde er dæmdur fyrir lýtur að 17. grein stjórnarskrárinnar, að hafa ekki haldið fundi um mikilvæg mál. Í dómnum er tekið fram að brotið sé framið af stórfelldu gáleysi. Innlent 23.4.2012 14:20
Geir sakfelldur í einum lið af fjórum Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var sýknaður af þremur ákæruliðum en sakfelldur í einum. Sá ákæruliður sem hann var sakfelldur fyrir snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en fimm dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir. Innlent 23.4.2012 14:04
Geir Haarde mættur í Landsdóm - Bein útsending Einungis örfáar mínútur eru í að Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, gerir kunnugt um niðurstöðu dómsins í máli Alþingis gegn Geir. Niðurstaðan verður lesin upp klukkan tvö. Innlent 23.4.2012 13:41
Dómurinn í Landsdómsmálinu á fimmta hundrað blaðsíður Einungis dómsorðið verður lesið upp kl. 14:00 þegar kveðinn verður upp dómur í Landsdómsmálinu og það verður Markús Sigbjörnsson, forseti dómsins, sem les. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti ætti það ekki að taka meira en örfáar mínútur, eins og gildir um dóma Hæstaréttar. Dómur Landsdóms, sem mun birtast á vef Landsóms 30 mínútum eftir dómsuppkvaðningu, er á fimmta hundrað blaðsíður. Innlent 23.4.2012 12:56
Bein útsending frá Landsdómi á Stöð 2 og Vísi Bein útsending verður á Stöð tvö og á Vísi í dag þegar Landsdómur fellir dóm sinn yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Útsendingin hefst klukkan 13:50 og verður rætt við þau Kristínu Edwald hæstaréttarlögmann og Guðna Th. Jóhannesson áður en skipt verður yfir í dómssalinn klukkan 14:00 þegar dómurinn verður lesinn upp. Innlent 23.4.2012 10:26
Landsdómur sker í dag úr um sekt eða sakleysi Geirs Landsdómur kemur saman í dag, væntanlega í síðasta skipti í langan tíma. Kveðinn verður upp dómur yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ákærður var af Alþingi fyrir það sem hann gerði, eða gerði ekki í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Innlent 22.4.2012 21:57
Landsdómsmálið: Dómsuppsaga á morgun Á morgun verður dómsuppsaga Landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Dómurinn verður kveðinn upp klukkan tvö á morgun og verður bein útsending á Stöð 2 og fréttavef okkar Vísi.is. Innlent 22.4.2012 17:31
Dómsuppsagan í beinni á Vísi Dómsuppsaga í Landsdómsmálinu verður sýnd í beinni útsendingu en dómur verður kveðinn upp klukkan tvö á mánudaginn. Landsdómur hefur orðið við beiðni Stöðvar 2 og RÚV um að sýna beint frá dómsuppkvaðningunni. Báðir fjölmiðlarnir þurfa þó að koma sér saman um tæknilegar hliðar útsendingarinnar þar sem aðeins ein myndavél má vera í salnum og einn ómerktur hljóðnemi hjá forseta Landsdóms. Innlent 17.4.2012 16:49
Landsdómur birtir upptökur úr réttarhöldunum Landsdómur hefur birt upptökur úr réttarhöldunum yfir Geir Haarde. Þar eru meðal annars birtar upptökur af skýrslutöku yfir Geir sjálfum og fjörtíu vitnum sem gáfu skýrslu fyrir réttinum. Innlent 4.4.2012 14:25
Dómur Landsdóms líklega kveðinn upp eftir páska Landsdómur mun að öllum líkindum ekki kveða upp dóm í sakamáli gegn Geir H. Haarde fyrr en eftir páska samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini A. Jónssyni, skrifstofustjóra Hæstaréttar Íslands. Innlent 27.3.2012 15:56
Segir allar ásakanir á hendur Geir rangar Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar koma í veg fyrir að Geir H. Haarde verði gerð refsing vegna Landsdómsmálsins vegna óljósra heimilda í lögum, sagði verjandi Geirs í gær. Hann gagnrýndi saksóknara fyrir að sýna ekki fram á hvað Geir hefði átt að gera og hverju það hefði breytt. Innlent 16.3.2012 22:01
„Ég er saklaus af þessu öllu saman“ "Ég er mjög feginn að þessum þætti málsins er lokið,“ sagði Geir H. Haarde, sem ákærður er fyrir Landsdómi, þegar aðalmeðferð málsins var lokið fyrir dóminum í Þjóðmenningarhúsinu seinnipart dags í gær. Innlent 16.3.2012 22:01
Hljóðupptökur úr Landsdómi verða gerðar opinberar Samkvæmt ákvörðun Landsdóms og með samþykki málsaðila verður veittur aðgangur að hljóðritunum af munnlegum skýrslum ákærða og vitna, sem gefnar voru við aðalmeðferð málsins, svo og að hljóðritunum frá munnlegum flutningi þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsdómi. Innlent 16.3.2012 15:17
Geir segist feginn að málflutningi sé lokið Geir H. Haarde segist feginn að málflutningi í Landsdómi sé lokið. Þetta kom fram þegar hann ávarpaði fréttamenn eftir að mál hans var lagt í dóm. Innlent 16.3.2012 15:00
