Innlent

Landsdómur birtir upptökur úr réttarhöldunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir H. Haarde fyrir landsdómi ásamt hluta af fjölskyldu sinni.
Geir H. Haarde fyrir landsdómi ásamt hluta af fjölskyldu sinni. mynd/ gva.
Landsdómur hefur birt upptökur úr réttarhöldunum yfir Geir Haarde. Þar eru meðal annars birtar upptökur af skýrslutöku yfir Geir sjálfum og fjörtíu vitnum sem gáfu skýrslu fyrir réttinum.

Á meðal þeirra sem gáfu skýrslu voru Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, og bankastjórar allra stóru bankanna sem féllu haustið 2008.

Upptökurnar eru birtar á sérstökum vef sem Landsdómur hefur sett upp vegna réttarhaldanna.

Dómur í málinu gegn Geir verður kveðinn upp í þessum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×