Aðalmeðferð gegn Geir lokið Aðalmeðferð í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde lauk klukkan hálfþrjú í dag. Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, sagði þegar hann greindi frá því að málið yrði lagt í dóm að tilkynnt yrði um það með fyrirvara hvenær dómsuppsaga færi fram. Þetta er fyrsta málið sem ráðherra er ákærður fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð og dreginn fyrir Landsdóm. Um 40 vitni komu fyrir dóminn og tók aðalmeðferð um tvær vikur. Innlent 16.3.2012 14:39
Andri: Bankamálin voru rædd í ríkisstjórn Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, lauk málflutningi sínum fyrir Landsdómi nú rétt fyrir klukkan tvö í dag. Innlent 16.3.2012 14:00
Andri: Ekki hægt að skipa mönnum í sjálfsmorð „Það er ekki hægt að skipa mönnum í sjálfsmorð," sagði Andri Árnason, verjandi Geirs. H. Haarde, þegar hann ræddi lið 1.4 í ákæru gegn Geir. Andri sagði að sala eigna hafi verið afar torsótt í aðdraganda bankahrunsins. Brunaútsala hefði orðið svo mikið áfall fyrir efnahagsreikninga bankanna að það hefði orðið þeim að falli. Innlent 16.3.2012 11:53
Beint tjón ríkisins á ábyrgð Seðlabankans Eina beina tjónið sem ríkið hlaut af bankahruninu má rekja til Seðlabankans, en ekki til Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs, fyrir Landsdómi í morgun. Innlent 16.3.2012 10:36
Andri: Sönnunarbyrðinni snúið við Rannsóknarnefnd Alþingis kannaði ekkert hvort aðgerðir, eins og selja eignir bankanna hafi verið raunhæfar. Ekki var heldur kannað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á orðspor eða eiginfjárstöðu bankanna. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, í málflutningi sínum sem hófst fyrir Landsdómi í morgun. Innlent 16.3.2012 10:07
Andri: Ákæruatriðin falla ekki undir forsætisráðherra Fjármálaeftirlitið, bankarnir og tryggingasjóður innistæðueigenda heyrðu undir viðskiptaráðuneytið en ekki forsætisráðherra, sagði Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrir Landsdómi í morgun. Hann hóf málflutning sinn fyrir dómnum klukkan níu í morgun en Sigríður Friðjónsdóttir lauk málflutningi sínum í gær. Andri sagði að það væri því byggt á því af hálfu ákærða, að ákæruatriðin falli alls ekki undir forsætisráðherra. Innlent 16.3.2012 09:22
Sagði Geir sekan um alvarlega vanrækslu Brot Geirs H. Haarde á ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins telst alvarlegt og viðurlög allt að tveggja ára fangelsi, sagði saksóknari í málflutningi sínum í gær. Hún sagði Geir hafa sýnt alvarlega vanrækslu á skyldum sínum sem forsætisráðherra. Málflutningur heldur áfram í dag þegar verjandi Geirs á sviðið. Innlent 15.3.2012 22:04
Málflutningi Sigríðar lokið Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir augljóst að á ríkisstjórnarfundum hafi ekkert verið fjallað um stöðu bankanna eða þann vanda sem steðjaði að í aðdraganda bankahrunsins. Hún gagnrýndi þetta harðlega í málflutningi fyrir Landsdómi í dag. Innlent 15.3.2012 16:04
Sigríður: Möguleiki á að selja eignir Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, hafnar þeim skýringum að forsætisráðherra hafi ekki getað gert neitt til þess að beita sér fyrir því að bankarnir færu úr landi eða myndu minnka efnahagsreikning sinn á árinu 2008. Innlent 15.3.2012 14:57
Landsdómsmálið: Álíka margir ánægðir og óánægðir Álíka margir sögðust ánægðir og óánægðir með niðurstöðu Alþingis að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um að landsdómsákæra á hendur Geir H. Haarde yrði afturkölluð, í könnun sem Capacent Gallup gerði í byrjun mars. Innlent 15.3.2012 14:53
Saksóknari: Fráleitt að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans Það er fráleitt af Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika árið 2008. Þetta sagði Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í málflutningi sínum fyrir Landsdómi í dag. Stjórnmálamenn hafa ítrekað visað í það, bæði fyrir Landsdómi og áður, að Seðlabankinn hafi ekki varað formlega við hættum í aðdraganda hrunsins. Í umræddu riti Seðlabankans hafi komið fram að staða bankanna væru að mestu leyti í lagi. Innlent 15.3.2012 14:08
Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. Innlent 15.3.2012 13:16
Saksóknari flytur mál sitt á morgun Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, mun flytja mál sitt gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, klukkan eitt eftir hádegi á morgun. Ráðgert er að málflutningurinn taki um þrjár klukkustundir. Innlent 14.3.2012 21:51
Segir að neyðarlán frá Seðlabanka hafi enn verið í Kaupþingi við fall Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, fullyrðir að 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett, hafi verið í bankanum við fall hans tveimur dögum síðar. Hann vill ekki tjá sig um 170 milljóna evra lán til félagsins Lindsor Holdings sem veitt var á sama tíma, en það er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Innlent 14.3.2012 14:50
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent